Segir að bjarga þurfi stórmerkilegri stúku Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 31. mars 2018 20:30 Í vikunni fór blaðamaður Vísis á stúfana og skoðaði hin ýmsu skúmaskot Laugardalsstúkunnar. Fann hann til að mynda orgel og leirtau - og komst að því að stúkan er í mjög slæmu ásigkomulagi. Í stúkunni var oft líf og fjör fyrir 40-50 árum þegar fólk safnaðist saman á kappleikjum og á sjómannadaginn til að mynda. Fyrir nokkrum árum var vinsælt að fara í sólbað á tröppunum en í dag er stranglega bannað að fara upp í stúkuna, enda mikil slysahætta á ferðum þar sem tröppurnar eru farnar að molna. Einar Sveinsson, húsameistari Reykjavíkurborgar, teiknaði laugina og stúkuna sem voru tekin í notkun árið 1966. Stúkan tekur 2.600 manns í sæti. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir stúkuna bera þess vitni að sund á þessum árum hafi verið vinsæl íþrótt til að fylgjast með. „Þetta átti að vera íþróttamannvirki á heimmælikvarða, hannað til að hægt yrði að halda alþjóðleg sundmót. Metnaðurinn var að Laugardalur yrði háborg íslenskrar íþróttamenningar.Pétur Ármannson er afar hrifinn af arkitektúrnum og vonar að stúkan verði ekki látin grotna niður.visir/sigurjónBurðarþolsmeistaraverk Pétur segir arkitektúrinn stórmerkilegan sem beri sterk höfundaeinkenni Einars Sveinssonar, sem hafði mikla þekkingu á burðarþolsfræði, og bendir því til vitnis á fínlegar súlur og bita sem bera uppi óvenju létt og svífandi þakið. „Sem minnir á þjón berandi bakka á veitingahúsi. Ótrúlega falleg konstrúksjón.“ Í svari frá Reykjavíkurborg segir að á jarðhæðinni sé aðstaða fyrir starfsmenn og sjórnstöð Orkuveitunnar. Rýmin á efri hæð hafi verið nýtt sem geymslur í gegnum tíðina. Viðhald hafi verið lítið sem ekkert síðustu ár enda hafi viðhaldsfé verið varið í mannvirki sem séu í fullri notkun. Pétur segir mikilvægt að sinna viðhaldi enda margfaldist tjónið hratt þegar skemmdir eru orðnar svo miklar. „Þetta er bygging sem enginn myndi vilja sjá að hyrfi héðan. Þetta er eitt af kennileitum hverfisins.“ Ýmsar hugmyndir hafa heyrst um notagildi stúkunnar, hafa líkamsræktarstöð á neðri hæðinni. Kaffihús, ölstofu, leiksvæði og verslanir í litlum rýmum á efri hæðinni. „Og svo er aftur með pallana,“ segir Pétur. „Það er erfiðara að finna þeim hlutverk. Kannski mætti vera þarna sólarsellur eða sólarorkuver, mér dettur það svona í hug.“ Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Leyndardómar Laugardalsstúku Í stúkunni við Laugardalslaug er að finna dularfull skúmaskot og leyndardómsfulla hluti. 27. mars 2018 09:15 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Í vikunni fór blaðamaður Vísis á stúfana og skoðaði hin ýmsu skúmaskot Laugardalsstúkunnar. Fann hann til að mynda orgel og leirtau - og komst að því að stúkan er í mjög slæmu ásigkomulagi. Í stúkunni var oft líf og fjör fyrir 40-50 árum þegar fólk safnaðist saman á kappleikjum og á sjómannadaginn til að mynda. Fyrir nokkrum árum var vinsælt að fara í sólbað á tröppunum en í dag er stranglega bannað að fara upp í stúkuna, enda mikil slysahætta á ferðum þar sem tröppurnar eru farnar að molna. Einar Sveinsson, húsameistari Reykjavíkurborgar, teiknaði laugina og stúkuna sem voru tekin í notkun árið 1966. Stúkan tekur 2.600 manns í sæti. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir stúkuna bera þess vitni að sund á þessum árum hafi verið vinsæl íþrótt til að fylgjast með. „Þetta átti að vera íþróttamannvirki á heimmælikvarða, hannað til að hægt yrði að halda alþjóðleg sundmót. Metnaðurinn var að Laugardalur yrði háborg íslenskrar íþróttamenningar.Pétur Ármannson er afar hrifinn af arkitektúrnum og vonar að stúkan verði ekki látin grotna niður.visir/sigurjónBurðarþolsmeistaraverk Pétur segir arkitektúrinn stórmerkilegan sem beri sterk höfundaeinkenni Einars Sveinssonar, sem hafði mikla þekkingu á burðarþolsfræði, og bendir því til vitnis á fínlegar súlur og bita sem bera uppi óvenju létt og svífandi þakið. „Sem minnir á þjón berandi bakka á veitingahúsi. Ótrúlega falleg konstrúksjón.“ Í svari frá Reykjavíkurborg segir að á jarðhæðinni sé aðstaða fyrir starfsmenn og sjórnstöð Orkuveitunnar. Rýmin á efri hæð hafi verið nýtt sem geymslur í gegnum tíðina. Viðhald hafi verið lítið sem ekkert síðustu ár enda hafi viðhaldsfé verið varið í mannvirki sem séu í fullri notkun. Pétur segir mikilvægt að sinna viðhaldi enda margfaldist tjónið hratt þegar skemmdir eru orðnar svo miklar. „Þetta er bygging sem enginn myndi vilja sjá að hyrfi héðan. Þetta er eitt af kennileitum hverfisins.“ Ýmsar hugmyndir hafa heyrst um notagildi stúkunnar, hafa líkamsræktarstöð á neðri hæðinni. Kaffihús, ölstofu, leiksvæði og verslanir í litlum rýmum á efri hæðinni. „Og svo er aftur með pallana,“ segir Pétur. „Það er erfiðara að finna þeim hlutverk. Kannski mætti vera þarna sólarsellur eða sólarorkuver, mér dettur það svona í hug.“
Reykjavík Sundlaugar Tengdar fréttir Leyndardómar Laugardalsstúku Í stúkunni við Laugardalslaug er að finna dularfull skúmaskot og leyndardómsfulla hluti. 27. mars 2018 09:15 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Leyndardómar Laugardalsstúku Í stúkunni við Laugardalslaug er að finna dularfull skúmaskot og leyndardómsfulla hluti. 27. mars 2018 09:15