Fólk getur sleppt fram af sér beislinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2018 05:59 Nanna og Meg segja Rauðu ljóðakvöldin hafa spurst vel út og þátttakendum fjölgar með hverju kvöldi. Vísir/ANTON „Þema kvöldsins er Dauðasyndirnar sjö og um 30 manns koma að dagskránni. Við blöndum saman ólíkum listformum því við viljum laða að okkur fólk sem færi ekki á venjulegan ljóðalestur,“ segir Meg Matich, skáld og þýðandi, um ljóðakvöldið Rauða skáldahúsið sem haldið verður í Iðnó á skírdag milli klukkan 20 og 23. Aðalskáld kvöldsins er Sjón en auk hans stíga níu skáld á svið og bjóða líka upp á einkalestur. Þetta er fjórða kvöldið undir hatti Rauða skáldahússins á einu ári. Matich kveðst hafa komið með hugmyndina hingað til lands frá New York. „Í Bandaríkjunum voru sett upp „ljóðavændishús“ á nítjándu öld sem skáld og listamenn af öllu tagi sóttu. Þangað er titillinn sóttur,“ segir hún. „Þessi starfsemi náði trúlega ekki til Íslands,“ segir Nanna Gunnarsdóttir hjá viðburðafyrirtækinu Huldufugli sem heldur utan um dagskrána og rekur hana aðeins nánar. „Við erum með skáld, sirkuslistafólk, dansara og hljómsveitir. Svo er ég maddama hússins, tek á móti fólki og útskýri reglurnar. Þetta líkist því að koma inn í kabaretthús frá því fyrr á öldinni í Berlín eða París. Gestir sitja ekkert fastir í sínu sæti heldur ganga um og blanda geði við listafólk og aðra gesti. Iðnó er okkar staður, með skemmtilegan karakter og sögu og hentar okkur mjög vel, við fáum að nota allar þrjár hæðirnar. Aðsóknin hefur aukist með hverri sýningu, sama fólkið kemur aftur og aftur og svo bætist við hópinn, þannig að sýningarnar spyrjast vel út.“ Nanna segir gestina gjarnan klæða sig upp á, það sé samt engin skylda. „Síðast vorum við með grímuball og þá voru eiginlega allir með grímur. Fólk kemst í ham. Mér finnst rosa skemmtilegt hvernig Rauða skáldahúsið hefur þróast á síðasta ári, bæði af því öll ljóðskáldin eru í karakter, nema aðalskáldið og við stjórnendurnir erum það líka. Svo myndast tengsl milli karaktera sem við höfum ekki skipulagt.“ Þær Nanna og Meg segja kvöldið geta talist djarft en benda á að stærsta sýningin í Borgarleikhúsinu núna sé Rocky Horror. „Við dönsum svolítið á sömu línu og það er eftirspurn eftir því. Fólk getur svolítið sleppt fram af sér beislinu,“ segir Nanna. „Það veit ekki alveg við hverju á að búast þegar það kemur en svo vill það ekki fara þegar sýningin endar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
„Þema kvöldsins er Dauðasyndirnar sjö og um 30 manns koma að dagskránni. Við blöndum saman ólíkum listformum því við viljum laða að okkur fólk sem færi ekki á venjulegan ljóðalestur,“ segir Meg Matich, skáld og þýðandi, um ljóðakvöldið Rauða skáldahúsið sem haldið verður í Iðnó á skírdag milli klukkan 20 og 23. Aðalskáld kvöldsins er Sjón en auk hans stíga níu skáld á svið og bjóða líka upp á einkalestur. Þetta er fjórða kvöldið undir hatti Rauða skáldahússins á einu ári. Matich kveðst hafa komið með hugmyndina hingað til lands frá New York. „Í Bandaríkjunum voru sett upp „ljóðavændishús“ á nítjándu öld sem skáld og listamenn af öllu tagi sóttu. Þangað er titillinn sóttur,“ segir hún. „Þessi starfsemi náði trúlega ekki til Íslands,“ segir Nanna Gunnarsdóttir hjá viðburðafyrirtækinu Huldufugli sem heldur utan um dagskrána og rekur hana aðeins nánar. „Við erum með skáld, sirkuslistafólk, dansara og hljómsveitir. Svo er ég maddama hússins, tek á móti fólki og útskýri reglurnar. Þetta líkist því að koma inn í kabaretthús frá því fyrr á öldinni í Berlín eða París. Gestir sitja ekkert fastir í sínu sæti heldur ganga um og blanda geði við listafólk og aðra gesti. Iðnó er okkar staður, með skemmtilegan karakter og sögu og hentar okkur mjög vel, við fáum að nota allar þrjár hæðirnar. Aðsóknin hefur aukist með hverri sýningu, sama fólkið kemur aftur og aftur og svo bætist við hópinn, þannig að sýningarnar spyrjast vel út.“ Nanna segir gestina gjarnan klæða sig upp á, það sé samt engin skylda. „Síðast vorum við með grímuball og þá voru eiginlega allir með grímur. Fólk kemst í ham. Mér finnst rosa skemmtilegt hvernig Rauða skáldahúsið hefur þróast á síðasta ári, bæði af því öll ljóðskáldin eru í karakter, nema aðalskáldið og við stjórnendurnir erum það líka. Svo myndast tengsl milli karaktera sem við höfum ekki skipulagt.“ Þær Nanna og Meg segja kvöldið geta talist djarft en benda á að stærsta sýningin í Borgarleikhúsinu núna sé Rocky Horror. „Við dönsum svolítið á sömu línu og það er eftirspurn eftir því. Fólk getur svolítið sleppt fram af sér beislinu,“ segir Nanna. „Það veit ekki alveg við hverju á að búast þegar það kemur en svo vill það ekki fara þegar sýningin endar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira