Óreiða í norðurljósaferðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. mars 2018 12:30 Aðstæður geta allt að því verið hættulegar í norðurljósaferðum að sögn leiðsögumanns þar sem fjöldi fólks safnast saman í kringum rútur og stóra bíla. visir/ernir Leiðsögumaður segir hættulegar aðstæður geta skapast í norðurljósaferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann telur nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum. Áfangastaðurinn í norðurljósaferðum veltur á spám um bestu skilyrðin en nokkrir staðir eru þó vinsælastir og eru aðstæður oft með þeim hætti að flestir flykkjast á sama blettinn. Þar má til dæmis nefna svæðið við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd sem ekki er skipulagt fyrir þess konar álag. „Stundum eru kannski þrjátíu til fjörtíu rútur á einum stað eða einum punkti og það er bara eins og að vera í miðborg New York," segir Friðrik Brekkan, leiðsögumaður. „Á hverjum einasta hól og hæð standa þá tvær til þrjár rútur, fimm til sex bílar, jeppar og allt heila galleríið," segir Friðrik. Hann segir mikla hættu geta skapast í þessum aðstæðum. „Þú keyrir í myrkri og allt í einu standa kannski tíu manns úti á miðri götu. Margir ferðamenn átta sig ekki því að þetta eru hálfgerir þjóðvegir þótt þeir séu litlir," segir Friðrik. Hann telur nauðsynlegt að huga að því að stækka stæðin, fjölga útskotum og koma upp salernisaðstöðu á vinsælustu stöðunum sem yrðu þá nýttir betur. Þetta megi gera í samráði við leiðsögumenn og rútubílstjóra sem þekki aðstæðurnar. „Sum af þessum litlu útskotum mætti auðveldlega stækka tíu sinnum, til að dreifa álaginu og til þess að hætta stafi ekki af þessu. Maður veit hvar er fallegt útsýni, maður veit hvar er yfirleitt hægt að stoppa. Þá þarf bara að gera þar útskot," segir Friðrik. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira
Leiðsögumaður segir hættulegar aðstæður geta skapast í norðurljósaferðum þar sem tugum rúta er lagt á litlum svæðum sem ekki eru skipulögð í þessum tilgangi. Hann telur nauðsynlegt að huga að uppbyggingu á stæðum og útskotum á vinsælum stöðum. Áfangastaðurinn í norðurljósaferðum veltur á spám um bestu skilyrðin en nokkrir staðir eru þó vinsælastir og eru aðstæður oft með þeim hætti að flestir flykkjast á sama blettinn. Þar má til dæmis nefna svæðið við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd sem ekki er skipulagt fyrir þess konar álag. „Stundum eru kannski þrjátíu til fjörtíu rútur á einum stað eða einum punkti og það er bara eins og að vera í miðborg New York," segir Friðrik Brekkan, leiðsögumaður. „Á hverjum einasta hól og hæð standa þá tvær til þrjár rútur, fimm til sex bílar, jeppar og allt heila galleríið," segir Friðrik. Hann segir mikla hættu geta skapast í þessum aðstæðum. „Þú keyrir í myrkri og allt í einu standa kannski tíu manns úti á miðri götu. Margir ferðamenn átta sig ekki því að þetta eru hálfgerir þjóðvegir þótt þeir séu litlir," segir Friðrik. Hann telur nauðsynlegt að huga að því að stækka stæðin, fjölga útskotum og koma upp salernisaðstöðu á vinsælustu stöðunum sem yrðu þá nýttir betur. Þetta megi gera í samráði við leiðsögumenn og rútubílstjóra sem þekki aðstæðurnar. „Sum af þessum litlu útskotum mætti auðveldlega stækka tíu sinnum, til að dreifa álaginu og til þess að hætta stafi ekki af þessu. Maður veit hvar er fallegt útsýni, maður veit hvar er yfirleitt hægt að stoppa. Þá þarf bara að gera þar útskot," segir Friðrik.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Sjá meira