Frammistaða sem lofar mjög góðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2018 08:00 Aron Pálmarsson ræðir við Elvar Örn Jónsson. Vísir/Eyþór „Frammistaðan á móti heimsmeisturum Frakka var algjörlega stórkostleg. Þetta var frábær leikur af okkar hálfu, bæði í vörn og sókn,“ segir Guðmundur Guðmundsson við Fréttablaðið eftir tveggja marka tap íslenska handboltalandsliðsins fyrir því franska, 26-28, í síðasta leik þess í Gulldeildinni, fjögurra þjóða móti sem fór fram í Björgvin í Noregi. Þótt allir leikirnir á mótinu hafi tapast var frammistaðan til mikillar fyrirmyndar, sérstaklega í ljósi þess hversu ungt íslenska liðið var. Þá gátu Rúnar Kárason og Ágúst Birgisson ekkert verið með vegna meiðsla og Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson léku ekki með gegn Frökkum vegna smávægilegra meiðsla. „Við mátuðum okkur við þrjú af fimm bestu landsliðum heims; Norðmenn á heimavelli, Ólympíumeistara Dana og heimsmeistara Frakka. Við sýnum styrk með því að vera í jöfnum leikjum á móti þessum frábæru liðum. Við getum verið stoltir af því sem við höfum verið að gera,“ segir Guðmundur sem gaf sex nýliðum tækifæri í Gulldeildinni: Hauki, Viktori Gísla Hallgrímssyni, Teiti Erni Einarssyni, Ragnari Jóhannssyni, Elvari Erni Jónssyni og Alexander Erni Júlíussyni. Þeir tveir síðastnefndu stimpluðu sig vel inn gegn frönsku heimsmeisturunum í gær.Breyttur varnarleikur Elvar var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk og Alexander spilaði vörnina og gerði það vel. Hann var oft og iðulega mættur út á punktalínu til að brjóta á frönsku leikmönnunum sem var lýsandi fyrir þær breytingar sem Guðmundur hefur gert á íslenska varnarleiknum. „Ég sá framfarir í varnarleiknum í dag [í gær]. Vörnin var á köflum ágæt á móti Noregi en gegn Frakklandi var hún algjörlega til fyrirmyndar,“ segir Guðmundur. „Þetta tekur tíma. Við fengum bara tvo daga til að æfa og erum að gjörbreyta varnarleiknum og líka fullt af hlutum í sókninni. Þar fyrir utan erum við komnir með algjörlega nýtt lið. Það voru meiðsli og forföll og við vorum í þessari stöðu. Frammistaðan hjá kornungu liði Íslands var til fyrirmyndar í dag, á móti heimsmeisturunum sem voru með sitt sterkasta lið fyrir utan einn mann.“ Aðspurður hvað hefði mátt betur fara í leikjum helgarinnar nefndi Guðmundur sóknarleikinn gegn Dönum. „Það er svo stutt á milli. Í leiknum gegn Dönum kom smá óðagot í sókninni og við slúttuðum of snemma. Við gáfum okkur ekki nægilega mikinn tíma í nokkrar sóknir og spiluðum yfirtöluna ekki nógu vel,“ segir Guðmundur. Gegn Dönum var staðan jöfn, 24-24, þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá fór sóknin að hiksta og Ólympíumeistararnir gengu á lagið og unnu að lokum þriggja marka sigur, 31-28. Rasmus Lauge reyndist íslenska liðinu erfiður á laugardaginn og skoraði 13 mörk.Kornungir leikstjórnendur Gísli Þorgeir Kristjánsson stýrði íslensku sókninni lengst af í leikjunum í Noregi og fórst það vel úr hendi. Hann skoraði einnig fimm mörk gegn Danmörku og var markahæstur Íslendinga ásamt Aroni og Stefáni Rafni Sigurmannssyni sem, auk þess að spila í vinstra horninu, leysti stöðu bakvarðar í vörn. Líkt og gegn Norðmönnum kom Haukur inn á í seinni hálfleik gegn Dönum. Selfyssingurinn 16 ára skoraði tvö mörk og var hvergi banginn þrátt fyrir ungan aldur og litla reynslu á stóra sviðinu. Næst á dagskrá hjá íslenska landsliðinu eru leikirnir tveir í júní gegn Litháen í umspili um sæti á HM 2019. „Nú fara menn til sinna félaga. Þar er staðan á mönnum mjög mismunandi eftir því hversu stórt hlutverk þeirra er. Þeir þurfa að gæta þess að halda sér toppstandi. Síðan er mjög mismunandi hvenær þeir eru búnir og við hittumst ekki fyrr en í júní. Við verðum að sjá hversu snemma við getum hafið æfingar með hluta af hópnum,“ segir Guðmundur. Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
„Frammistaðan á móti heimsmeisturum Frakka var algjörlega stórkostleg. Þetta var frábær leikur af okkar hálfu, bæði í vörn og sókn,“ segir Guðmundur Guðmundsson við Fréttablaðið eftir tveggja marka tap íslenska handboltalandsliðsins fyrir því franska, 26-28, í síðasta leik þess í Gulldeildinni, fjögurra þjóða móti sem fór fram í Björgvin í Noregi. Þótt allir leikirnir á mótinu hafi tapast var frammistaðan til mikillar fyrirmyndar, sérstaklega í ljósi þess hversu ungt íslenska liðið var. Þá gátu Rúnar Kárason og Ágúst Birgisson ekkert verið með vegna meiðsla og Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson léku ekki með gegn Frökkum vegna smávægilegra meiðsla. „Við mátuðum okkur við þrjú af fimm bestu landsliðum heims; Norðmenn á heimavelli, Ólympíumeistara Dana og heimsmeistara Frakka. Við sýnum styrk með því að vera í jöfnum leikjum á móti þessum frábæru liðum. Við getum verið stoltir af því sem við höfum verið að gera,“ segir Guðmundur sem gaf sex nýliðum tækifæri í Gulldeildinni: Hauki, Viktori Gísla Hallgrímssyni, Teiti Erni Einarssyni, Ragnari Jóhannssyni, Elvari Erni Jónssyni og Alexander Erni Júlíussyni. Þeir tveir síðastnefndu stimpluðu sig vel inn gegn frönsku heimsmeisturunum í gær.Breyttur varnarleikur Elvar var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk og Alexander spilaði vörnina og gerði það vel. Hann var oft og iðulega mættur út á punktalínu til að brjóta á frönsku leikmönnunum sem var lýsandi fyrir þær breytingar sem Guðmundur hefur gert á íslenska varnarleiknum. „Ég sá framfarir í varnarleiknum í dag [í gær]. Vörnin var á köflum ágæt á móti Noregi en gegn Frakklandi var hún algjörlega til fyrirmyndar,“ segir Guðmundur. „Þetta tekur tíma. Við fengum bara tvo daga til að æfa og erum að gjörbreyta varnarleiknum og líka fullt af hlutum í sókninni. Þar fyrir utan erum við komnir með algjörlega nýtt lið. Það voru meiðsli og forföll og við vorum í þessari stöðu. Frammistaðan hjá kornungu liði Íslands var til fyrirmyndar í dag, á móti heimsmeisturunum sem voru með sitt sterkasta lið fyrir utan einn mann.“ Aðspurður hvað hefði mátt betur fara í leikjum helgarinnar nefndi Guðmundur sóknarleikinn gegn Dönum. „Það er svo stutt á milli. Í leiknum gegn Dönum kom smá óðagot í sókninni og við slúttuðum of snemma. Við gáfum okkur ekki nægilega mikinn tíma í nokkrar sóknir og spiluðum yfirtöluna ekki nógu vel,“ segir Guðmundur. Gegn Dönum var staðan jöfn, 24-24, þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá fór sóknin að hiksta og Ólympíumeistararnir gengu á lagið og unnu að lokum þriggja marka sigur, 31-28. Rasmus Lauge reyndist íslenska liðinu erfiður á laugardaginn og skoraði 13 mörk.Kornungir leikstjórnendur Gísli Þorgeir Kristjánsson stýrði íslensku sókninni lengst af í leikjunum í Noregi og fórst það vel úr hendi. Hann skoraði einnig fimm mörk gegn Danmörku og var markahæstur Íslendinga ásamt Aroni og Stefáni Rafni Sigurmannssyni sem, auk þess að spila í vinstra horninu, leysti stöðu bakvarðar í vörn. Líkt og gegn Norðmönnum kom Haukur inn á í seinni hálfleik gegn Dönum. Selfyssingurinn 16 ára skoraði tvö mörk og var hvergi banginn þrátt fyrir ungan aldur og litla reynslu á stóra sviðinu. Næst á dagskrá hjá íslenska landsliðinu eru leikirnir tveir í júní gegn Litháen í umspili um sæti á HM 2019. „Nú fara menn til sinna félaga. Þar er staðan á mönnum mjög mismunandi eftir því hversu stórt hlutverk þeirra er. Þeir þurfa að gæta þess að halda sér toppstandi. Síðan er mjög mismunandi hvenær þeir eru búnir og við hittumst ekki fyrr en í júní. Við verðum að sjá hversu snemma við getum hafið æfingar með hluta af hópnum,“ segir Guðmundur.
Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira