Zuckerberg baðst afsökunar á CNN Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. mars 2018 14:01 Mark Zuckerberg. Vísir/Getty Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur beðist afsökunar á því að Cambridge Analytica hafi tekist að hagnýta sér persónuupplýsingar Bandaríkjamanna með ólögmætum hætti í aðdaganda forsetakosninganna 2016. Hann segist tilbúinn að koma fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að svara spurningum um málið sé þess óskað. Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að þaga þunnu hljóði um mál Cambridge Analytica og hvernig fyrirtækið misnotaði skilmála Facebook til að komast yfir persónuupplýsingar um 50 milljónir Bandaríkjamanna. Síðan málið kom upp hafa þurrkast út um 83 milljarðar dollara, jafnvirði rúmlega 8000 milljarða króna, af markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs eða rúmlega þreföld landsframleiðsla Íslands á síðasta ári. Zuckerberg rauf þagnarbindindið í gærkvöldi með stöðuppfærslu á Facebook. Þar rekur hann aðdraganda og sögu málsins og segir að Facebook muni hafa samband við alla sem hefðu þurft að þola að persónuupplýsingar þeirra væru notaðar án samþykkis. I want to share an update on the Cambridge Analytica situation -- including the steps we've already taken and our next... Posted by Mark Zuckerberg on Wednesday, March 21, 2018 Hann segir að miðlun á persónuupplýsingum, sem var safnað með appinu sem forritarinn Alexanderi Kogan þróaði, til fyrirtækisins Cambridge Analytica hafi verið brot á skilmálum Facebook. Zuckerberg segir jafnframt í pistlinum að Facebook skuldi notendum það að tryggja þeim betra gagnaöryggi. Facebook beri þá ábyrgð að vernda upplýsingar notenda og ef fyrirtækið geti það ekki þá verðskuldi það ekki að þjóna notendum miðilsins. Zuckerberg biðst þó ekki afsökunar á neinum mistökum í pistlinum. Í dag birtist síðan viðtal við Zuckerberg á CNN þar sem hann í fyrsta sinn biðst afsökunar á málinu. Í viðtalinu segist Zuckerberg tilbúinn að koma fyrir þingnefnd, eftir atvikum rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til að svara fyrirspurnum um málið en þingmenn í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi hafa farið fram á það. Á einum tímapunkti verður hann meyr í viðtalinu þegar hann ræðir um dætur sínar en hann segir að leiðarstefið í lífi sínu sé að skapa eitthvað sem geti gert dætur hans stoltar af föður sínum. Facebook Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur beðist afsökunar á því að Cambridge Analytica hafi tekist að hagnýta sér persónuupplýsingar Bandaríkjamanna með ólögmætum hætti í aðdaganda forsetakosninganna 2016. Hann segist tilbúinn að koma fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að svara spurningum um málið sé þess óskað. Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að þaga þunnu hljóði um mál Cambridge Analytica og hvernig fyrirtækið misnotaði skilmála Facebook til að komast yfir persónuupplýsingar um 50 milljónir Bandaríkjamanna. Síðan málið kom upp hafa þurrkast út um 83 milljarðar dollara, jafnvirði rúmlega 8000 milljarða króna, af markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs eða rúmlega þreföld landsframleiðsla Íslands á síðasta ári. Zuckerberg rauf þagnarbindindið í gærkvöldi með stöðuppfærslu á Facebook. Þar rekur hann aðdraganda og sögu málsins og segir að Facebook muni hafa samband við alla sem hefðu þurft að þola að persónuupplýsingar þeirra væru notaðar án samþykkis. I want to share an update on the Cambridge Analytica situation -- including the steps we've already taken and our next... Posted by Mark Zuckerberg on Wednesday, March 21, 2018 Hann segir að miðlun á persónuupplýsingum, sem var safnað með appinu sem forritarinn Alexanderi Kogan þróaði, til fyrirtækisins Cambridge Analytica hafi verið brot á skilmálum Facebook. Zuckerberg segir jafnframt í pistlinum að Facebook skuldi notendum það að tryggja þeim betra gagnaöryggi. Facebook beri þá ábyrgð að vernda upplýsingar notenda og ef fyrirtækið geti það ekki þá verðskuldi það ekki að þjóna notendum miðilsins. Zuckerberg biðst þó ekki afsökunar á neinum mistökum í pistlinum. Í dag birtist síðan viðtal við Zuckerberg á CNN þar sem hann í fyrsta sinn biðst afsökunar á málinu. Í viðtalinu segist Zuckerberg tilbúinn að koma fyrir þingnefnd, eftir atvikum rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til að svara fyrirspurnum um málið en þingmenn í bæði Bandaríkjunum og Bretlandi hafa farið fram á það. Á einum tímapunkti verður hann meyr í viðtalinu þegar hann ræðir um dætur sínar en hann segir að leiðarstefið í lífi sínu sé að skapa eitthvað sem geti gert dætur hans stoltar af föður sínum.
Facebook Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira