Gríðarlegur munur á ávísunum sýklalyfja eftir landshlutum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. mars 2018 08:15 Flestum skömmtum af sýklalyfjum til barna er ávísað á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Eyþór Gífurlegur munur er á fjölda sýklalyfjaávísana til barna yngri en fimm ára milli heilbrigðisumdæma. Flestum skömmtum er ávísað á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu en minnstu á Vestfjörðum. Nýjustu tölurnar um sýklalyfjaávísanir eru frá árinu 2016 en þá voru ávísanir til fyrrgreinds aldurshóps 1.202 ávísanir á hverja þúsund íbúa. Það er um það bil sami fjöldi og var árið 2012 en árin þar á milli var samdráttur í ávísunum. Aukningin milli áranna 2015 og 2016 var sjö prósent. „Þetta veldur auðvitað talsverðum vonbrigðum enda höfum við verið með nokkurn áróður á móti ofnotkun sýklalyfja,“ segir Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans. „Við höfum verið að nota meira en hin Norðurlöndin. Ef við berum okkur til að mynda saman við Svía erum við að nota nærri tvöfalt meira en þeir og við erum að auka notkun meðan þeir eru að draga hana saman,“ segir Karl. Sé litið til heilbrigðisumdæma hér á landi sést að langminnstu af slíkum lyfjum er ávísað á Vestfjörðum eða 686 ávísanir á hverja 1.000 íbúa. Norðlendingar eru síðan næstir með 794 ávísanir. Nærri tvöfalt fleiri ávísanir eru hins vegar á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu eða rúmlega 1.290 á 1.000 íbúa. Sé litið til sveitarfélaga má sjá að langmestu er ávísað í Garðabæ eða 1.589 ávísanir hverja 1.000 íbúa. Á Akureyri er hlutfallið hins vegar ríflega helmingi lægra. „Það fer örlítið eftir kúltúrnum á hverjum stað fyrir sig. Læknar á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Vestfjörðum hafa yfirleitt notað lítið af sýklalyfjum,“ segir Karl. Að mati Karls er erfitt að fullyrða með vissu hvað býr þar að baki. Læknar á fyrrgreindum svæðum, og þá sérstaklega á Akureyri, hafi sýnt ákveðið aðhald í þessum efnum. Sumir þeirra hafa einnig verið lengi á svæðinu en afleysingalæknar geti oft verið gjarnari á að ávísa lyfjum. Þá hafi aðgengi að læknum sitt að segja. Þar sé ekki svo auðvelt að leita á önnur mið meðan aðgengið er nægt á höfuðborgarsvæðinu. Á síðasta ári hófst verkefni hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæð- inu, í samstarfi við Landlækni, sem miðar að því marki að læknar sem þar starfa geta séð hvar þeir standa í fjölda ávísana miðað við aðra. „Verkefni heilsugæslunnar er metnaðarfullt og ánægjulegt að sjá að menn stefna að því að bæta sig í þessum málum. Stjórnvöld hafa hingað til ekki sett sér nein markmið í þessum efnum og enn ekki er til nein stefna fyrir Ísland. Það er vonandi að þetta verði til þess að slíkt breytist smám saman,“ segir Karl. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Gífurlegur munur er á fjölda sýklalyfjaávísana til barna yngri en fimm ára milli heilbrigðisumdæma. Flestum skömmtum er ávísað á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu en minnstu á Vestfjörðum. Nýjustu tölurnar um sýklalyfjaávísanir eru frá árinu 2016 en þá voru ávísanir til fyrrgreinds aldurshóps 1.202 ávísanir á hverja þúsund íbúa. Það er um það bil sami fjöldi og var árið 2012 en árin þar á milli var samdráttur í ávísunum. Aukningin milli áranna 2015 og 2016 var sjö prósent. „Þetta veldur auðvitað talsverðum vonbrigðum enda höfum við verið með nokkurn áróður á móti ofnotkun sýklalyfja,“ segir Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans. „Við höfum verið að nota meira en hin Norðurlöndin. Ef við berum okkur til að mynda saman við Svía erum við að nota nærri tvöfalt meira en þeir og við erum að auka notkun meðan þeir eru að draga hana saman,“ segir Karl. Sé litið til heilbrigðisumdæma hér á landi sést að langminnstu af slíkum lyfjum er ávísað á Vestfjörðum eða 686 ávísanir á hverja 1.000 íbúa. Norðlendingar eru síðan næstir með 794 ávísanir. Nærri tvöfalt fleiri ávísanir eru hins vegar á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu eða rúmlega 1.290 á 1.000 íbúa. Sé litið til sveitarfélaga má sjá að langmestu er ávísað í Garðabæ eða 1.589 ávísanir hverja 1.000 íbúa. Á Akureyri er hlutfallið hins vegar ríflega helmingi lægra. „Það fer örlítið eftir kúltúrnum á hverjum stað fyrir sig. Læknar á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Vestfjörðum hafa yfirleitt notað lítið af sýklalyfjum,“ segir Karl. Að mati Karls er erfitt að fullyrða með vissu hvað býr þar að baki. Læknar á fyrrgreindum svæðum, og þá sérstaklega á Akureyri, hafi sýnt ákveðið aðhald í þessum efnum. Sumir þeirra hafa einnig verið lengi á svæðinu en afleysingalæknar geti oft verið gjarnari á að ávísa lyfjum. Þá hafi aðgengi að læknum sitt að segja. Þar sé ekki svo auðvelt að leita á önnur mið meðan aðgengið er nægt á höfuðborgarsvæðinu. Á síðasta ári hófst verkefni hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæð- inu, í samstarfi við Landlækni, sem miðar að því marki að læknar sem þar starfa geta séð hvar þeir standa í fjölda ávísana miðað við aðra. „Verkefni heilsugæslunnar er metnaðarfullt og ánægjulegt að sjá að menn stefna að því að bæta sig í þessum málum. Stjórnvöld hafa hingað til ekki sett sér nein markmið í þessum efnum og enn ekki er til nein stefna fyrir Ísland. Það er vonandi að þetta verði til þess að slíkt breytist smám saman,“ segir Karl.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira