Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2018 20:16 Lögreglubíll keyrir fram hjá höfuðstöðvum Cambridge Analytica í miðborg London. Vísir/AFP Dómari á Bretlandi hefur veitt þarlendum persónuverndaryfirvöldum heimild til húsleitar á skrifstofum greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica. Greint hefur verið frá því að fyrirtækið hafi notast við persónuupplýsingar tuga milljóna Facebook-notenda sem fengnar voru með óheiðarlegum hætti.The Guardian segir að rannsakendur sækist eftir skrám og gögnum fyrirtækisins. Rannsókn bresku persónuverndarinnar beinit að því hvort að Cambridge Analytica hafi notast við persónuupplýsingar um fimmtíu milljón bandarískra Facebook-notenda sem aflað var í gegnum persónuleikapróf á samfélagsmiðlinum. Þær upplýsingar eru sagðar hafa verið notaðar til þess að sérsníða áróður að kjósendum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. Cambridge Analytica vann þá fyrir framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Fyrirtækið auglýsti sig á þann hátt að það gæti haft áhrif á hegðun fólks með gangagreiningarvinnu sinni. Leynilegar upptökur sem Channel 4-sjónvarpsstöðin birti í vikunni sýndu stjórnendur Cambridge Analytica lýsa því hvernig þeir hefðu unnið í kosningum í fjölda landa um allan heim á laun. Sögðu þeir meðal annars frá því hvernig þeir gætu leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Alexander Nix, forstjóra Cambridge Analytica, var vikið tímabundið frá störfum í vikunni á meðan rannsókn fer fram. Donald Trump Tengdar fréttir Segir netið nýtt til sálfræðihernaðar gegn kjósendum Þingmaður Pírata segir ríki heims hafa brugðist borgurum með allt of veikri persónu- og upplýsingaverndarlöggjöf. Hann segir sálfræðihernað hafa verið stundaðan gegn kjósendum á samfélagsmiðlum. Almannatengill segir ólíklegt að aðferðirnar myndu virka á Íslandi. Íslendingar séu fáir og hér þekki allir alla. 21. mars 2018 08:00 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Dómari á Bretlandi hefur veitt þarlendum persónuverndaryfirvöldum heimild til húsleitar á skrifstofum greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica. Greint hefur verið frá því að fyrirtækið hafi notast við persónuupplýsingar tuga milljóna Facebook-notenda sem fengnar voru með óheiðarlegum hætti.The Guardian segir að rannsakendur sækist eftir skrám og gögnum fyrirtækisins. Rannsókn bresku persónuverndarinnar beinit að því hvort að Cambridge Analytica hafi notast við persónuupplýsingar um fimmtíu milljón bandarískra Facebook-notenda sem aflað var í gegnum persónuleikapróf á samfélagsmiðlinum. Þær upplýsingar eru sagðar hafa verið notaðar til þess að sérsníða áróður að kjósendum í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. Cambridge Analytica vann þá fyrir framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Fyrirtækið auglýsti sig á þann hátt að það gæti haft áhrif á hegðun fólks með gangagreiningarvinnu sinni. Leynilegar upptökur sem Channel 4-sjónvarpsstöðin birti í vikunni sýndu stjórnendur Cambridge Analytica lýsa því hvernig þeir hefðu unnið í kosningum í fjölda landa um allan heim á laun. Sögðu þeir meðal annars frá því hvernig þeir gætu leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Alexander Nix, forstjóra Cambridge Analytica, var vikið tímabundið frá störfum í vikunni á meðan rannsókn fer fram.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir netið nýtt til sálfræðihernaðar gegn kjósendum Þingmaður Pírata segir ríki heims hafa brugðist borgurum með allt of veikri persónu- og upplýsingaverndarlöggjöf. Hann segir sálfræðihernað hafa verið stundaðan gegn kjósendum á samfélagsmiðlum. Almannatengill segir ólíklegt að aðferðirnar myndu virka á Íslandi. Íslendingar séu fáir og hér þekki allir alla. 21. mars 2018 08:00 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45 Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Segir netið nýtt til sálfræðihernaðar gegn kjósendum Þingmaður Pírata segir ríki heims hafa brugðist borgurum með allt of veikri persónu- og upplýsingaverndarlöggjöf. Hann segir sálfræðihernað hafa verið stundaðan gegn kjósendum á samfélagsmiðlum. Almannatengill segir ólíklegt að aðferðirnar myndu virka á Íslandi. Íslendingar séu fáir og hér þekki allir alla. 21. mars 2018 08:00
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45
Greiningarfyrirtæki tengt Trump hnuplaði gögnum um milljónir Fyrirtækinu Cambridge Analytica hefur verið vísað af Facebook og eru sakaðir um að hafa notað persónugögn milljóna manna í pólitískum tilgangi. 17. mars 2018 20:45