Segir 12 tóna vera meira en venjulega plötubúð Sveinn Arnarsson skrifar 9. apríl 2018 06:00 Lárus Jóhannesson og Jóhannes Ágústsson reka plötubúðina 12 tóna á Skólavörðustíg. Lárus segir þennan tíma hafa verið afar viðburðaríkan og tímarnir hafa breyst verulega síðan rekstur verslunarinnar hófst fyrir tveimur áratugum. Vísir/ANTOn Hljómplötuverslunin 12 tónar á Skólavörðustíg fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli sínu. Á þessum tveimur áratugum hefur orðið gríðarleg breyting í dreifingu tónlistar og má með sanni segja að það sé ákveðið stórvirki að halda úti hljómplötuverslun svo lengi á þessum tíma. Í stafni verslunarinnar standa þeir Lárus Jóhannesson og Jóhannes Ágústsson. Lárus segir þennan tíma hafa verið afar viðburðaríkan og engan bilbug er að finna á þeim félögum. „Það er alveg rétt að 12 tónar er annað og meira en bara bara hljómplötuverslun. Þetta fyrirbæri er orðið nokkuð þekkt,“ segir Lárus. „Við höfum reynt eftir fremsta megni að vera með gott úrval af góðri tónlist og reynt að brjóta múra milli tónlistarstefna sem hefur að okkar mati gefist vel.“ En Lárus bendir lílka á að fólk hafi gagngert gert sér ferð til Íslands með það að markmiði að koma í verslunina. „Fyrir mörgum árum kom til okkar kona frá Japan sem hafði dreymt um að koma í 12 tóna, setjast niður með kaffibolla og hlusta á íslenska tónlist. Svo þegar hún loksins kom þá brotnaði hún niður og fór að gráta. Þá áttuðum við okkur á hvað þetta var stór stund í lífi hennar,“ segir Lárus. Verslunin er því að einhverju leyti fjölsóttur ferðamannastaður í Reykjavík. „Það var fyrir tveimur árum að við lokuðum versluninni í hálftíma vegna brúðkaups,“ segir Lárus frá. „Það orsakaðist þannig að við fengum bréf með hálfs árs fyrirvara frá pari í Ástralíu sem spurði hvort það væri hægt að gefa þau saman í versluninni. Af einhverjum ástæðum hafði búðin eitthvert sérstakt gildi fyrir þau. Þau komu ásamt svaramönnum og við tókum þátt í athöfninni og drukkum svo kampavín með þeim að lokinni athöfn. Þetta kannski sýnir að búðin er eitthvað meira en bara verslun með hljómplötur.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
Hljómplötuverslunin 12 tónar á Skólavörðustíg fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli sínu. Á þessum tveimur áratugum hefur orðið gríðarleg breyting í dreifingu tónlistar og má með sanni segja að það sé ákveðið stórvirki að halda úti hljómplötuverslun svo lengi á þessum tíma. Í stafni verslunarinnar standa þeir Lárus Jóhannesson og Jóhannes Ágústsson. Lárus segir þennan tíma hafa verið afar viðburðaríkan og engan bilbug er að finna á þeim félögum. „Það er alveg rétt að 12 tónar er annað og meira en bara bara hljómplötuverslun. Þetta fyrirbæri er orðið nokkuð þekkt,“ segir Lárus. „Við höfum reynt eftir fremsta megni að vera með gott úrval af góðri tónlist og reynt að brjóta múra milli tónlistarstefna sem hefur að okkar mati gefist vel.“ En Lárus bendir lílka á að fólk hafi gagngert gert sér ferð til Íslands með það að markmiði að koma í verslunina. „Fyrir mörgum árum kom til okkar kona frá Japan sem hafði dreymt um að koma í 12 tóna, setjast niður með kaffibolla og hlusta á íslenska tónlist. Svo þegar hún loksins kom þá brotnaði hún niður og fór að gráta. Þá áttuðum við okkur á hvað þetta var stór stund í lífi hennar,“ segir Lárus. Verslunin er því að einhverju leyti fjölsóttur ferðamannastaður í Reykjavík. „Það var fyrir tveimur árum að við lokuðum versluninni í hálftíma vegna brúðkaups,“ segir Lárus frá. „Það orsakaðist þannig að við fengum bréf með hálfs árs fyrirvara frá pari í Ástralíu sem spurði hvort það væri hægt að gefa þau saman í versluninni. Af einhverjum ástæðum hafði búðin eitthvert sérstakt gildi fyrir þau. Þau komu ásamt svaramönnum og við tókum þátt í athöfninni og drukkum svo kampavín með þeim að lokinni athöfn. Þetta kannski sýnir að búðin er eitthvað meira en bara verslun með hljómplötur.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira