„Hættið að verja þennan ósóma“ Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2018 14:01 Páll Magnússon telur Braga Pál ekki húsum hæfan en Ingibjörg Dögg og Jón Trausti verja sinn mann. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon alþingismaður hefur krafið forsvarsmenn Stundarinnar um afsökunarbeiðni vegna skrifa Braga Páls Sigurðarsonar. Átökum milli ritstjóra Stundarinnar og Páls Magnússonar alþingismanns, sem Vísir fjallaði um í gær, er hvergi nærri lokið. Talsverðar væringar hafa risið vegna umdeildra pistlaskrifa Braga Páls sem stundin birti í tengslum við Landsfund Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var um síðustu helgi. Pistillinn heitir „Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018“ og hefur farið mjög fyrir brjóstið á Sjálfstæðismönnum, enda er hvergi skafið af því í hreinni og klárri andúð á þeim flokk í skrifunum. Vísir greindi frá viðbrögðum Páls vegna pistilsins, og í gærkvöldi tjáði svo Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, um fúkyrðaflaum sem dunið hefur á Stundinni, meðal annars á vegg Páls.Ingibjörg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar Stundarinnar.Vísir/ErnirHættið að verja þennan ósóma Páll skrifaði annan status vegna málsins í morgun þar sem hann vísar til talsverðra umræðna sem sköpuðust á síðu sinni í gær. „Talsverðar umræður sköpuðust hér á síðunni minni í gær vegna færslu sem ég skrifaði um ótrúlega níðgrein sem birtist í Stundinni um Landsfund Sjálfstæðismanna. Á umræðuþræðinum var helst að skilja á talsmönnum Stundarinnar að viðkomandi pistlahöfundur hefði verið á eigin vegum að skrifa etta og ritstjórn Stundarinnar óviðkomandi. Ég hef nú fengið staðfest að ritstjóri Stundarinnar, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, tilkynnti sjálf að Bragi Páll Sigurðarson myndi mæta á fundinn "fyrir hönd Stundarinnar". Ég segi því enn við forráðamenn Stundarinnar: Hættið að verja þennan ósóma; axlið ábyrgð ykkar og biðjist afsökunar.“ Páll bætir því svo við að hann vilji biðja þá sem taki til máls gæti orða sinna og almennra mannasiða. „Sumt af því sem fólk sagði í framhaldi af færslu minni í gær vil ég ekki sjá á minni síðu“.Bragi Páll skrifar pistla á vef Stundarinnar hvar hann starfaði áður sem blaðamaður.Vísir/ErnirHvenær drepur ber maður ábyrgð... Jón Trausti Reynisson, hinn ritstjóri Stundarinnar, svarar Páli á síðu hans og ekki er að sjá að hann ætli að biðjast afsökunar á einu né neinu. Hann ítrekar að Bragi Páll sé sjálfstæður pistlahöfundur, en ekki hluti ritstjórnar Stundarinnar. Hann fékk frjálsar hendur, sem beitt ljóðskáld og pistlahöfundur, að skrifa ádeilugrein um landsfund „helsta valdaflokks íslensks samfélags, og vitnaði þar með háðskum og greinilega umdeildum hætti í umtöluð hneykslismál flokksins,“ skrifar Jón Trausti. Og vill þá meina að Páll sé ekki samkvæmur sjálfum sér. „Þú hefur haft umburðarlyndi fyrir mörgu misjöfnu, og jafnvel talið umræðu um þessi hneykslismál - leynd yfir veitingu uppreistar æru kynferðisbrotamanna - vera „garg“ og meðal annars sagt að það sé „út í hött“ að dómsmálaráðherra segi af sér eftir lögbrot við skipan dómara. Nú ber hins vegar svo við að þú vilt að við „öxlum ábyrgð okkar“ vegna háðsgreinarinnar,“ segir Jón Trausti.Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmMisnotkun á aðstæðum öðrum til tjóns Jón Trausti segir að fúkyrðaflaumurinn í garð Stundarinnar, sem Páll kallaði „endaþarm“ hafi verið yfirgengilegur og ljóst að töluverð heift sé í garð Stundarinnar úr þeim ranni, en Sjálfstæðismenn þurfi auðvitað líka að þola að við þeim sé stuggað. „Það er umhugsunarvert ef við með einhverjum hætti ýtum undir slíkt framferði. Öllum er hollt að líta í eigin barm, og mér þykir sannarlega leitt ef almennir landsfundargestir hafa tekið til sín ummæli úr háðsádeilu um flokkinn, þar sem greininni var ætlað að beinast að flokknum sem valdaafli, beitingu hans á valdi og svo þeim sem sannarlega hafa misgjört og misnotað aðstæður sínar öðrum til tjóns,“ segir Jón Trausti og ljóst að ekki sér til lands í þeim ýfingunum. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar furðar sig á málflutningi Páls Magnússonar Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, kemur pistlahöfundi miðilsins, Braga Páli Sigurðssyni, til varnar á Facebook-síðu sinni. 19. mars 2018 23:06 „Meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni“ Páll Magnússon furðar sig á umdeildum pistli Braga Páls Sigurðssonar. 19. mars 2018 13:21 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Páll Magnússon alþingismaður hefur krafið forsvarsmenn Stundarinnar um afsökunarbeiðni vegna skrifa Braga Páls Sigurðarsonar. Átökum milli ritstjóra Stundarinnar og Páls Magnússonar alþingismanns, sem Vísir fjallaði um í gær, er hvergi nærri lokið. Talsverðar væringar hafa risið vegna umdeildra pistlaskrifa Braga Páls sem stundin birti í tengslum við Landsfund Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var um síðustu helgi. Pistillinn heitir „Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018“ og hefur farið mjög fyrir brjóstið á Sjálfstæðismönnum, enda er hvergi skafið af því í hreinni og klárri andúð á þeim flokk í skrifunum. Vísir greindi frá viðbrögðum Páls vegna pistilsins, og í gærkvöldi tjáði svo Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, um fúkyrðaflaum sem dunið hefur á Stundinni, meðal annars á vegg Páls.Ingibjörg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar Stundarinnar.Vísir/ErnirHættið að verja þennan ósóma Páll skrifaði annan status vegna málsins í morgun þar sem hann vísar til talsverðra umræðna sem sköpuðust á síðu sinni í gær. „Talsverðar umræður sköpuðust hér á síðunni minni í gær vegna færslu sem ég skrifaði um ótrúlega níðgrein sem birtist í Stundinni um Landsfund Sjálfstæðismanna. Á umræðuþræðinum var helst að skilja á talsmönnum Stundarinnar að viðkomandi pistlahöfundur hefði verið á eigin vegum að skrifa etta og ritstjórn Stundarinnar óviðkomandi. Ég hef nú fengið staðfest að ritstjóri Stundarinnar, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, tilkynnti sjálf að Bragi Páll Sigurðarson myndi mæta á fundinn "fyrir hönd Stundarinnar". Ég segi því enn við forráðamenn Stundarinnar: Hættið að verja þennan ósóma; axlið ábyrgð ykkar og biðjist afsökunar.“ Páll bætir því svo við að hann vilji biðja þá sem taki til máls gæti orða sinna og almennra mannasiða. „Sumt af því sem fólk sagði í framhaldi af færslu minni í gær vil ég ekki sjá á minni síðu“.Bragi Páll skrifar pistla á vef Stundarinnar hvar hann starfaði áður sem blaðamaður.Vísir/ErnirHvenær drepur ber maður ábyrgð... Jón Trausti Reynisson, hinn ritstjóri Stundarinnar, svarar Páli á síðu hans og ekki er að sjá að hann ætli að biðjast afsökunar á einu né neinu. Hann ítrekar að Bragi Páll sé sjálfstæður pistlahöfundur, en ekki hluti ritstjórnar Stundarinnar. Hann fékk frjálsar hendur, sem beitt ljóðskáld og pistlahöfundur, að skrifa ádeilugrein um landsfund „helsta valdaflokks íslensks samfélags, og vitnaði þar með háðskum og greinilega umdeildum hætti í umtöluð hneykslismál flokksins,“ skrifar Jón Trausti. Og vill þá meina að Páll sé ekki samkvæmur sjálfum sér. „Þú hefur haft umburðarlyndi fyrir mörgu misjöfnu, og jafnvel talið umræðu um þessi hneykslismál - leynd yfir veitingu uppreistar æru kynferðisbrotamanna - vera „garg“ og meðal annars sagt að það sé „út í hött“ að dómsmálaráðherra segi af sér eftir lögbrot við skipan dómara. Nú ber hins vegar svo við að þú vilt að við „öxlum ábyrgð okkar“ vegna háðsgreinarinnar,“ segir Jón Trausti.Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmMisnotkun á aðstæðum öðrum til tjóns Jón Trausti segir að fúkyrðaflaumurinn í garð Stundarinnar, sem Páll kallaði „endaþarm“ hafi verið yfirgengilegur og ljóst að töluverð heift sé í garð Stundarinnar úr þeim ranni, en Sjálfstæðismenn þurfi auðvitað líka að þola að við þeim sé stuggað. „Það er umhugsunarvert ef við með einhverjum hætti ýtum undir slíkt framferði. Öllum er hollt að líta í eigin barm, og mér þykir sannarlega leitt ef almennir landsfundargestir hafa tekið til sín ummæli úr háðsádeilu um flokkinn, þar sem greininni var ætlað að beinast að flokknum sem valdaafli, beitingu hans á valdi og svo þeim sem sannarlega hafa misgjört og misnotað aðstæður sínar öðrum til tjóns,“ segir Jón Trausti og ljóst að ekki sér til lands í þeim ýfingunum.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar furðar sig á málflutningi Páls Magnússonar Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, kemur pistlahöfundi miðilsins, Braga Páli Sigurðssyni, til varnar á Facebook-síðu sinni. 19. mars 2018 23:06 „Meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni“ Páll Magnússon furðar sig á umdeildum pistli Braga Páls Sigurðssonar. 19. mars 2018 13:21 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar furðar sig á málflutningi Páls Magnússonar Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, kemur pistlahöfundi miðilsins, Braga Páli Sigurðssyni, til varnar á Facebook-síðu sinni. 19. mars 2018 23:06
„Meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni“ Páll Magnússon furðar sig á umdeildum pistli Braga Páls Sigurðssonar. 19. mars 2018 13:21
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent