Fólk getur sleppt fram af sér beislinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2018 05:59 Nanna og Meg segja Rauðu ljóðakvöldin hafa spurst vel út og þátttakendum fjölgar með hverju kvöldi. Vísir/ANTON „Þema kvöldsins er Dauðasyndirnar sjö og um 30 manns koma að dagskránni. Við blöndum saman ólíkum listformum því við viljum laða að okkur fólk sem færi ekki á venjulegan ljóðalestur,“ segir Meg Matich, skáld og þýðandi, um ljóðakvöldið Rauða skáldahúsið sem haldið verður í Iðnó á skírdag milli klukkan 20 og 23. Aðalskáld kvöldsins er Sjón en auk hans stíga níu skáld á svið og bjóða líka upp á einkalestur. Þetta er fjórða kvöldið undir hatti Rauða skáldahússins á einu ári. Matich kveðst hafa komið með hugmyndina hingað til lands frá New York. „Í Bandaríkjunum voru sett upp „ljóðavændishús“ á nítjándu öld sem skáld og listamenn af öllu tagi sóttu. Þangað er titillinn sóttur,“ segir hún. „Þessi starfsemi náði trúlega ekki til Íslands,“ segir Nanna Gunnarsdóttir hjá viðburðafyrirtækinu Huldufugli sem heldur utan um dagskrána og rekur hana aðeins nánar. „Við erum með skáld, sirkuslistafólk, dansara og hljómsveitir. Svo er ég maddama hússins, tek á móti fólki og útskýri reglurnar. Þetta líkist því að koma inn í kabaretthús frá því fyrr á öldinni í Berlín eða París. Gestir sitja ekkert fastir í sínu sæti heldur ganga um og blanda geði við listafólk og aðra gesti. Iðnó er okkar staður, með skemmtilegan karakter og sögu og hentar okkur mjög vel, við fáum að nota allar þrjár hæðirnar. Aðsóknin hefur aukist með hverri sýningu, sama fólkið kemur aftur og aftur og svo bætist við hópinn, þannig að sýningarnar spyrjast vel út.“ Nanna segir gestina gjarnan klæða sig upp á, það sé samt engin skylda. „Síðast vorum við með grímuball og þá voru eiginlega allir með grímur. Fólk kemst í ham. Mér finnst rosa skemmtilegt hvernig Rauða skáldahúsið hefur þróast á síðasta ári, bæði af því öll ljóðskáldin eru í karakter, nema aðalskáldið og við stjórnendurnir erum það líka. Svo myndast tengsl milli karaktera sem við höfum ekki skipulagt.“ Þær Nanna og Meg segja kvöldið geta talist djarft en benda á að stærsta sýningin í Borgarleikhúsinu núna sé Rocky Horror. „Við dönsum svolítið á sömu línu og það er eftirspurn eftir því. Fólk getur svolítið sleppt fram af sér beislinu,“ segir Nanna. „Það veit ekki alveg við hverju á að búast þegar það kemur en svo vill það ekki fara þegar sýningin endar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Þema kvöldsins er Dauðasyndirnar sjö og um 30 manns koma að dagskránni. Við blöndum saman ólíkum listformum því við viljum laða að okkur fólk sem færi ekki á venjulegan ljóðalestur,“ segir Meg Matich, skáld og þýðandi, um ljóðakvöldið Rauða skáldahúsið sem haldið verður í Iðnó á skírdag milli klukkan 20 og 23. Aðalskáld kvöldsins er Sjón en auk hans stíga níu skáld á svið og bjóða líka upp á einkalestur. Þetta er fjórða kvöldið undir hatti Rauða skáldahússins á einu ári. Matich kveðst hafa komið með hugmyndina hingað til lands frá New York. „Í Bandaríkjunum voru sett upp „ljóðavændishús“ á nítjándu öld sem skáld og listamenn af öllu tagi sóttu. Þangað er titillinn sóttur,“ segir hún. „Þessi starfsemi náði trúlega ekki til Íslands,“ segir Nanna Gunnarsdóttir hjá viðburðafyrirtækinu Huldufugli sem heldur utan um dagskrána og rekur hana aðeins nánar. „Við erum með skáld, sirkuslistafólk, dansara og hljómsveitir. Svo er ég maddama hússins, tek á móti fólki og útskýri reglurnar. Þetta líkist því að koma inn í kabaretthús frá því fyrr á öldinni í Berlín eða París. Gestir sitja ekkert fastir í sínu sæti heldur ganga um og blanda geði við listafólk og aðra gesti. Iðnó er okkar staður, með skemmtilegan karakter og sögu og hentar okkur mjög vel, við fáum að nota allar þrjár hæðirnar. Aðsóknin hefur aukist með hverri sýningu, sama fólkið kemur aftur og aftur og svo bætist við hópinn, þannig að sýningarnar spyrjast vel út.“ Nanna segir gestina gjarnan klæða sig upp á, það sé samt engin skylda. „Síðast vorum við með grímuball og þá voru eiginlega allir með grímur. Fólk kemst í ham. Mér finnst rosa skemmtilegt hvernig Rauða skáldahúsið hefur þróast á síðasta ári, bæði af því öll ljóðskáldin eru í karakter, nema aðalskáldið og við stjórnendurnir erum það líka. Svo myndast tengsl milli karaktera sem við höfum ekki skipulagt.“ Þær Nanna og Meg segja kvöldið geta talist djarft en benda á að stærsta sýningin í Borgarleikhúsinu núna sé Rocky Horror. „Við dönsum svolítið á sömu línu og það er eftirspurn eftir því. Fólk getur svolítið sleppt fram af sér beislinu,“ segir Nanna. „Það veit ekki alveg við hverju á að búast þegar það kemur en svo vill það ekki fara þegar sýningin endar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning