Fordæmi Hawkings Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. mars 2018 07:00 „Við okkur blasir framandi heimur. […] Hvert er eðli alheimsins? Hvert er hlutskipti okkar í alheiminum og hver er uppruni hans og okkar? Af hverju er alheimurinn eins og hann er?“ Þetta voru hugleiðingar Stephens Hawking í lokakafla stórvirkisins Stutt saga tímans árið 1988. Hawking lést í síðustu viku, þann 14. mars, 76 ára að aldri. Hann skilur eftir sig risavaxið tómarúm í heimi eðlisfræðinnar og um leið áminningu um það hvernig við getum mætt erfiðleikum og áskorunum með áræði og jákvæðni að leiðarljósi. Framlag Hawkings til heimsfræðanna er umfangsmikið og margþætt. Viðfangsefni hans voru öfgafyllstu birtingarmyndir náttúrunnar. Hann sýndi fram á hvernig svarthol myndast út frá ofurþéttum sérstöðupunkti – kjarna dauðrar sólstjörnu – og hvernig svarthol eru í raun gosbrunnar geislunar og munu, eins og allt annað, lúta í lægra haldi fyrir óreiðunni og hverfa. Sú vísindavinna sem Hawking skilur eftir sig er flókin og jafnvel fráhrindandi en rétt eins og forverar hans, eins og Albert Einstein og Richard Feynman, þá hafði hann einstakt lag á að útskýra margslungin vísindi á mannamáli. Hawking varð helsti vísindamiðlari sinnar kynslóðar. Ómögulegt er að aðskilja Hawking frá þeim veikindum sem einkenndu fullorðinsár hans. Hann var rétt rúmlega tvítugur þegar hann greindist með ólæknandi og banvænan taugahrörnunarsjúkdóm, svokallaðan ALS-sjúkdóm sem er algengasta birtingarmynd MND. Þvert á spár lifði hann í rúma fimm áratugi, þó hann hafi um tíma verið meiri vél en maður, eins og einn ævisöguritari komst að orði. Þannig eru vísindi Hawkings mikilfengleg í tvennum skilningi. Þau skyggnast inn í leyndardóma og uppruna alheimsins, en frá sjónarhorni einstaklings sem gat aðeins tjáð sig með litlum vöðvakippum í fingri eða auga. Hvernig minnumst við Stephens Hawking? Við minnumst hans með því að afskrifa engan, sama hversu vonlaust ástand viðkomandi er, því eftir Hawking vitum við endanlega að hugurinn er hafinn yfir efni. Og við minnumst hans með því að halda áfram að spyrja erfiðra, jafnvel barnalegra, spurninga. Hvert er hlutskipti okkar í alheiminum, hver er uppruni hans og okkar? Af hverju eru hlutirnir eins og þeir eru? Á annan og ögn óhlutbundnari máta sýndi Hawking fram á mikilvægi þess að viðhalda þeim kerfum sem við styðjumst við, þó svo að hrun þeirra sé óumflýjanlegt með tímanum. Rétt eins og Hawking barðist gegn lögmáli óreiðunnar með því að forða vöðvum sínum frá visnun með hreyfingu, þá megum við ekki sofna á verðinum og leyfa óreiðunni að taka völd. Það þarf átak til að halda kerfunum við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
„Við okkur blasir framandi heimur. […] Hvert er eðli alheimsins? Hvert er hlutskipti okkar í alheiminum og hver er uppruni hans og okkar? Af hverju er alheimurinn eins og hann er?“ Þetta voru hugleiðingar Stephens Hawking í lokakafla stórvirkisins Stutt saga tímans árið 1988. Hawking lést í síðustu viku, þann 14. mars, 76 ára að aldri. Hann skilur eftir sig risavaxið tómarúm í heimi eðlisfræðinnar og um leið áminningu um það hvernig við getum mætt erfiðleikum og áskorunum með áræði og jákvæðni að leiðarljósi. Framlag Hawkings til heimsfræðanna er umfangsmikið og margþætt. Viðfangsefni hans voru öfgafyllstu birtingarmyndir náttúrunnar. Hann sýndi fram á hvernig svarthol myndast út frá ofurþéttum sérstöðupunkti – kjarna dauðrar sólstjörnu – og hvernig svarthol eru í raun gosbrunnar geislunar og munu, eins og allt annað, lúta í lægra haldi fyrir óreiðunni og hverfa. Sú vísindavinna sem Hawking skilur eftir sig er flókin og jafnvel fráhrindandi en rétt eins og forverar hans, eins og Albert Einstein og Richard Feynman, þá hafði hann einstakt lag á að útskýra margslungin vísindi á mannamáli. Hawking varð helsti vísindamiðlari sinnar kynslóðar. Ómögulegt er að aðskilja Hawking frá þeim veikindum sem einkenndu fullorðinsár hans. Hann var rétt rúmlega tvítugur þegar hann greindist með ólæknandi og banvænan taugahrörnunarsjúkdóm, svokallaðan ALS-sjúkdóm sem er algengasta birtingarmynd MND. Þvert á spár lifði hann í rúma fimm áratugi, þó hann hafi um tíma verið meiri vél en maður, eins og einn ævisöguritari komst að orði. Þannig eru vísindi Hawkings mikilfengleg í tvennum skilningi. Þau skyggnast inn í leyndardóma og uppruna alheimsins, en frá sjónarhorni einstaklings sem gat aðeins tjáð sig með litlum vöðvakippum í fingri eða auga. Hvernig minnumst við Stephens Hawking? Við minnumst hans með því að afskrifa engan, sama hversu vonlaust ástand viðkomandi er, því eftir Hawking vitum við endanlega að hugurinn er hafinn yfir efni. Og við minnumst hans með því að halda áfram að spyrja erfiðra, jafnvel barnalegra, spurninga. Hvert er hlutskipti okkar í alheiminum, hver er uppruni hans og okkar? Af hverju eru hlutirnir eins og þeir eru? Á annan og ögn óhlutbundnari máta sýndi Hawking fram á mikilvægi þess að viðhalda þeim kerfum sem við styðjumst við, þó svo að hrun þeirra sé óumflýjanlegt með tímanum. Rétt eins og Hawking barðist gegn lögmáli óreiðunnar með því að forða vöðvum sínum frá visnun með hreyfingu, þá megum við ekki sofna á verðinum og leyfa óreiðunni að taka völd. Það þarf átak til að halda kerfunum við.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun