Handbolti

Svona nýttu strákarnir okkar skotin sín í Gulldeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Örn Jónsson og Ómar Inga Magnússon.
Elvar Örn Jónsson og Ómar Inga Magnússon. Handknattleikssamband Íslands
Íslenska handboltalandsliðið endaði í síðasta sæti í Gulldeildinni í Noregi en margir ungir framtíðarmenn stimpluðu sig inn með góðri frammistöðu.

Guðmundur Guðmundsson var að stýra íslenska liðinu í fyrsta sinn frá 2012 og notaði tækifærið til að skoða betur þá leikmenn sem eru líklegir til að bera uppi liðið á næstu árum.

Vísir fylgdist með öllum þremur leikjum íslenska liðsins sem voru á móti þremur af sterkustu handboltalandsliðum heims í dag; Noregi, Danmörku og Frakklandi.

Það er fróðlegt að skoða betur skotnýtingu leikmanna íslenska liðsins í mótinu en liðið nýtti alls 58 prósent skota sinna í mótinu samkvæmt tölfræði Vísis.

Þrír leikmenn nýttu skotin sín 80 prósent eða betur þar af nýtti Vignir Svavarsson 10 af 11 skotum sínum.

Ómar Ingi Magnússon og Arnór Þór Gunnarsson voru markahæstu menn íslenska liðsins með tólf mörk hvor en fjögur af mörkum Arnórs komu af vítapunktinu.

Skotnýting íslensku leikmannanna í Gulldeildinni 2018:

80 prósent plús

90,9% - Vignir Svavarsson (11 skot / 10 mörk)

83,3% - Haukur Þrastarson (6 skot / 5 mörk)

80% - Arnór Þór Gunnarsson (15 skot / 12 mörk)

60 prósent plús

64,3% - Elvar Örn Jónsson (14 skot / 9 mörk)

63,6% - Stefán Rafn Sigurmannsson (11 skot / 7 mörk)

50 prósent plús

57,1% - Ómar Ingi Magnússon (21 skot / 12 mörk)

50% - Gísli Þorgeir Kristjánsson (16 skot / 8 mörk)

50% - Arnar Freyr Arnarsson (10 skot / 5 mörk)

50% -  Bjarki Már Elísson (6 skot / 3 mörk)

50% - Daníel Þór Ingason (2 skot / 1 mark)

Undir 50 prósent

37,5% - Ragnar Jóhannsson (8 skot / 3 mörk)

36,4% - Aron Pálmarsson (22 skot / 8 mörk)

0% - Alexander Örn Júlíusson (1 skot / 0 mörk)



Flest mörk íslensku leikmannanna í Gulldeildinni 2018:

Ómar Ingi Magnússon    12

Arnór Þór Gunnarsson    12/4

Vignir Svavarsson    10

Elvar Örn Jónsson    9

Aron Pálmarsson    8

Gísli Þorgeir Kristjánsson    8

Stefán Rafn Sigurmannsson    7

Arnar Freyr Arnarsson    5

Haukur Þrastarson    5

Bjarki Már Elísson    3

Ragnar Jóhannsson    3

Daníel Þór Ingason    1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×