Zuckerberg baðst afsökunar á CNN Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. mars 2018 14:01 Mark Zuckerberg. Vísir/Getty Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur beðist afsökunar á því að Cambridge Analytica hafi tekist að hagnýta sér persónuupplýsingar Bandaríkjamanna með ólögmætum hætti í aðdaganda forsetakosninganna 2016. Hann segist tilbúinn að koma fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að svara spurningum um málið sé þess óskað. Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að þaga þunnu hljóði um mál Cambridge Analytica og hvernig fyrirtækið misnotaði skilmála Facebook til að komast yfir persónuupplýsingar um 50 milljónir Bandaríkjamanna. Síðan málið kom upp hafa þurrkast út um 83 milljarðar dollara, jafnvirði rúmlega 8000 milljarða króna, af markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs eða rúmlega þreföld landsframleiðsla Íslands á síðasta ári. Zuckerberg rauf þagnarbindindið í gærkvöldi með stöðuppfærslu á Facebook. Þar rekur hann aðdraganda og sögu málsins og segir að Facebook muni hafa samband við alla sem hefðu þurft að þola að persónuupplýsingar þeirra væru notaðar án samþykkis. I want to share an update on the Cambridge Analytica situation -- including the steps we've already taken and our next... Posted by Mark Zuckerberg on Wednesday, March 21, 2018 Hann segir að miðlun á persónuupplýsingum, sem var safnað með appinu sem forritarinn Alexanderi Kogan þróaði, til fyrirtækisins Cambridge Analytica hafi verið brot á skilmálum Facebook. Zuckerberg segir jafnframt í pistlinum að Facebook skuldi notendum það að tryggja þeim betra gagnaöryggi. Facebook beri þá ábyrgð að vernda upplýsingar notenda og ef fyrirtækið geti það ekki þá verðskuldi það ekki að þjóna notendum miðilsins. Zuckerberg biðst þó ekki afsökunar á neinum mistökum í pistlinum. Í dag birtist síðan viðtal við Zuckerberg á CNN þar sem hann í fyrsta sinn biðst afsökunar á málinu. Í viðtalinu segist Zuckerberg tilbúinn að koma fyrir þingnefnd, eftir atvikum rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til að svara fyrirspurnum um málið en þingmenn í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi hafa farið fram á það. Á einum tímapunkti verður hann meyr í viðtalinu þegar hann ræðir um dætur sínar en hann segir að leiðarstefið í lífi sínu sé að skapa eitthvað sem geti gert dætur hans stoltar af föður sínum. Facebook Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur beðist afsökunar á því að Cambridge Analytica hafi tekist að hagnýta sér persónuupplýsingar Bandaríkjamanna með ólögmætum hætti í aðdaganda forsetakosninganna 2016. Hann segist tilbúinn að koma fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að svara spurningum um málið sé þess óskað. Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að þaga þunnu hljóði um mál Cambridge Analytica og hvernig fyrirtækið misnotaði skilmála Facebook til að komast yfir persónuupplýsingar um 50 milljónir Bandaríkjamanna. Síðan málið kom upp hafa þurrkast út um 83 milljarðar dollara, jafnvirði rúmlega 8000 milljarða króna, af markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs eða rúmlega þreföld landsframleiðsla Íslands á síðasta ári. Zuckerberg rauf þagnarbindindið í gærkvöldi með stöðuppfærslu á Facebook. Þar rekur hann aðdraganda og sögu málsins og segir að Facebook muni hafa samband við alla sem hefðu þurft að þola að persónuupplýsingar þeirra væru notaðar án samþykkis. I want to share an update on the Cambridge Analytica situation -- including the steps we've already taken and our next... Posted by Mark Zuckerberg on Wednesday, March 21, 2018 Hann segir að miðlun á persónuupplýsingum, sem var safnað með appinu sem forritarinn Alexanderi Kogan þróaði, til fyrirtækisins Cambridge Analytica hafi verið brot á skilmálum Facebook. Zuckerberg segir jafnframt í pistlinum að Facebook skuldi notendum það að tryggja þeim betra gagnaöryggi. Facebook beri þá ábyrgð að vernda upplýsingar notenda og ef fyrirtækið geti það ekki þá verðskuldi það ekki að þjóna notendum miðilsins. Zuckerberg biðst þó ekki afsökunar á neinum mistökum í pistlinum. Í dag birtist síðan viðtal við Zuckerberg á CNN þar sem hann í fyrsta sinn biðst afsökunar á málinu. Í viðtalinu segist Zuckerberg tilbúinn að koma fyrir þingnefnd, eftir atvikum rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til að svara fyrirspurnum um málið en þingmenn í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi hafa farið fram á það. Á einum tímapunkti verður hann meyr í viðtalinu þegar hann ræðir um dætur sínar en hann segir að leiðarstefið í lífi sínu sé að skapa eitthvað sem geti gert dætur hans stoltar af föður sínum.
Facebook Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira