Sýknaðir af því að velta kyrrstæðum bíl í „múgæsingu“ eftir sigur Íslands á Englandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. mars 2018 09:29 Mikil gleði braust út á Selfossi eftir sigur Íslands á Englandi á EM 2016. Vísir/Ernir Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo karlmenn af því að stofnað lífi og heilsu ökumanns og farþega í hættu með því að hafa velt kyrrstæðum bíl á hliðina að kvöldi mánudagsins 27. júní 2016. Atvikið átti sér stað fyrir utan Kaffi Selfoss á Selfossi í fagnaðarlátum eftir frækinn sigur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á Englandi á EM í Frakklandi. Í skýrslu lögreglu segir að hún hafi verið kölluð út vegna slagsmála við Kaffi Selfoss, jafnframt var tilkynnt að búið væri að velta þar bíl á hliðina. Við þetta slösuðust ökumaður og farþegi bílsins. Tveir menn voru ákærðir fyrir að hafa velt bifreiðinni. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði annar maðurinn að „þarna hafi verið múgæsing og þetta hafi verið mjög furðuleg lífsreynsla“. Við aðalmeðferð sagðist annar sakborningurninn hafa verið að horfa á landsleik í knattspyrnu og í kringum það hafi verið mikil gleði. Eftir leik gekk hann út af Hótel Selfossi ásamt hópi fólks. Var hann þar með bróður ökumanns bílsins sem fór á hliðina. Sagði hann að bróðirinn hafi ætlað sér að gera grín „í systur sinni sem væri inni í bifreiðinni“ með því að taka undir bílinn á annarri hliðinni og reyna að lyfta honum. Mikið hafi verið hlegið en þegar fleira fólk bættist í hópinn og hjól bílsins hafi farið að lyftast sagðist annar sakborningurinn hafa dregið sig í hlé. Sagðist hann ekki hafa tekið þátt í að velta bílnum, enda væri það honum illmögulegt eftir vinnuslys fyrir nokkrum árum.Ósannað að þeir hafi velt bílnumHinn sakborningurinn bar því við að enginn ásetningur hafi verið að skemma bílinn eða valda líkamstjóni. Þegar hann og bróðir ökumannsins hafi orðið þess áskynja að bíllinn gæti farið á hliðina hafi þeir farið að toga á móti, til þess að koma bílnum aftur niður.Fleiri voru hins vegar að ýta á móti og að lokum kom ónafngreindur einstaklingur sem náði góðu taki og velti bílnum endanlega.Ökumaður og farþegi bílsins gátu hvorugt sagt til um það hvort að hinir ákærðu hefðu átt þátt í því að velta bílnum, sem og önnur vitni í málinu.Var niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands að það væri ósannað að hinir ákærðu hafi haft ásetning til að velta bílnum á hliðina og jafnframt að þeir hafi átt þátt í því að hún valt á hliðina. Þá væri einnig ósannað með öllu að ákærðu hafi haft ásetning til að stofna lífi eða heilsu C og D í augljósan háska af gáska og á ófyrirleitinn hátt.Voru þeir því sýknaðir af ákæru um að hafa stofnað lífi og heilsu ökumannsins í háska með því að hafa velt bílnum. Dómsmál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo karlmenn af því að stofnað lífi og heilsu ökumanns og farþega í hættu með því að hafa velt kyrrstæðum bíl á hliðina að kvöldi mánudagsins 27. júní 2016. Atvikið átti sér stað fyrir utan Kaffi Selfoss á Selfossi í fagnaðarlátum eftir frækinn sigur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á Englandi á EM í Frakklandi. Í skýrslu lögreglu segir að hún hafi verið kölluð út vegna slagsmála við Kaffi Selfoss, jafnframt var tilkynnt að búið væri að velta þar bíl á hliðina. Við þetta slösuðust ökumaður og farþegi bílsins. Tveir menn voru ákærðir fyrir að hafa velt bifreiðinni. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði annar maðurinn að „þarna hafi verið múgæsing og þetta hafi verið mjög furðuleg lífsreynsla“. Við aðalmeðferð sagðist annar sakborningurninn hafa verið að horfa á landsleik í knattspyrnu og í kringum það hafi verið mikil gleði. Eftir leik gekk hann út af Hótel Selfossi ásamt hópi fólks. Var hann þar með bróður ökumanns bílsins sem fór á hliðina. Sagði hann að bróðirinn hafi ætlað sér að gera grín „í systur sinni sem væri inni í bifreiðinni“ með því að taka undir bílinn á annarri hliðinni og reyna að lyfta honum. Mikið hafi verið hlegið en þegar fleira fólk bættist í hópinn og hjól bílsins hafi farið að lyftast sagðist annar sakborningurinn hafa dregið sig í hlé. Sagðist hann ekki hafa tekið þátt í að velta bílnum, enda væri það honum illmögulegt eftir vinnuslys fyrir nokkrum árum.Ósannað að þeir hafi velt bílnumHinn sakborningurinn bar því við að enginn ásetningur hafi verið að skemma bílinn eða valda líkamstjóni. Þegar hann og bróðir ökumannsins hafi orðið þess áskynja að bíllinn gæti farið á hliðina hafi þeir farið að toga á móti, til þess að koma bílnum aftur niður.Fleiri voru hins vegar að ýta á móti og að lokum kom ónafngreindur einstaklingur sem náði góðu taki og velti bílnum endanlega.Ökumaður og farþegi bílsins gátu hvorugt sagt til um það hvort að hinir ákærðu hefðu átt þátt í því að velta bílnum, sem og önnur vitni í málinu.Var niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands að það væri ósannað að hinir ákærðu hafi haft ásetning til að velta bílnum á hliðina og jafnframt að þeir hafi átt þátt í því að hún valt á hliðina. Þá væri einnig ósannað með öllu að ákærðu hafi haft ásetning til að stofna lífi eða heilsu C og D í augljósan háska af gáska og á ófyrirleitinn hátt.Voru þeir því sýknaðir af ákæru um að hafa stofnað lífi og heilsu ökumannsins í háska með því að hafa velt bílnum.
Dómsmál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira