Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. mars 2018 19:15 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, frestaði nú upp úr klukkan 19 umræðu um frumvarp um frumvarp Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um að kosningaaldur verði 16 ár. Ennþá voru ellefu manns á mælendaskrá og sagði Steingrímur því útséð um að umræðunni myndi ljúka í kvöld og innan þeirra tímamarka sem þingið hafði en það var til klukkan 20 í kvöld. „Forseti telur því rétt að láta nótt sem nemur. Umræðu um 8. dagskrármálið er frestað,“ sagði Steingrímur. Hann sleit svo fundi skömmu síðar en Alþingi er nú komið í páskafrí. Það verða því ekki greidd atkvæði um málið að svo stöddu og verður því að teljast ólíklegt að 16 og 17 ára ungmenni fái að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ýmsir vilja meina að andstæðingar frumvarpsins hafi hreinlega farið í málþóf til að hindra atkvæðagreiðslu um það en á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt það er Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Sagði hún á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld að það væri ótrúlegt ástand á þinginu þar sem þar færi fram málþóf „miðaldra karla úr Sjálfstæðisflokki og Miðflokki til að koma í veg fyrir að meirihluti þings fái að kjósa með lækkun kosningaaldurs, en þetta mál er svo það sé sagt, eitt af þeim málum sem forsætisráðherra hefur sjálf flutt og þannig barist fyrir.“ Rætt var við Andrés Inga í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður hvort um málþóf væri að ræða sagði hann umræðuna mjög einkennilega. „Þetta er allavega mjög einkennileg umræða miðað við það sem á undan er gengið. Ef maður skoðar samsetninguna á þeim sem hafa sig mest í frammi þá mætti alveg segja að afturhaldsöfl þriggja flokka hafi tekið sig til og fyllt mælendaskrána alveg hálfan daginn,“ sagði Andrés Ingi.Fréttin hefur verið uppfærð. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um málið. Alþingi Tengdar fréttir Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, frestaði nú upp úr klukkan 19 umræðu um frumvarp um frumvarp Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um að kosningaaldur verði 16 ár. Ennþá voru ellefu manns á mælendaskrá og sagði Steingrímur því útséð um að umræðunni myndi ljúka í kvöld og innan þeirra tímamarka sem þingið hafði en það var til klukkan 20 í kvöld. „Forseti telur því rétt að láta nótt sem nemur. Umræðu um 8. dagskrármálið er frestað,“ sagði Steingrímur. Hann sleit svo fundi skömmu síðar en Alþingi er nú komið í páskafrí. Það verða því ekki greidd atkvæði um málið að svo stöddu og verður því að teljast ólíklegt að 16 og 17 ára ungmenni fái að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ýmsir vilja meina að andstæðingar frumvarpsins hafi hreinlega farið í málþóf til að hindra atkvæðagreiðslu um það en á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt það er Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Sagði hún á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld að það væri ótrúlegt ástand á þinginu þar sem þar færi fram málþóf „miðaldra karla úr Sjálfstæðisflokki og Miðflokki til að koma í veg fyrir að meirihluti þings fái að kjósa með lækkun kosningaaldurs, en þetta mál er svo það sé sagt, eitt af þeim málum sem forsætisráðherra hefur sjálf flutt og þannig barist fyrir.“ Rætt var við Andrés Inga í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður hvort um málþóf væri að ræða sagði hann umræðuna mjög einkennilega. „Þetta er allavega mjög einkennileg umræða miðað við það sem á undan er gengið. Ef maður skoðar samsetninguna á þeim sem hafa sig mest í frammi þá mætti alveg segja að afturhaldsöfl þriggja flokka hafi tekið sig til og fyllt mælendaskrána alveg hálfan daginn,“ sagði Andrés Ingi.Fréttin hefur verið uppfærð. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um málið.
Alþingi Tengdar fréttir Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00