Skipverjarnir áttu ekki að leggja blómsveig á leiði Birnu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2018 15:09 Þá hefur blátt bann verið sett við myndatökum í kirkjugörðunum. Mynd tengist fréttinni ekki beint. vísir/stefán Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir áhöfn togarans Polar Nanoq ekki hafa átt neitt með að leggja blómsveig á leiði Birnu Brjánsdóttur í Fossvogskirkjugarði. Þá segir hann að hafa þurfi samráð með nánustu ættingjum vilji fólk setja kransa á leiði fólks í görðunum, að því er segir í fréttatilkynningu frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Vísir greindi frá því á dögunum að skipverjar togarans Polar Nanoq hafi látið leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur snemma í mars. Í fréttum grænlenskra fjölmiðla sagði að með sveignum hafi áhöfnin viljað minnast þess að ár hafi verið liðið frá andláti Birnu. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, hefur sagst upplifa gjörning sjómannanna sem virðingarleysi.Nauðsynlegt að fá leyfi frá aðstandendum Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma, segir í fréttatilkynningu vegna málsins að samkvæmt reglum kirkjugarðanna ráði aðstandendur því hvað sett sé á leiði til að prýða það, t.d. hvort þar séu gróðursett blóm eða annað. „Ef einhver vinur eða fjarskyldur ættingi finnur hvöt hjá sér til að setja blómsveig eða krans á leiði, nokkru eða löngu eftir jarðsetningu til að sýna virðingu, þarf viðkomandi að hafa um það samráð og fá leyfi til þess hjá nánustu aðstandendum,“ segir í tilkynningu. Segir þá hafa brotið reglur um myndatökur Þá vill Þórsteinn koma því á framfæri að með hliðsjón af þessu hefði áhöfnin ekki átt að setja blómsveiginn á leiðið. Framkvæmdin hafi auk þess verið röng. „Áhöfn togarans átti ekkert með að setja blómsveig á leiði Birnu svo löngu eftir jarðsetningu hennar nema með leyfi nánustu aðstandenda. Ég er ekki með þessu að segja að blómsveigur áhafnarinnar hafi ekki verið virðingarvottur, ég er hér að tala um framkvæmdina, hún var röng. Hefði áhöfnin kynnt sér áður hvaða viðhorf aðstandendur hefðu til þessa, hefði komið í ljós að þeir kærðu sig ekki um slíkt og sú ákvörðun hefði ráðið framhaldinu,“ segir í tilkynningu. Þá heldur Þórsteinn því fram að blátt bann hafi verið sett við myndatökum í kirkjugörðunum nema tryggt sé að ekki komi fram nöfn og áletranir á minningarmörkum. Þetta hafi verið þverbrotið í áðurnefndu tilviki. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjar Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Skipverjar grænlenska togarans Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur í síðustu viku. 20. mars 2018 14:56 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir áhöfn togarans Polar Nanoq ekki hafa átt neitt með að leggja blómsveig á leiði Birnu Brjánsdóttur í Fossvogskirkjugarði. Þá segir hann að hafa þurfi samráð með nánustu ættingjum vilji fólk setja kransa á leiði fólks í görðunum, að því er segir í fréttatilkynningu frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Vísir greindi frá því á dögunum að skipverjar togarans Polar Nanoq hafi látið leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur snemma í mars. Í fréttum grænlenskra fjölmiðla sagði að með sveignum hafi áhöfnin viljað minnast þess að ár hafi verið liðið frá andláti Birnu. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, hefur sagst upplifa gjörning sjómannanna sem virðingarleysi.Nauðsynlegt að fá leyfi frá aðstandendum Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma, segir í fréttatilkynningu vegna málsins að samkvæmt reglum kirkjugarðanna ráði aðstandendur því hvað sett sé á leiði til að prýða það, t.d. hvort þar séu gróðursett blóm eða annað. „Ef einhver vinur eða fjarskyldur ættingi finnur hvöt hjá sér til að setja blómsveig eða krans á leiði, nokkru eða löngu eftir jarðsetningu til að sýna virðingu, þarf viðkomandi að hafa um það samráð og fá leyfi til þess hjá nánustu aðstandendum,“ segir í tilkynningu. Segir þá hafa brotið reglur um myndatökur Þá vill Þórsteinn koma því á framfæri að með hliðsjón af þessu hefði áhöfnin ekki átt að setja blómsveiginn á leiðið. Framkvæmdin hafi auk þess verið röng. „Áhöfn togarans átti ekkert með að setja blómsveig á leiði Birnu svo löngu eftir jarðsetningu hennar nema með leyfi nánustu aðstandenda. Ég er ekki með þessu að segja að blómsveigur áhafnarinnar hafi ekki verið virðingarvottur, ég er hér að tala um framkvæmdina, hún var röng. Hefði áhöfnin kynnt sér áður hvaða viðhorf aðstandendur hefðu til þessa, hefði komið í ljós að þeir kærðu sig ekki um slíkt og sú ákvörðun hefði ráðið framhaldinu,“ segir í tilkynningu. Þá heldur Þórsteinn því fram að blátt bann hafi verið sett við myndatökum í kirkjugörðunum nema tryggt sé að ekki komi fram nöfn og áletranir á minningarmörkum. Þetta hafi verið þverbrotið í áðurnefndu tilviki.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjar Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Skipverjar grænlenska togarans Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur í síðustu viku. 20. mars 2018 14:56 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Skipverjar Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Skipverjar grænlenska togarans Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur í síðustu viku. 20. mars 2018 14:56