Erfðaefni Facebook Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. mars 2018 07:00 Hneykslið í kringum óleyfileg kaup pólitískra málaliða hjá Cambridge Analytica á gögnum um fimmtíu milljónir Facebook-notenda, og beiting þessara gagna sem vopns í sálfræðihernaði gegn kjósendum í Bandaríkjunum og Bretlandi, er aðeins eitt dæmi af mörgum þar sem viðkvæmar upplýsingar um notendur hafa runnið úr greipum Facebook. Þetta tiltekna mál er enn ein staðfestingin á því að Facebook er ekki treystandi fyrir persónuupplýsingum notenda sinna. Við höfum séð þetta allt áður, þó ekki með jafn umfangsmiklum og alvarlegum hætti, en næstu skref eru fyrirsjáanleg. Facebook mun lofa bót og betrun. Mögulega verða innleiddir nýir öryggisstaðlar til að þrengja enn frekar að gagnasöfnun. En eitt er þó víst. Facebook mun aldrei breytast. Facebook er háð vexti. Án hans hefur þetta miðtaugakerfi internetsins engan tilgang. Það sem knýr þennan hrikalega vöxt áfram er ört vaxandi gagnaskrá fyrirtækisins þar sem gögn og persónuupplýsingar hundraða milljóna Facebook-notenda, og jafnvel þeirra sem ekki nota samfélagsmiðilinn, eru geymd og standa auglýsendum og öðrum til boða og hagnýtingar. Ekkert fær breytt þessu erfðaefni Facebook. Samfélagsmiðillinn þjónar þeim eina tilgangi að afla tekna með söfnun upplýsinga. Hin mikla lygi Marks Zuckerberg er að halda því fram að markmið sé að skapa betri og tengdari heim. Vonarglætu er að finna í nýrri og umfangsmikilli persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (General Data Protection Regulation, eða GDPR) sem mun gera notendum kleift að gera mun víðtækari kröfur um meðferð persónuupplýsinga sinna. Reglugerðin verður innleidd 25. maí næstkomandi. Eins jákvæður áfangi og innleiðing GDPR er þá breytir reglugerðin engu um eðli Facebook. Þörf er á enn harðari aðgerðum ríkisins til að vernda þegna sína, til dæmis með því að stöðva útbreiðslu nafnlauss og andlýðræðislegs áróðurs. Facebook er ekki á förum, enda svalar miðillinn lífsnauðsynlegri þörf okkar fyrir því að tengjast hvert öðru, skapa samfélög og móta sjálfsmynd okkar. Á sama tíma megum við ekki leyfa miðlinum að afskræma sýn okkar á veröldina og samfélag okkar í gróðafíkn sinni. Þegar þessir þættir eru teknir saman, annars vegar raunveruleg og eðlileg þörf okkar fyrir að nota Facebook og hins vegar sú staðreynd að samfélagsmiðillinn ber ekki hag okkar fyrir brjósti, þá blasir við að yfirvöld og eftirlitsaðilar þurfa að skerast í leikinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hneykslið í kringum óleyfileg kaup pólitískra málaliða hjá Cambridge Analytica á gögnum um fimmtíu milljónir Facebook-notenda, og beiting þessara gagna sem vopns í sálfræðihernaði gegn kjósendum í Bandaríkjunum og Bretlandi, er aðeins eitt dæmi af mörgum þar sem viðkvæmar upplýsingar um notendur hafa runnið úr greipum Facebook. Þetta tiltekna mál er enn ein staðfestingin á því að Facebook er ekki treystandi fyrir persónuupplýsingum notenda sinna. Við höfum séð þetta allt áður, þó ekki með jafn umfangsmiklum og alvarlegum hætti, en næstu skref eru fyrirsjáanleg. Facebook mun lofa bót og betrun. Mögulega verða innleiddir nýir öryggisstaðlar til að þrengja enn frekar að gagnasöfnun. En eitt er þó víst. Facebook mun aldrei breytast. Facebook er háð vexti. Án hans hefur þetta miðtaugakerfi internetsins engan tilgang. Það sem knýr þennan hrikalega vöxt áfram er ört vaxandi gagnaskrá fyrirtækisins þar sem gögn og persónuupplýsingar hundraða milljóna Facebook-notenda, og jafnvel þeirra sem ekki nota samfélagsmiðilinn, eru geymd og standa auglýsendum og öðrum til boða og hagnýtingar. Ekkert fær breytt þessu erfðaefni Facebook. Samfélagsmiðillinn þjónar þeim eina tilgangi að afla tekna með söfnun upplýsinga. Hin mikla lygi Marks Zuckerberg er að halda því fram að markmið sé að skapa betri og tengdari heim. Vonarglætu er að finna í nýrri og umfangsmikilli persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (General Data Protection Regulation, eða GDPR) sem mun gera notendum kleift að gera mun víðtækari kröfur um meðferð persónuupplýsinga sinna. Reglugerðin verður innleidd 25. maí næstkomandi. Eins jákvæður áfangi og innleiðing GDPR er þá breytir reglugerðin engu um eðli Facebook. Þörf er á enn harðari aðgerðum ríkisins til að vernda þegna sína, til dæmis með því að stöðva útbreiðslu nafnlauss og andlýðræðislegs áróðurs. Facebook er ekki á förum, enda svalar miðillinn lífsnauðsynlegri þörf okkar fyrir því að tengjast hvert öðru, skapa samfélög og móta sjálfsmynd okkar. Á sama tíma megum við ekki leyfa miðlinum að afskræma sýn okkar á veröldina og samfélag okkar í gróðafíkn sinni. Þegar þessir þættir eru teknir saman, annars vegar raunveruleg og eðlileg þörf okkar fyrir að nota Facebook og hins vegar sú staðreynd að samfélagsmiðillinn ber ekki hag okkar fyrir brjósti, þá blasir við að yfirvöld og eftirlitsaðilar þurfa að skerast í leikinn.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun