Rummenigge: Hundrað prósent öruggt að Lewandowski spilar með Bayern á næsta tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2018 10:15 Robert Lewandowski. Vísir/Getty Robert Lewandowski er ekki á leiðinni til Real Madrid í sumar. Það héldu margir en nú hefur framkvæmdastjóri Bayern München útilokað það að pólski framherjinn sé á förum frá þýska félaginu. Lewandowski er með samning við Bayern München til 30. júní 2021 og á því þrjú tímabil eftir af þessum samningi. Það er því engin pressa á Bæjurum að selja leikmanninn. Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, lítur svo á að Pólverjinn sé of mikilvægur fyrir liðið til að láta hann fara. „Hann er ótrúlega mikilvægur fyrir okkar lið og kannski besta nían í Evrópu,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge í viðtali við Kicker.Rummenigge bekräftigt: Lewandowski unverkäuflich - Bayerns Vorstandsboss erinnert an den Fall Ribery 2008 #BLhttps://t.co/KgCgYylj9L — kicker | Bundesliga (@kicker_bl_li) March 26, 2018 Robert Lewandowski hefur spilað með Bayern frá 2014 og hefur skorað 142 mörk í 184 leikjum fyrir félagið. Lewandowski ermeð 32 mörk í 37 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili og skoraði yfir 40 mörk á tveimur tímabilum þar á undan. „Það er hundrað prósent öruggt að Robert Lewandowski spilar með Bayern München á næsta tímabili. Það getur ekkert félag keypt leikmann Bayern München ef félagið vill ekki selja,“ sagði Rummenigge og nefnir dæmi um það þegar Bayern seldi ekki Franck Ribery til Chelsea árið 2008 þrátt fyrir risatilboð. „Það tilboð var algjört brjálæði,“ sagði Rummenigge en félagið seldi ekki franska leikmanninn sem er ennþá í herbúðum félagsins. „Okkar hugarfar hefur ekkert breyst á þessum tíu árum,“ sagði Rummenigge. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Sjá meira
Robert Lewandowski er ekki á leiðinni til Real Madrid í sumar. Það héldu margir en nú hefur framkvæmdastjóri Bayern München útilokað það að pólski framherjinn sé á förum frá þýska félaginu. Lewandowski er með samning við Bayern München til 30. júní 2021 og á því þrjú tímabil eftir af þessum samningi. Það er því engin pressa á Bæjurum að selja leikmanninn. Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, lítur svo á að Pólverjinn sé of mikilvægur fyrir liðið til að láta hann fara. „Hann er ótrúlega mikilvægur fyrir okkar lið og kannski besta nían í Evrópu,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge í viðtali við Kicker.Rummenigge bekräftigt: Lewandowski unverkäuflich - Bayerns Vorstandsboss erinnert an den Fall Ribery 2008 #BLhttps://t.co/KgCgYylj9L — kicker | Bundesliga (@kicker_bl_li) March 26, 2018 Robert Lewandowski hefur spilað með Bayern frá 2014 og hefur skorað 142 mörk í 184 leikjum fyrir félagið. Lewandowski ermeð 32 mörk í 37 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili og skoraði yfir 40 mörk á tveimur tímabilum þar á undan. „Það er hundrað prósent öruggt að Robert Lewandowski spilar með Bayern München á næsta tímabili. Það getur ekkert félag keypt leikmann Bayern München ef félagið vill ekki selja,“ sagði Rummenigge og nefnir dæmi um það þegar Bayern seldi ekki Franck Ribery til Chelsea árið 2008 þrátt fyrir risatilboð. „Það tilboð var algjört brjálæði,“ sagði Rummenigge en félagið seldi ekki franska leikmanninn sem er ennþá í herbúðum félagsins. „Okkar hugarfar hefur ekkert breyst á þessum tíu árum,“ sagði Rummenigge.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Sjá meira