Bretar hafa skilning á takmörkunum aðgerða Íslendinga gegn Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 27. mars 2018 12:45 Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, segist vonast til þess að Rússar taki skilaboð vestrænna ríkja til sín og breyti hegðun sinni. Skjáskot/Stöð 2 Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að bresk stjórnvöld geri sér grein fyrir því að takmörk séu fyrir því hvað Ísland getur gert til að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum vegan eiturvopnaárásar í Bretlandi. Ísland er eina norræna ríkið sem vísar rússneskum erindrekum ekki úr landi. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær um þátttöku Íslands í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna árásar á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í bænum Salisbury í Bretlandi fyrr í þessum mánuði. Þau komust í snertingu við taugaeitur og telja bresk stjórnvöld yfirgnæfandi líkur á að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki tilræðinu. Ísland er þó eina norræna ríkið sem kýs að visa rússneskum erindrekum ekki úr landi. Vísa íslenskir ráðamenn til smæðar landsins. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar sögðu Vísi í dag að ef Rússar svöruðu í sömu mynt yrði fámennt sendiráð Íslands í Rússlandi óstarfhæft.Skrópið á HM sýnir hversu alvarlega Íslendingar taka aðgerðirnar Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis lýsir Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, skilningi á að íslensk stjórnvöld hafi ekki gengið lengra. „Við kunnum vel að meta hversu staðráðin íslensk stjórnvöld eru í að taka þátt í alþjóðlegri samstöðu og senda rússneskum stjórnvöldum ótvíræð skilaboð,” segir Nevin. Hann telur að ákvörðunin um að íslenskir ráðamenn mæti ekki á heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar þar sem Íslands tekur þátt í fyrsta skipti sé til marks um hversu alvarlega íslensk stjórnvöld taki málið. „Í ljósi þess að Ísland hefur í fyrsta sinn í sögunni unnið sér keppnisrétt í úrslitum heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu vegur sú ákvörðun í raun þungt að engir opinberir fulltrúar íslenskra stjórnvalda mæti til Rússlands í sumar. Ákvörðunin endurspeglar hversu mikla áherslu Ísland leggur á mikilvægi þess að viðhalda alþjóðarétti og að verja lýðræðissamfélög heimsins. Svona líta bresk stjórnvöld á viðbrögð Íslands og við vonum að Rússar taki skilaboðin til sín og skilji þörfina á að breyta hegðun sinni,” segir Nevin. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan styður aðgerðir gegn Rússum Fulltrúar þriggja stjórnarandstöðuflokka í utanríkismálanefnd telja allir skynsamlegt að vísa ekki rússneskum erindrekum úr landi vegna afleiðinganna fyrir sendiráð Íslands í Rússlandi. 27. mars 2018 12:15 Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Segir íslensk stjórnvöld taka fullan þátt í þessu samstillta átaki Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland taki þátt í átakinu í samræmi við stærð. 26. mars 2018 19:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Sendiherra Bretlands á Íslandi segir að bresk stjórnvöld geri sér grein fyrir því að takmörk séu fyrir því hvað Ísland getur gert til að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum vegan eiturvopnaárásar í Bretlandi. Ísland er eina norræna ríkið sem vísar rússneskum erindrekum ekki úr landi. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær um þátttöku Íslands í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna árásar á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans í bænum Salisbury í Bretlandi fyrr í þessum mánuði. Þau komust í snertingu við taugaeitur og telja bresk stjórnvöld yfirgnæfandi líkur á að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki tilræðinu. Ísland er þó eina norræna ríkið sem kýs að visa rússneskum erindrekum ekki úr landi. Vísa íslenskir ráðamenn til smæðar landsins. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar sögðu Vísi í dag að ef Rússar svöruðu í sömu mynt yrði fámennt sendiráð Íslands í Rússlandi óstarfhæft.Skrópið á HM sýnir hversu alvarlega Íslendingar taka aðgerðirnar Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis lýsir Michael Nevin, sendiherra Breta á Íslandi, skilningi á að íslensk stjórnvöld hafi ekki gengið lengra. „Við kunnum vel að meta hversu staðráðin íslensk stjórnvöld eru í að taka þátt í alþjóðlegri samstöðu og senda rússneskum stjórnvöldum ótvíræð skilaboð,” segir Nevin. Hann telur að ákvörðunin um að íslenskir ráðamenn mæti ekki á heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar þar sem Íslands tekur þátt í fyrsta skipti sé til marks um hversu alvarlega íslensk stjórnvöld taki málið. „Í ljósi þess að Ísland hefur í fyrsta sinn í sögunni unnið sér keppnisrétt í úrslitum heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu vegur sú ákvörðun í raun þungt að engir opinberir fulltrúar íslenskra stjórnvalda mæti til Rússlands í sumar. Ákvörðunin endurspeglar hversu mikla áherslu Ísland leggur á mikilvægi þess að viðhalda alþjóðarétti og að verja lýðræðissamfélög heimsins. Svona líta bresk stjórnvöld á viðbrögð Íslands og við vonum að Rússar taki skilaboðin til sín og skilji þörfina á að breyta hegðun sinni,” segir Nevin.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan styður aðgerðir gegn Rússum Fulltrúar þriggja stjórnarandstöðuflokka í utanríkismálanefnd telja allir skynsamlegt að vísa ekki rússneskum erindrekum úr landi vegna afleiðinganna fyrir sendiráð Íslands í Rússlandi. 27. mars 2018 12:15 Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54 „Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Segir íslensk stjórnvöld taka fullan þátt í þessu samstillta átaki Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland taki þátt í átakinu í samræmi við stærð. 26. mars 2018 19:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stjórnarandstaðan styður aðgerðir gegn Rússum Fulltrúar þriggja stjórnarandstöðuflokka í utanríkismálanefnd telja allir skynsamlegt að vísa ekki rússneskum erindrekum úr landi vegna afleiðinganna fyrir sendiráð Íslands í Rússlandi. 27. mars 2018 12:15
Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. 27. mars 2018 09:54
„Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“ Aldrei komið til greina að draga íslenska liðið úr keppni á HM af hálfu KSÍ. 27. mars 2018 11:30
Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45
Segir íslensk stjórnvöld taka fullan þátt í þessu samstillta átaki Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Ísland taki þátt í átakinu í samræmi við stærð. 26. mars 2018 19:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent