Skýrsla um jarðstrengskosti gæti komið Lyklafellslínu aftur á dagskrá Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. mars 2018 14:30 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í fyrradag úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar vegna Lyklafellslínu 1 á þeim forsendum að ekki hafi verið sýnt nægjanlega fram á að jarðstrengskostir væru ekki raunhæfir og samanburður á umhverfisáhrifum þeirra og aðalvalkosti framkvæmdaraðila, sem eru raflínur ofanjarðar, hafi ekki farið fram með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir. Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri Landsnets, segir stofnunina hafa kannað alla kosti ítarlega og vonast til að viðbótaskýrsla um jarðstrengskosti sem stofnunin gaf út dugi til að gefa út nýtt leyfi. „Við skoðuðum jarðstrengskosti ansi nákvæmlega og ítarlega,“ segir Sverrir. „Það ver gerð skýrsla sem er aðgengileg á vef Landsnets sem lýsir þessu rauner hvernig þessi framkvæmd gæti litið út væri hún sett í jörðu. Þessi skýrsla var gerð fyrir rúmu ári síðan og hún kom úr í byrjun árs 2017. Hún lá þannig fyrir áður en að framkvæmdarleyfið var veitt en það sem að úrskurðarnefndin bendir réttilega á er að hún er ekki hluti af mati á umhverfisáhrifum.“ Hann segir Landsnet nú fylgja leiðbeiningum úrskurðarnefndarinnar um hvernig megi greiða úr málinu til að setja framkvæmdir aftur á dagskrá. „Við erum að skoða það hvort að það megi nýta þessa skýrslu sem liggur fyrir inn í ferlið þannig að hægt verði að veita framkvæmdaleyfi aftur,“ segir Sverrir. Þá hefur Landsnet hætt öllu útboði á verkefnum í tengslum við framkvæmdina. Orkumál Tengdar fréttir Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09 Bráðabirgðaflutningur á raflínum í skoðun Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi vegna Lyklafellslínu. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir úrskurðinn vonbrigði en bærinn hefur í áratug barist fyrir lagningu línunnar. 27. mars 2018 14:15 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í fyrradag úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar vegna Lyklafellslínu 1 á þeim forsendum að ekki hafi verið sýnt nægjanlega fram á að jarðstrengskostir væru ekki raunhæfir og samanburður á umhverfisáhrifum þeirra og aðalvalkosti framkvæmdaraðila, sem eru raflínur ofanjarðar, hafi ekki farið fram með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir. Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri Landsnets, segir stofnunina hafa kannað alla kosti ítarlega og vonast til að viðbótaskýrsla um jarðstrengskosti sem stofnunin gaf út dugi til að gefa út nýtt leyfi. „Við skoðuðum jarðstrengskosti ansi nákvæmlega og ítarlega,“ segir Sverrir. „Það ver gerð skýrsla sem er aðgengileg á vef Landsnets sem lýsir þessu rauner hvernig þessi framkvæmd gæti litið út væri hún sett í jörðu. Þessi skýrsla var gerð fyrir rúmu ári síðan og hún kom úr í byrjun árs 2017. Hún lá þannig fyrir áður en að framkvæmdarleyfið var veitt en það sem að úrskurðarnefndin bendir réttilega á er að hún er ekki hluti af mati á umhverfisáhrifum.“ Hann segir Landsnet nú fylgja leiðbeiningum úrskurðarnefndarinnar um hvernig megi greiða úr málinu til að setja framkvæmdir aftur á dagskrá. „Við erum að skoða það hvort að það megi nýta þessa skýrslu sem liggur fyrir inn í ferlið þannig að hægt verði að veita framkvæmdaleyfi aftur,“ segir Sverrir. Þá hefur Landsnet hætt öllu útboði á verkefnum í tengslum við framkvæmdina.
Orkumál Tengdar fréttir Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09 Bráðabirgðaflutningur á raflínum í skoðun Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi vegna Lyklafellslínu. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir úrskurðinn vonbrigði en bærinn hefur í áratug barist fyrir lagningu línunnar. 27. mars 2018 14:15 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09
Bráðabirgðaflutningur á raflínum í skoðun Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi vegna Lyklafellslínu. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir úrskurðinn vonbrigði en bærinn hefur í áratug barist fyrir lagningu línunnar. 27. mars 2018 14:15