Bandarískur sjóður fjárfestir í Heimavöllum Hörður Ægisson skrifar 26. mars 2018 06:00 Guðbrandur Sigurðsson,framkvæmdastjóri Heimavalla. Vísir/GVA Leigufélagið Heimavellir er að ganga frá um þriggja milljarða króna lánasamningi við sjóð í stýringu bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management. Þá mun sami sjóður einnig leggja félaginu til um 300 milljónir króna í nýtt hlutafé, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en fjárfestingin er gerð fyrir milligöngu Fossa markaða. Upplýst var um samkomulagið við Eaton Vance á hluthafafundi Heimavalla í síðustu viku. Heimavellir, sem er stærsta leigufélag landsins og var með tæplega 2.000 leiguíbúðir í rekstri í lok síðasta árs, stefnir að skráningu á aðalmarkað í Kauphöllinni í byrjun maí. Greint var frá því í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál, á miðvikudag að Heimavellir hefðu fyrir skömmu sagt upp samningi sínum við Kviku banka, sem átti að leiða söluferli á hlutum félagsins við skráningu á hlutabréfamarkað, og ráðið Landsbankann í staðinn. Leigufélagið hefur í hyggju að sækja sér nýtt hlutafé fyrir jafnvirði um 1.500 milljóna króna. Fjárfestingarsjóðir í stýringu Eaton Vance hafa mjög látið til sín taka á íslenskum hlutabréfamarkaði á undanförnum tveimur árum og eru í hópi stærstu hluthafa í mörgum skráðum félögum. Þá veitti sjóðastýringarfyrirtækið Almenna leigufélaginu, næststærsta leigufélagi landsins, í byrjun þessa árs um fjögurra milljarða króna lán, en sú fjárfesting var einnig fyrir milligöngu Fossa markaða. Í árslok 2017 nam virði fjárfestingareigna Heimavalla 53,6 milljörðum. Hagnaður leigufélagsins var um 2,7 milljarðar og jókst hann um 500 milljónir á milli ára. Matsbreyting fjárfestingareigna, sem nam rúmlega 3,8 milljörðum á árinu 2017, litaði hins vegar mjög afkomu félagsins. Rekstrarhagnaður Heimavalla fyrir matsbreytingu eigna var þannig 1.622 milljónir króna í fyrra á sama tíma og fjármagnskostnaður félagsins var nærri 1.960 milljónir. Leigufélagið hefur því að undanförnu unnið mjög að því að reyna að endurfjármagna skuldirnar á hagstæðari lánakjörum. Samtals námu vaxtaberandi langtímaskuldir þess liðlega 32 milljörðum króna í lok síðasta árs. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skipta út Kviku banka og seinka skráningu Kvika átti að leiða söluferli Heimavalla við skráningu á markað. Leigufélagið hefur sagt upp samningnum og ráðið Landsbankann í staðinn. Nú er stefnt að skráningu í Kauphöll í byrjun maí. 21. mars 2018 06:00 Tæplega þriggja milljarða hagnaður af rekstri Heimavalla Ætla að skrá félagið í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl. 12. febrúar 2018 23:11 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder ortho.production Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira
Leigufélagið Heimavellir er að ganga frá um þriggja milljarða króna lánasamningi við sjóð í stýringu bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management. Þá mun sami sjóður einnig leggja félaginu til um 300 milljónir króna í nýtt hlutafé, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en fjárfestingin er gerð fyrir milligöngu Fossa markaða. Upplýst var um samkomulagið við Eaton Vance á hluthafafundi Heimavalla í síðustu viku. Heimavellir, sem er stærsta leigufélag landsins og var með tæplega 2.000 leiguíbúðir í rekstri í lok síðasta árs, stefnir að skráningu á aðalmarkað í Kauphöllinni í byrjun maí. Greint var frá því í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál, á miðvikudag að Heimavellir hefðu fyrir skömmu sagt upp samningi sínum við Kviku banka, sem átti að leiða söluferli á hlutum félagsins við skráningu á hlutabréfamarkað, og ráðið Landsbankann í staðinn. Leigufélagið hefur í hyggju að sækja sér nýtt hlutafé fyrir jafnvirði um 1.500 milljóna króna. Fjárfestingarsjóðir í stýringu Eaton Vance hafa mjög látið til sín taka á íslenskum hlutabréfamarkaði á undanförnum tveimur árum og eru í hópi stærstu hluthafa í mörgum skráðum félögum. Þá veitti sjóðastýringarfyrirtækið Almenna leigufélaginu, næststærsta leigufélagi landsins, í byrjun þessa árs um fjögurra milljarða króna lán, en sú fjárfesting var einnig fyrir milligöngu Fossa markaða. Í árslok 2017 nam virði fjárfestingareigna Heimavalla 53,6 milljörðum. Hagnaður leigufélagsins var um 2,7 milljarðar og jókst hann um 500 milljónir á milli ára. Matsbreyting fjárfestingareigna, sem nam rúmlega 3,8 milljörðum á árinu 2017, litaði hins vegar mjög afkomu félagsins. Rekstrarhagnaður Heimavalla fyrir matsbreytingu eigna var þannig 1.622 milljónir króna í fyrra á sama tíma og fjármagnskostnaður félagsins var nærri 1.960 milljónir. Leigufélagið hefur því að undanförnu unnið mjög að því að reyna að endurfjármagna skuldirnar á hagstæðari lánakjörum. Samtals námu vaxtaberandi langtímaskuldir þess liðlega 32 milljörðum króna í lok síðasta árs.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skipta út Kviku banka og seinka skráningu Kvika átti að leiða söluferli Heimavalla við skráningu á markað. Leigufélagið hefur sagt upp samningnum og ráðið Landsbankann í staðinn. Nú er stefnt að skráningu í Kauphöll í byrjun maí. 21. mars 2018 06:00 Tæplega þriggja milljarða hagnaður af rekstri Heimavalla Ætla að skrá félagið í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl. 12. febrúar 2018 23:11 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignast meirihluta í Streifeneder ortho.production Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Sjá meira
Skipta út Kviku banka og seinka skráningu Kvika átti að leiða söluferli Heimavalla við skráningu á markað. Leigufélagið hefur sagt upp samningnum og ráðið Landsbankann í staðinn. Nú er stefnt að skráningu í Kauphöll í byrjun maí. 21. mars 2018 06:00
Tæplega þriggja milljarða hagnaður af rekstri Heimavalla Ætla að skrá félagið í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl. 12. febrúar 2018 23:11