Vatnsúðakerfi í öllum húsum Geymslna nema Miðhrauni Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2018 15:26 Gríðarlegur eldur beið slökkviliðsmanna þegar þeir mættu á staðinn. Vísir/Birgir Vatnsúðakerfi er í öllum húsum fyrirtækisins Geymslna sem eftir standa. Geymslur var með húsnæði á leigu í Miðhrauni sem brann til kaldra kola síðastliðinn fimmtudag. Greint var frá því síðastliðinn fimmtudag að ekkert vatnsúðakerfi hefði verið í húsnæðinu í Miðhrauni en framkvæmdastjóri Geymslna segir í samtali við Vísi að slíkt kerfi sé í öllum hinum húsunum þar sem Geymslur eru með rekstur. Um 200 geymslurými voru í húsnæði Geymslna í Miðhrauni. Geymslur eru einnig með geymslupláss á Fiskislóð 11 og 25, Iðuvöllum í Reykjanesbæ, og Tunguhálsi í Reykjavík. Flest geymsluplássin eru á Fiskislóð 11, eða rúmlega 250, á Fiskislóð 25 eru rúmlega 200 geymslupláss, um hundrað á Iðuvöllum og 250 á Tunguhálsi. Ómar Jóhannsson er framkvæmdastjóri Geymslna en hann segir fyrirtækið hafa velt fyrir sér næstu skrefum þegar kemur að öryggismálum. Hvert hús hafi sitt öryggiskerfi en helsti munurinn á þeim sé sá að vatnsúðakerfi er í öllum húsunum nema í Miðhrauni. Ómar segist ekki geta svarað hvernig stendur á því. „Við erum leigutakar í þessu húsi og það er byggt árið 2005. Við höfum fylgt þeim byggingarreglugerðum sem um það gilda og þar er talið eðlilegra að hafa brunahólf. Hvers vegna er fyrir utan mína þekkingu. Það er eitthvað sem við komum ekki nálægt sem leigutakar,“ segir Ómar. Spurður hvort að viðskiptavinir Geymslna hafi orðið tvístígandi með frekari viðskipti við fyrirtækið eftir brunann segist Ómar ekki hafa orðið var við það. „Ég held að fólk líti á þetta sem einstakt óhapp.“ Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Enn mikill hiti í Miðhrauni Lögreglan hóf rannsókn á brunarústunum í dag. 9. apríl 2018 13:15 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Vatnsúðakerfi er í öllum húsum fyrirtækisins Geymslna sem eftir standa. Geymslur var með húsnæði á leigu í Miðhrauni sem brann til kaldra kola síðastliðinn fimmtudag. Greint var frá því síðastliðinn fimmtudag að ekkert vatnsúðakerfi hefði verið í húsnæðinu í Miðhrauni en framkvæmdastjóri Geymslna segir í samtali við Vísi að slíkt kerfi sé í öllum hinum húsunum þar sem Geymslur eru með rekstur. Um 200 geymslurými voru í húsnæði Geymslna í Miðhrauni. Geymslur eru einnig með geymslupláss á Fiskislóð 11 og 25, Iðuvöllum í Reykjanesbæ, og Tunguhálsi í Reykjavík. Flest geymsluplássin eru á Fiskislóð 11, eða rúmlega 250, á Fiskislóð 25 eru rúmlega 200 geymslupláss, um hundrað á Iðuvöllum og 250 á Tunguhálsi. Ómar Jóhannsson er framkvæmdastjóri Geymslna en hann segir fyrirtækið hafa velt fyrir sér næstu skrefum þegar kemur að öryggismálum. Hvert hús hafi sitt öryggiskerfi en helsti munurinn á þeim sé sá að vatnsúðakerfi er í öllum húsunum nema í Miðhrauni. Ómar segist ekki geta svarað hvernig stendur á því. „Við erum leigutakar í þessu húsi og það er byggt árið 2005. Við höfum fylgt þeim byggingarreglugerðum sem um það gilda og þar er talið eðlilegra að hafa brunahólf. Hvers vegna er fyrir utan mína þekkingu. Það er eitthvað sem við komum ekki nálægt sem leigutakar,“ segir Ómar. Spurður hvort að viðskiptavinir Geymslna hafi orðið tvístígandi með frekari viðskipti við fyrirtækið eftir brunann segist Ómar ekki hafa orðið var við það. „Ég held að fólk líti á þetta sem einstakt óhapp.“
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Enn mikill hiti í Miðhrauni Lögreglan hóf rannsókn á brunarústunum í dag. 9. apríl 2018 13:15 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira