Í þáttunum Allir geta dansað keppa þjóðþekktir Íslendingar í dansi en þeir dansa við fagdansara og stendur eitt par uppi sem sigurvegari. Í gærkvöldi komu átta danspör fram og þóttu þau öll standa sig nokkuð vel.
Þættirnir eru ávallt í beinni útsendingu og þegar pörin hafa stígið á svið mæta þau í svokallað Glimmerherbergi baksviðs. Þar fara þau í viðtal sem sjá má á Instagram-síðu Stöðvar 2. Viðtölin eru sýnd síðar í þáttaröðinni.
Margt skemmtilegt gerist baksviðs í Allir geta dansað og má til að mynda nefna spaugilegt atvik þegar Hugrún Halldórsdóttir sló óvart Daða Frey í andlitið. Einnig má nefna skemmtilegt atvik þegar Bergþór Pálsson sýndi hvað hann lagði á sig fyrir atriðið með Hönnu Rún í gærkvöldi.
Hér að neðan má sjá öll viðtölin úr Glimmerherberginu frá því í gærkvöldi.