„Hættið að verja þennan ósóma“ Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2018 14:01 Páll Magnússon telur Braga Pál ekki húsum hæfan en Ingibjörg Dögg og Jón Trausti verja sinn mann. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon alþingismaður hefur krafið forsvarsmenn Stundarinnar um afsökunarbeiðni vegna skrifa Braga Páls Sigurðarsonar. Átökum milli ritstjóra Stundarinnar og Páls Magnússonar alþingismanns, sem Vísir fjallaði um í gær, er hvergi nærri lokið. Talsverðar væringar hafa risið vegna umdeildra pistlaskrifa Braga Páls sem stundin birti í tengslum við Landsfund Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var um síðustu helgi. Pistillinn heitir „Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018“ og hefur farið mjög fyrir brjóstið á Sjálfstæðismönnum, enda er hvergi skafið af því í hreinni og klárri andúð á þeim flokk í skrifunum. Vísir greindi frá viðbrögðum Páls vegna pistilsins, og í gærkvöldi tjáði svo Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, um fúkyrðaflaum sem dunið hefur á Stundinni, meðal annars á vegg Páls.Ingibjörg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar Stundarinnar.Vísir/ErnirHættið að verja þennan ósóma Páll skrifaði annan status vegna málsins í morgun þar sem hann vísar til talsverðra umræðna sem sköpuðust á síðu sinni í gær. „Talsverðar umræður sköpuðust hér á síðunni minni í gær vegna færslu sem ég skrifaði um ótrúlega níðgrein sem birtist í Stundinni um Landsfund Sjálfstæðismanna. Á umræðuþræðinum var helst að skilja á talsmönnum Stundarinnar að viðkomandi pistlahöfundur hefði verið á eigin vegum að skrifa etta og ritstjórn Stundarinnar óviðkomandi. Ég hef nú fengið staðfest að ritstjóri Stundarinnar, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, tilkynnti sjálf að Bragi Páll Sigurðarson myndi mæta á fundinn "fyrir hönd Stundarinnar". Ég segi því enn við forráðamenn Stundarinnar: Hættið að verja þennan ósóma; axlið ábyrgð ykkar og biðjist afsökunar.“ Páll bætir því svo við að hann vilji biðja þá sem taki til máls gæti orða sinna og almennra mannasiða. „Sumt af því sem fólk sagði í framhaldi af færslu minni í gær vil ég ekki sjá á minni síðu“.Bragi Páll skrifar pistla á vef Stundarinnar hvar hann starfaði áður sem blaðamaður.Vísir/ErnirHvenær drepur ber maður ábyrgð... Jón Trausti Reynisson, hinn ritstjóri Stundarinnar, svarar Páli á síðu hans og ekki er að sjá að hann ætli að biðjast afsökunar á einu né neinu. Hann ítrekar að Bragi Páll sé sjálfstæður pistlahöfundur, en ekki hluti ritstjórnar Stundarinnar. Hann fékk frjálsar hendur, sem beitt ljóðskáld og pistlahöfundur, að skrifa ádeilugrein um landsfund „helsta valdaflokks íslensks samfélags, og vitnaði þar með háðskum og greinilega umdeildum hætti í umtöluð hneykslismál flokksins,“ skrifar Jón Trausti. Og vill þá meina að Páll sé ekki samkvæmur sjálfum sér. „Þú hefur haft umburðarlyndi fyrir mörgu misjöfnu, og jafnvel talið umræðu um þessi hneykslismál - leynd yfir veitingu uppreistar æru kynferðisbrotamanna - vera „garg“ og meðal annars sagt að það sé „út í hött“ að dómsmálaráðherra segi af sér eftir lögbrot við skipan dómara. Nú ber hins vegar svo við að þú vilt að við „öxlum ábyrgð okkar“ vegna háðsgreinarinnar,“ segir Jón Trausti.Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmMisnotkun á aðstæðum öðrum til tjóns Jón Trausti segir að fúkyrðaflaumurinn í garð Stundarinnar, sem Páll kallaði „endaþarm“ hafi verið yfirgengilegur og ljóst að töluverð heift sé í garð Stundarinnar úr þeim ranni, en Sjálfstæðismenn þurfi auðvitað líka að þola að við þeim sé stuggað. „Það er umhugsunarvert ef við með einhverjum hætti ýtum undir slíkt framferði. Öllum er hollt að líta í eigin barm, og mér þykir sannarlega leitt ef almennir landsfundargestir hafa tekið til sín ummæli úr háðsádeilu um flokkinn, þar sem greininni var ætlað að beinast að flokknum sem valdaafli, beitingu hans á valdi og svo þeim sem sannarlega hafa misgjört og misnotað aðstæður sínar öðrum til tjóns,“ segir Jón Trausti og ljóst að ekki sér til lands í þeim ýfingunum. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar furðar sig á málflutningi Páls Magnússonar Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, kemur pistlahöfundi miðilsins, Braga Páli Sigurðssyni, til varnar á Facebook-síðu sinni. 19. mars 2018 23:06 „Meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni“ Páll Magnússon furðar sig á umdeildum pistli Braga Páls Sigurðssonar. 19. mars 2018 13:21 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Páll Magnússon alþingismaður hefur krafið forsvarsmenn Stundarinnar um afsökunarbeiðni vegna skrifa Braga Páls Sigurðarsonar. Átökum milli ritstjóra Stundarinnar og Páls Magnússonar alþingismanns, sem Vísir fjallaði um í gær, er hvergi nærri lokið. Talsverðar væringar hafa risið vegna umdeildra pistlaskrifa Braga Páls sem stundin birti í tengslum við Landsfund Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var um síðustu helgi. Pistillinn heitir „Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018“ og hefur farið mjög fyrir brjóstið á Sjálfstæðismönnum, enda er hvergi skafið af því í hreinni og klárri andúð á þeim flokk í skrifunum. Vísir greindi frá viðbrögðum Páls vegna pistilsins, og í gærkvöldi tjáði svo Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Stundarinnar, um fúkyrðaflaum sem dunið hefur á Stundinni, meðal annars á vegg Páls.Ingibjörg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar Stundarinnar.Vísir/ErnirHættið að verja þennan ósóma Páll skrifaði annan status vegna málsins í morgun þar sem hann vísar til talsverðra umræðna sem sköpuðust á síðu sinni í gær. „Talsverðar umræður sköpuðust hér á síðunni minni í gær vegna færslu sem ég skrifaði um ótrúlega níðgrein sem birtist í Stundinni um Landsfund Sjálfstæðismanna. Á umræðuþræðinum var helst að skilja á talsmönnum Stundarinnar að viðkomandi pistlahöfundur hefði verið á eigin vegum að skrifa etta og ritstjórn Stundarinnar óviðkomandi. Ég hef nú fengið staðfest að ritstjóri Stundarinnar, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, tilkynnti sjálf að Bragi Páll Sigurðarson myndi mæta á fundinn "fyrir hönd Stundarinnar". Ég segi því enn við forráðamenn Stundarinnar: Hættið að verja þennan ósóma; axlið ábyrgð ykkar og biðjist afsökunar.“ Páll bætir því svo við að hann vilji biðja þá sem taki til máls gæti orða sinna og almennra mannasiða. „Sumt af því sem fólk sagði í framhaldi af færslu minni í gær vil ég ekki sjá á minni síðu“.Bragi Páll skrifar pistla á vef Stundarinnar hvar hann starfaði áður sem blaðamaður.Vísir/ErnirHvenær drepur ber maður ábyrgð... Jón Trausti Reynisson, hinn ritstjóri Stundarinnar, svarar Páli á síðu hans og ekki er að sjá að hann ætli að biðjast afsökunar á einu né neinu. Hann ítrekar að Bragi Páll sé sjálfstæður pistlahöfundur, en ekki hluti ritstjórnar Stundarinnar. Hann fékk frjálsar hendur, sem beitt ljóðskáld og pistlahöfundur, að skrifa ádeilugrein um landsfund „helsta valdaflokks íslensks samfélags, og vitnaði þar með háðskum og greinilega umdeildum hætti í umtöluð hneykslismál flokksins,“ skrifar Jón Trausti. Og vill þá meina að Páll sé ekki samkvæmur sjálfum sér. „Þú hefur haft umburðarlyndi fyrir mörgu misjöfnu, og jafnvel talið umræðu um þessi hneykslismál - leynd yfir veitingu uppreistar æru kynferðisbrotamanna - vera „garg“ og meðal annars sagt að það sé „út í hött“ að dómsmálaráðherra segi af sér eftir lögbrot við skipan dómara. Nú ber hins vegar svo við að þú vilt að við „öxlum ábyrgð okkar“ vegna háðsgreinarinnar,“ segir Jón Trausti.Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmMisnotkun á aðstæðum öðrum til tjóns Jón Trausti segir að fúkyrðaflaumurinn í garð Stundarinnar, sem Páll kallaði „endaþarm“ hafi verið yfirgengilegur og ljóst að töluverð heift sé í garð Stundarinnar úr þeim ranni, en Sjálfstæðismenn þurfi auðvitað líka að þola að við þeim sé stuggað. „Það er umhugsunarvert ef við með einhverjum hætti ýtum undir slíkt framferði. Öllum er hollt að líta í eigin barm, og mér þykir sannarlega leitt ef almennir landsfundargestir hafa tekið til sín ummæli úr háðsádeilu um flokkinn, þar sem greininni var ætlað að beinast að flokknum sem valdaafli, beitingu hans á valdi og svo þeim sem sannarlega hafa misgjört og misnotað aðstæður sínar öðrum til tjóns,“ segir Jón Trausti og ljóst að ekki sér til lands í þeim ýfingunum.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar furðar sig á málflutningi Páls Magnússonar Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, kemur pistlahöfundi miðilsins, Braga Páli Sigurðssyni, til varnar á Facebook-síðu sinni. 19. mars 2018 23:06 „Meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni“ Páll Magnússon furðar sig á umdeildum pistli Braga Páls Sigurðssonar. 19. mars 2018 13:21 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar furðar sig á málflutningi Páls Magnússonar Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, kemur pistlahöfundi miðilsins, Braga Páli Sigurðssyni, til varnar á Facebook-síðu sinni. 19. mars 2018 23:06
„Meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni“ Páll Magnússon furðar sig á umdeildum pistli Braga Páls Sigurðssonar. 19. mars 2018 13:21