Sýna kröfu bandarískra ungmenna um herta byssulöggjöf samstöðu í Reykjavík Sylvía Hall skrifar 24. mars 2018 12:15 Frá Austurvelli. Hersir Aron Ólafsson/Vísir Samstöðuganga verður gengin í Reykjavík í dag til stuðnings mótmæla ungmenna gegn skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna, sem fara fram í Washington-borg í dag. Mótmælin voru skipulögð í kjölfar skotárásar í framhaldsskóla í Flórída 14. febrúar. Búist er við að hundruð þúsunda ungmenna krefjist hertrar skotvopnalöggjafar í Bandaríkjunum í dag. Skipuleggjandi göngunnar missti vinkonu sína í blóðugri skotárás í Las Vegas í október. Gangan í dag fer fram undir yfirskriftinni „Göngum fyrir líf okkar“ [e. March for Our Lives]. Ungmenni frá Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland í Flórída skipulögðu gönguna en þau hafa gerst ötulir talsmenn fyrir hertri skotvopnalöggjöf eftir að sautján skólafélagar og starfsmenn skólans féllu í skotárás fyrrverandi nemanda á Valentínusardag. Átta hundruð samstöðugöngur hafa verið boðaðar víða um heim, þar á meðal í Reykjavík. Á Facebook-síðu göngunnar í Reykjavík segir að Gangan í hún sé haldin til að sýna samstöðu með ástvinum í Bandaríkjunum og fólki um heim allan sem vill koma í veg fyrir frekara byssuofbeldi og tryggja öryggi barna og ástvina. Skipuleggjandi göngunnar á Íslandi, Paula Gould, segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. „Þegar ljóst varð að mótmælin yrðu haldin í Bandaríkjunum fann ég mig knúna til þess að sýna samstöðu og spurðist fyrir í Facebook-hópi Bandaríkjamanna á Íslandi hvort áhugi væri fyrir slíku. Viðbrögðin voru ótrúlega jákvæð og ég ákvað að búa til viðburð í kjölfarið,“ segir hún.Paula Gould, skipuleggjandi göngunnar, ávarpar viðstadda í dag.Hersir Aron Ólafsson/VísirVandamálið ekki svo fjarlægt íslensku samfélagiPaula segir að skipulagning göngunnar hafi staðið yfir nú í tæpan mánuð og hafi stuðningurinn teygt sig víðar. Hún hefur meðal annars notið stuðnings Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hún segir að sá stuðningur hafi verið kærkominn, en hún hafi viljað ná til ungs fólks í tengslum við gönguna. Hún segir ástæðu til að vekja athygli á baráttunni hérlendis, en mikill fjöldi Íslendinga er búsettur í Bandaríkjunum við nám eða vinnu. Vandamálið sé því ekki svo fjarlægt íslensku samfélagi og vísar hún meðal annars til starfsmanna íslenska fyrirtækisins NetApp, sem voru staddir á Mandalay Bay-hótelinu í Las Vegas þegar maður hóf skothríð á tónleikagesti úr glugga hótelsins. Alls létust 59 manns í árásinni. Paula, sem starfaði áður með nokkrum þeirra sem voru staddir á hótelinu, missti einnig kunningjakonu sína í þeirri árás. Hún segir málstaðinn standa nærri hjarta sínu. „Þegar skotárásin í Las Vegas átti sér stað vonaði ég að ég þekkti engan í árásinni, en því miður lét kunningjakona mín lífið í þeirri árás. Í dag þegar ég sé myndbönd frá þeirri árás hugsa ég aðeins um mann og börn sem misstu eiginkonu og móður í árásinni.“ Gangan í Reykjavík hefst kl. 15 í dag. Hún verður farin frá Arnarhóli að Austurvelli. Yvonne Kristín Fulbright, hálfíslenskur fræðimaður, sem upplifði skotárás þegar hún var nemandi við Ríkisháskóla Pennsylvaníu mun halda ávarp þar. Bandaríkin Tengdar fréttir Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Krefja stjórnmálamenn um herta byssulöggjöf í Washington Nemendur við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída, þar sem 17 létust í skotárás á miðvikudag, hafa boðað til kröfugöngu í Washington D.C. 18. febrúar 2018 18:47 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Samstöðuganga verður gengin í Reykjavík í dag til stuðnings mótmæla ungmenna gegn skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna, sem fara fram í Washington-borg í dag. Mótmælin voru skipulögð í kjölfar skotárásar í framhaldsskóla í Flórída 14. febrúar. Búist er við að hundruð þúsunda ungmenna krefjist hertrar skotvopnalöggjafar í Bandaríkjunum í dag. Skipuleggjandi göngunnar missti vinkonu sína í blóðugri skotárás í Las Vegas í október. Gangan í dag fer fram undir yfirskriftinni „Göngum fyrir líf okkar“ [e. March for Our Lives]. Ungmenni frá Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Parkland í Flórída skipulögðu gönguna en þau hafa gerst ötulir talsmenn fyrir hertri skotvopnalöggjöf eftir að sautján skólafélagar og starfsmenn skólans féllu í skotárás fyrrverandi nemanda á Valentínusardag. Átta hundruð samstöðugöngur hafa verið boðaðar víða um heim, þar á meðal í Reykjavík. Á Facebook-síðu göngunnar í Reykjavík segir að Gangan í hún sé haldin til að sýna samstöðu með ástvinum í Bandaríkjunum og fólki um heim allan sem vill koma í veg fyrir frekara byssuofbeldi og tryggja öryggi barna og ástvina. Skipuleggjandi göngunnar á Íslandi, Paula Gould, segist hafa ákveðið að efna til samstöðugöngu þegar hún heyrði af mótmælunum vestanhafs. „Þegar ljóst varð að mótmælin yrðu haldin í Bandaríkjunum fann ég mig knúna til þess að sýna samstöðu og spurðist fyrir í Facebook-hópi Bandaríkjamanna á Íslandi hvort áhugi væri fyrir slíku. Viðbrögðin voru ótrúlega jákvæð og ég ákvað að búa til viðburð í kjölfarið,“ segir hún.Paula Gould, skipuleggjandi göngunnar, ávarpar viðstadda í dag.Hersir Aron Ólafsson/VísirVandamálið ekki svo fjarlægt íslensku samfélagiPaula segir að skipulagning göngunnar hafi staðið yfir nú í tæpan mánuð og hafi stuðningurinn teygt sig víðar. Hún hefur meðal annars notið stuðnings Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hún segir að sá stuðningur hafi verið kærkominn, en hún hafi viljað ná til ungs fólks í tengslum við gönguna. Hún segir ástæðu til að vekja athygli á baráttunni hérlendis, en mikill fjöldi Íslendinga er búsettur í Bandaríkjunum við nám eða vinnu. Vandamálið sé því ekki svo fjarlægt íslensku samfélagi og vísar hún meðal annars til starfsmanna íslenska fyrirtækisins NetApp, sem voru staddir á Mandalay Bay-hótelinu í Las Vegas þegar maður hóf skothríð á tónleikagesti úr glugga hótelsins. Alls létust 59 manns í árásinni. Paula, sem starfaði áður með nokkrum þeirra sem voru staddir á hótelinu, missti einnig kunningjakonu sína í þeirri árás. Hún segir málstaðinn standa nærri hjarta sínu. „Þegar skotárásin í Las Vegas átti sér stað vonaði ég að ég þekkti engan í árásinni, en því miður lét kunningjakona mín lífið í þeirri árás. Í dag þegar ég sé myndbönd frá þeirri árás hugsa ég aðeins um mann og börn sem misstu eiginkonu og móður í árásinni.“ Gangan í Reykjavík hefst kl. 15 í dag. Hún verður farin frá Arnarhóli að Austurvelli. Yvonne Kristín Fulbright, hálfíslenskur fræðimaður, sem upplifði skotárás þegar hún var nemandi við Ríkisháskóla Pennsylvaníu mun halda ávarp þar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41 Krefja stjórnmálamenn um herta byssulöggjöf í Washington Nemendur við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída, þar sem 17 létust í skotárás á miðvikudag, hafa boðað til kröfugöngu í Washington D.C. 18. febrúar 2018 18:47 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Lifði af skotárásina og þjarmaði að þingmanni í sjónvarpssal Cameron Kasky, einn þeirra nemenda Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans sem hafa verið hvað háværastir í baráttu sinni fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum, gekk hart að öldungardeildarþingmanninum og Repúblikananum Mark Rubio í gær. 22. febrúar 2018 10:41
Krefja stjórnmálamenn um herta byssulöggjöf í Washington Nemendur við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída, þar sem 17 létust í skotárás á miðvikudag, hafa boðað til kröfugöngu í Washington D.C. 18. febrúar 2018 18:47
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent