Hjálpaði sjálfur til við björgunina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. mars 2018 13:20 Sautján tonna beltagrafa valt ofan af vélarvagni og ofan á mann við bæinn Uxahrygg í Rangárþingi Ytra. Vísir Maðurinn sem lenti undir gröfu við bæinn Uxahrygg í Rangárþingi Ytra í gærkvöldi hlaut nokkur beinbrot en er annars við ágæta heilsu. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir það mikla mildi að ekki hafi farið verr.Sjá einnig: 17 tonna grafa valt ofan á mann í Rangárþingi-Ytra Brunavarnir Rangárþings og björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi þegar sautján tonna beltagrafa valt ofan af vélarvagni við bæinn Uxahrygg í Rangárþingi Ytra. Grafan lenti ofan á manni sem hafði unnið að því að ná gröfunni af vagninum. Alls tóku á bilinu þrjátíu til fjörtíu slökkviliðs-, björgunarsveitar- og lögreglumenn þátt í aðgerðinni. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að viðbragðsaðilar hafi þurft að nota öll sín tæki og tól til þess að ná manninum undan gröfunni. „Svo eru bændur þarna í kring sem koma með dráttarvélar og lyftara. Þessir hreinlega vaða bara á vélina og með því tekst að lyfta henni nægilega til þess að hægt sé að klippa ökumannshúsið og draga hann undan vélinni.“Frá björgunaraðgerðum í gærkvöldi.VísirÞá segir Oddur að maðurinn hafi verið með meðvitund allan tímann sem björgunaraðgerðir stóðu yfir. „Hann var sjálfur að aðstoða við björgunina. Hann var sjálfur að hreyfa sig og toga sig til þannig að hægt væri að ná honum út. Það var alltaf ljós í myrkrinu að ef okkur tækista að ná honum út væri til mikils að vinna,“ segir Oddur. Maðurinn var fastur undir gröfunni í um eina klukkustund og var síðan fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann til aðhlynningar. Hann hlaut nokkur beinbrot en er annars talinn við ágæta heilsu og segir Oddur það mikla mildi að ekki hafi farið verr. „Hann er inniliggjandi ennþá á spítala og verður það væntanlega í einhverja daga en útlitið er nokkuð bjart,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Tengdar fréttir 17 tonna grafa valt ofan á mann í Rangárþingi-Ytra Björgunaraðgerðir gengu vel og maðurinn var fluttur á slysadeild í Fossvogi 30. mars 2018 00:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Maðurinn sem lenti undir gröfu við bæinn Uxahrygg í Rangárþingi Ytra í gærkvöldi hlaut nokkur beinbrot en er annars við ágæta heilsu. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir það mikla mildi að ekki hafi farið verr.Sjá einnig: 17 tonna grafa valt ofan á mann í Rangárþingi-Ytra Brunavarnir Rangárþings og björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi þegar sautján tonna beltagrafa valt ofan af vélarvagni við bæinn Uxahrygg í Rangárþingi Ytra. Grafan lenti ofan á manni sem hafði unnið að því að ná gröfunni af vagninum. Alls tóku á bilinu þrjátíu til fjörtíu slökkviliðs-, björgunarsveitar- og lögreglumenn þátt í aðgerðinni. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að viðbragðsaðilar hafi þurft að nota öll sín tæki og tól til þess að ná manninum undan gröfunni. „Svo eru bændur þarna í kring sem koma með dráttarvélar og lyftara. Þessir hreinlega vaða bara á vélina og með því tekst að lyfta henni nægilega til þess að hægt sé að klippa ökumannshúsið og draga hann undan vélinni.“Frá björgunaraðgerðum í gærkvöldi.VísirÞá segir Oddur að maðurinn hafi verið með meðvitund allan tímann sem björgunaraðgerðir stóðu yfir. „Hann var sjálfur að aðstoða við björgunina. Hann var sjálfur að hreyfa sig og toga sig til þannig að hægt væri að ná honum út. Það var alltaf ljós í myrkrinu að ef okkur tækista að ná honum út væri til mikils að vinna,“ segir Oddur. Maðurinn var fastur undir gröfunni í um eina klukkustund og var síðan fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann til aðhlynningar. Hann hlaut nokkur beinbrot en er annars talinn við ágæta heilsu og segir Oddur það mikla mildi að ekki hafi farið verr. „Hann er inniliggjandi ennþá á spítala og verður það væntanlega í einhverja daga en útlitið er nokkuð bjart,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.
Tengdar fréttir 17 tonna grafa valt ofan á mann í Rangárþingi-Ytra Björgunaraðgerðir gengu vel og maðurinn var fluttur á slysadeild í Fossvogi 30. mars 2018 00:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
17 tonna grafa valt ofan á mann í Rangárþingi-Ytra Björgunaraðgerðir gengu vel og maðurinn var fluttur á slysadeild í Fossvogi 30. mars 2018 00:45