Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2018 20:45 Alexander Nix, framkvæmdastjóri CA, er meðal annars sakaður um að hafa logið að breskri þingnefnd þegar hann sagði fyrirtækið ekki nota gögn frá Facebook. Vísir/AFP Stjórn breska greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica hefur vikið Alexander Nix, forstjóra þess, tímabundið úr starfi á meðan óháð rannsókn fer fram á ásökunum gegn fyrirtækinu og Nix. Fyrirtækið varð uppvíst að því að nota illa fengnar persónuupplýsingar af Facebook og birtar hafa verið leynilegar upptökur af Nix tala um ólögleg meðul í erlendum kosningum. Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 birti í gær og í dag upptökur sem fréttamaður sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur gerði af samtölum sínum við Nix og annan stjórnanda Cambridge Analytica (CA). Á þeim heyrast þeir meðal annars lýsa því hvernig fyrirtækið hafi á laun reynt að hafa áhrif á kosningar í fjölda landa, meðal annars í gegnum skúffufyrirtæki og undirverktaka til að fela spor sín. Fyrirtækið geti einnig leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Í yfirlýsingu stjórnar CA kemur fram að ummæli Nix á upptökunum samræmist ekki gildum fyrirtækisins. Tímabundin brottvikning hans sé til marks um hversu alvarlega stjórnin líti málið.Tók heiður af kjöri TrumpÍ kvöld var birt upptaka þar sem Nix stærði sig af því að hafa tryggt kjör Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta árið 2016, að því er kemur fram í frétt The Guardian. CA vann fyrir framboð hans og Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Trump og kosningastjóri, var eitt sinn varaforseti fyrirtækisins. Robert Mercer, bandarískur milljarðarmæringur og mikilvægur fjárhagslegur bakhjarl repúblikana í Bandaríkjunum, fjárfesti meðal annars milljónir dollara í fyrirtækinu. „Við gerðum allar rannsóknirnar, alla gagnavinnsluna, alla greininguna, völdum alla markhópana, við stjórnuðum allri stafrænu herferðinni, sjónvarpsherferðinni og gögnin okkar voru grundvöllur allra áætlana,“ segir Nix á einni upptökunni. Ljóstrað var upp um notkun CA á persónuupplýsingum um fimmtíu milljón notenda Facebook sem fengnar voru með óheimilum hætti fyrir helgi. Donald Trump Tengdar fréttir Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00 Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Stjórn breska greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica hefur vikið Alexander Nix, forstjóra þess, tímabundið úr starfi á meðan óháð rannsókn fer fram á ásökunum gegn fyrirtækinu og Nix. Fyrirtækið varð uppvíst að því að nota illa fengnar persónuupplýsingar af Facebook og birtar hafa verið leynilegar upptökur af Nix tala um ólögleg meðul í erlendum kosningum. Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 birti í gær og í dag upptökur sem fréttamaður sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur gerði af samtölum sínum við Nix og annan stjórnanda Cambridge Analytica (CA). Á þeim heyrast þeir meðal annars lýsa því hvernig fyrirtækið hafi á laun reynt að hafa áhrif á kosningar í fjölda landa, meðal annars í gegnum skúffufyrirtæki og undirverktaka til að fela spor sín. Fyrirtækið geti einnig leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Í yfirlýsingu stjórnar CA kemur fram að ummæli Nix á upptökunum samræmist ekki gildum fyrirtækisins. Tímabundin brottvikning hans sé til marks um hversu alvarlega stjórnin líti málið.Tók heiður af kjöri TrumpÍ kvöld var birt upptaka þar sem Nix stærði sig af því að hafa tryggt kjör Donalds Trump sem Bandaríkjaforseta árið 2016, að því er kemur fram í frétt The Guardian. CA vann fyrir framboð hans og Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Trump og kosningastjóri, var eitt sinn varaforseti fyrirtækisins. Robert Mercer, bandarískur milljarðarmæringur og mikilvægur fjárhagslegur bakhjarl repúblikana í Bandaríkjunum, fjárfesti meðal annars milljónir dollara í fyrirtækinu. „Við gerðum allar rannsóknirnar, alla gagnavinnsluna, alla greininguna, völdum alla markhópana, við stjórnuðum allri stafrænu herferðinni, sjónvarpsherferðinni og gögnin okkar voru grundvöllur allra áætlana,“ segir Nix á einni upptökunni. Ljóstrað var upp um notkun CA á persónuupplýsingum um fimmtíu milljón notenda Facebook sem fengnar voru með óheimilum hætti fyrir helgi.
Donald Trump Tengdar fréttir Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00 Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu. 20. mars 2018 19:00
Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45