Fengu hálfan milljarð í þóknun frá Heimavöllum Hörður Ægisson skrifar 28. mars 2018 06:00 Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Heimavalla, en leigufélagið stefnir að skráningu á aðalmarkað í byrjun maí. Vísir/GVA Eignarhaldsfélagið Heimavellir GP, sem hefur séð um umsýslu eigna fyrir Heimavelli leigufélag slhf., móðurfélag Heimavalla hf., fékk um 270 milljónir króna í umsýslutekjur í fyrra vegna ráðgjafastarfa sinna fyrir leigufélagið. Umsýslusamningnum við Heimavelli GP var slitið í október síðastliðnum en þóknanagreiðslur til félagsins námu samtals rúmlega 480 milljónum á árunum 2015 til 2017. Stærstu hluthafar Heimavalla GP í ársbyrjun 2017, með samanlagt um 95 prósenta hlut, voru félög í eigu Magnúsar Pálma Örnólfssonar, fjárfestis og fyrrverandi starfsmanns Glitnis, Magnúsar Magnússonar, fjárfestis og stjórnarformanns Heimavalla, Halldórs Kristjánssonar, stjórnarmanns í Borgun, og Sturlu Sighvatssonar, athafnamanns og fyrrverandi framkvæmdastjóra Heimavalla. Þá áttu Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og Arnar Gauti Reynisson, fjármálastjóri Heimavalla, báðir 2,5 prósenta hlut í félaginu. Samkvæmt samningnum við Heimavelli GP, sem fólst í ábyrgð á greiningu og framkvæmd fjárfestinga, þá fékk félagið hlutfallslega þóknun sem nam einu prósenti af fasteignamati fjárfestingareigna í rekstri Heimavalla leigufélags á ári. Var þóknunin innheimt mánaðarlega. Þóknanagreiðslur til Heimavalla GP á grundvelli samningsins jukust um meira en 70 prósent í fyrra samhliða örum vexti leigufélagsins, einkum með yfirtöku annarra leigufélaga og kaupum á eignum af Íbúðalánasjóði, og námu 269 milljónum borið saman við 156 milljónir á árinu 2016. Fasteignamat fjárfestingareigna Heimavalla, stærsta leigufélags landsins, var 33,4 milljarðar í árslok 2016 en ári síðar var sú fjárhæð komin upp í 48,6 milljarða. Leigufélagið var þá með tæplega 2.000 íbúðir í rekstri.Sjá einnig: Bandarískur sjóður fjárfestir í Heimavöllum Ársreikningur Heimavalla GP fyrir árið 2017 liggur enn ekki fyrir en á árinu 2016 nam hagnaður félagsins 87 milljónum en árið áður var hagnaðurinn 141 milljón. Rekstrarkostnaður hefur nánast einungis samanstaðið af launagreiðslum til stjórnarmanna. Á árunum 2016 og 2017 námu arðgreiðslur til hluthafa samtals 229 milljónum króna. Þá átti félagið 1,25 prósenta hlut í Heimavöllum leigufélagi slhf. í byrjun síðasta árs en miðað við að núverandi innra gengi í leigufélaginu er um 1,72 er sá eignarhlutur metinn á um 190 milljónir. Greiðslur til Heimavalla GP vegna umsýslusamningsins hafa sem fyrr segir verið inntar af hendi af fagfjárfestasjóðnum Heimavöllum leigufélagi sem aftur á 99,99 prósent hlutafjár í Heimavöllum hf. en það félag stefnir að óbreyttu að skráningu á aðalmarkað í Kauphöllinni í byrjun maí. Greint var frá því í Fréttablaðinu á mánudag að Heimavellir væru að ganga frá um þriggja milljarða króna skuldabréfafjármögnun við sjóð í stýringu bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management. Þá mun sami sjóður einnig leggja félaginu til um 300 milljónir króna í nýtt hlutafé en fjárfestingin er gerð fyrir milligöngu Fossa markaða. Þá sagði Markaðurinn frá því í síðustu viku að Heimavellir hefðu fyrir skömmu sagt upp samningi sínum við Kviku banka, sem átti að leiða söluferli á hlutum félagsins við skráningu, og ráðið Landsbankann í staðinn.Sjá einnig: Skipta út Kviku banka og seinka skráningu Hagnaður leigufélagsins var um 2,7 milljarðar í fyrra og jókst hann um 500 milljónir á milli ára. Matsbreyting fjárfestingareigna, sem nam rúmlega 3,8 milljörðum, litaði hins vegar mjög afkomu félagsins. Rekstrarhagnaður Heimavalla fyrir matsbreytingu eigna var þannig 1.622 milljónir króna á sama tíma og fjármagnskostnaður félagsins var nærri 1.960 milljónir. Leigufélagið hefur því að undanförnu unnið mjög að því að reyna að endurfjármagna skuldirnar á hagstæðari lánakjörum. Samtals námu vaxtaberandi langtímaskuldir þess liðlega 32 milljörðum króna í lok síðasta árs. Stærstu hluthafar Heimavalla leigufélags eru meðal annars hjónin Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir, Tómas Kristjánsson, hjónin Guðrún Lárusdóttir og Ágúst Sigurðsson, sem áttu útgerðarfyrirtækið Stálskip, tryggingafélögin Sjóvá og VÍS, Magnús Pálmi Örnólfsson og eignarhaldsfélagið Brimgarðar. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Bandarískur sjóður fjárfestir í Heimavöllum Leigufélagið Heimavellir er að ganga frá um þriggja milljarða króna lánasamningi við sjóð í stýringu bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management. 26. mars 2018 06:00 Skipta út Kviku banka og seinka skráningu Kvika átti að leiða söluferli Heimavalla við skráningu á markað. Leigufélagið hefur sagt upp samningnum og ráðið Landsbankann í staðinn. Nú er stefnt að skráningu í Kauphöll í byrjun maí. 21. mars 2018 06:00 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Heimavellir GP, sem hefur séð um umsýslu eigna fyrir Heimavelli leigufélag slhf., móðurfélag Heimavalla hf., fékk um 270 milljónir króna í umsýslutekjur í fyrra vegna ráðgjafastarfa sinna fyrir leigufélagið. Umsýslusamningnum við Heimavelli GP var slitið í október síðastliðnum en þóknanagreiðslur til félagsins námu samtals rúmlega 480 milljónum á árunum 2015 til 2017. Stærstu hluthafar Heimavalla GP í ársbyrjun 2017, með samanlagt um 95 prósenta hlut, voru félög í eigu Magnúsar Pálma Örnólfssonar, fjárfestis og fyrrverandi starfsmanns Glitnis, Magnúsar Magnússonar, fjárfestis og stjórnarformanns Heimavalla, Halldórs Kristjánssonar, stjórnarmanns í Borgun, og Sturlu Sighvatssonar, athafnamanns og fyrrverandi framkvæmdastjóra Heimavalla. Þá áttu Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og Arnar Gauti Reynisson, fjármálastjóri Heimavalla, báðir 2,5 prósenta hlut í félaginu. Samkvæmt samningnum við Heimavelli GP, sem fólst í ábyrgð á greiningu og framkvæmd fjárfestinga, þá fékk félagið hlutfallslega þóknun sem nam einu prósenti af fasteignamati fjárfestingareigna í rekstri Heimavalla leigufélags á ári. Var þóknunin innheimt mánaðarlega. Þóknanagreiðslur til Heimavalla GP á grundvelli samningsins jukust um meira en 70 prósent í fyrra samhliða örum vexti leigufélagsins, einkum með yfirtöku annarra leigufélaga og kaupum á eignum af Íbúðalánasjóði, og námu 269 milljónum borið saman við 156 milljónir á árinu 2016. Fasteignamat fjárfestingareigna Heimavalla, stærsta leigufélags landsins, var 33,4 milljarðar í árslok 2016 en ári síðar var sú fjárhæð komin upp í 48,6 milljarða. Leigufélagið var þá með tæplega 2.000 íbúðir í rekstri.Sjá einnig: Bandarískur sjóður fjárfestir í Heimavöllum Ársreikningur Heimavalla GP fyrir árið 2017 liggur enn ekki fyrir en á árinu 2016 nam hagnaður félagsins 87 milljónum en árið áður var hagnaðurinn 141 milljón. Rekstrarkostnaður hefur nánast einungis samanstaðið af launagreiðslum til stjórnarmanna. Á árunum 2016 og 2017 námu arðgreiðslur til hluthafa samtals 229 milljónum króna. Þá átti félagið 1,25 prósenta hlut í Heimavöllum leigufélagi slhf. í byrjun síðasta árs en miðað við að núverandi innra gengi í leigufélaginu er um 1,72 er sá eignarhlutur metinn á um 190 milljónir. Greiðslur til Heimavalla GP vegna umsýslusamningsins hafa sem fyrr segir verið inntar af hendi af fagfjárfestasjóðnum Heimavöllum leigufélagi sem aftur á 99,99 prósent hlutafjár í Heimavöllum hf. en það félag stefnir að óbreyttu að skráningu á aðalmarkað í Kauphöllinni í byrjun maí. Greint var frá því í Fréttablaðinu á mánudag að Heimavellir væru að ganga frá um þriggja milljarða króna skuldabréfafjármögnun við sjóð í stýringu bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management. Þá mun sami sjóður einnig leggja félaginu til um 300 milljónir króna í nýtt hlutafé en fjárfestingin er gerð fyrir milligöngu Fossa markaða. Þá sagði Markaðurinn frá því í síðustu viku að Heimavellir hefðu fyrir skömmu sagt upp samningi sínum við Kviku banka, sem átti að leiða söluferli á hlutum félagsins við skráningu, og ráðið Landsbankann í staðinn.Sjá einnig: Skipta út Kviku banka og seinka skráningu Hagnaður leigufélagsins var um 2,7 milljarðar í fyrra og jókst hann um 500 milljónir á milli ára. Matsbreyting fjárfestingareigna, sem nam rúmlega 3,8 milljörðum, litaði hins vegar mjög afkomu félagsins. Rekstrarhagnaður Heimavalla fyrir matsbreytingu eigna var þannig 1.622 milljónir króna á sama tíma og fjármagnskostnaður félagsins var nærri 1.960 milljónir. Leigufélagið hefur því að undanförnu unnið mjög að því að reyna að endurfjármagna skuldirnar á hagstæðari lánakjörum. Samtals námu vaxtaberandi langtímaskuldir þess liðlega 32 milljörðum króna í lok síðasta árs. Stærstu hluthafar Heimavalla leigufélags eru meðal annars hjónin Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir, Tómas Kristjánsson, hjónin Guðrún Lárusdóttir og Ágúst Sigurðsson, sem áttu útgerðarfyrirtækið Stálskip, tryggingafélögin Sjóvá og VÍS, Magnús Pálmi Örnólfsson og eignarhaldsfélagið Brimgarðar.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Bandarískur sjóður fjárfestir í Heimavöllum Leigufélagið Heimavellir er að ganga frá um þriggja milljarða króna lánasamningi við sjóð í stýringu bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management. 26. mars 2018 06:00 Skipta út Kviku banka og seinka skráningu Kvika átti að leiða söluferli Heimavalla við skráningu á markað. Leigufélagið hefur sagt upp samningnum og ráðið Landsbankann í staðinn. Nú er stefnt að skráningu í Kauphöll í byrjun maí. 21. mars 2018 06:00 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Bandarískur sjóður fjárfestir í Heimavöllum Leigufélagið Heimavellir er að ganga frá um þriggja milljarða króna lánasamningi við sjóð í stýringu bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management. 26. mars 2018 06:00
Skipta út Kviku banka og seinka skráningu Kvika átti að leiða söluferli Heimavalla við skráningu á markað. Leigufélagið hefur sagt upp samningnum og ráðið Landsbankann í staðinn. Nú er stefnt að skráningu í Kauphöll í byrjun maí. 21. mars 2018 06:00