Allt að helmingur sambanda hér á landi endar með skilnaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2018 18:43 Lögskilnaðir eru algengastir í hópnum frá 40 til 49 ára en frá 2011 er sá aldurshópur ríflega þriðjungur þeirra sem slítur samvistum. Félags- og fjölskylduráðgjafi telur að um helmingur sambanda hér á landi endi með skilnaði. Í fyrra og hittifyrra voru met slegin í fjölda skilnaða hér á landi en algengast er að fólk á aldrinum 40 til 49 ákveði að slíta samvistum samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Theodór Francis Birgisson félags- og fjölskylduráðgjafi hjá Lausninni segir að á þessum breytingaraldri ákveði fólk oft að umbylta lífi sínu. „Allt of margir hlaupa út úr parsambandinu og halda að þar liggi hundurinn grafinn. Það er miklu mikilvægara en fólk gerir sér grein fyrir að staldra aðeins við og athuga bara af hverju líður mér ekki nógu vel. Af hverju er ég ekki lengur sáttur eða sátt í parsambandinu og getur verið að það sé hreinlega bara eitthvað sem ég er ekki að gera sem ég var einu sinni að gera og ég þyrfti aftur að fara til fyrri vegar.“ Fólk gleymir að sinna sambandinu Þróunin frá árinu 2011 hefur verið að sífellt yngra fólk ákveður að skilja en á síðasta ári var ríflega fjórðungur fólks sem ákvað að skilja á aldrinum 30 til 39 samanborið við tæplega átta prósent árið 2007. Theodór segir þetta líka sína reynslu og bendir á áhrif samfélagsmiðla en önnur atriði komi líka til. „Það kemur svolítið að þessu að ungt fólk vill fá allt strax, ungt fólk vill eiga eins hús og foreldrarnir, eins bíl, fara jafn oft til útlanda og það er þessi ótrúlega félagslega krafa að allt gerist strax og allt sé fullkomið og svo kemst fólk bara að því að það er enginn fullkominn.“ Theodór segir að um 15 prósent sambandsslita séu vegna framhjáhalds en restin sé vegna þess að fólk gleymi að sinna sambandinu. „Þá verður þolið fyrir smáatriðunum svo lítið að jafnvel það að bílum er ekki rétt lagt eða það er búið að týna lyklunum getur sett allt saman á hliðina sem undir venjulegum kringumstæðum myndi engu máli skipta.“ Tengdar fréttir Aldrei fleiri skilið en í fyrra Á árinu 2016 voru 1.462 lögskilnaðir skráðir samkvæmt tölum Þjóðskrár. 26. mars 2018 20:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Lögskilnaðir eru algengastir í hópnum frá 40 til 49 ára en frá 2011 er sá aldurshópur ríflega þriðjungur þeirra sem slítur samvistum. Félags- og fjölskylduráðgjafi telur að um helmingur sambanda hér á landi endi með skilnaði. Í fyrra og hittifyrra voru met slegin í fjölda skilnaða hér á landi en algengast er að fólk á aldrinum 40 til 49 ákveði að slíta samvistum samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Theodór Francis Birgisson félags- og fjölskylduráðgjafi hjá Lausninni segir að á þessum breytingaraldri ákveði fólk oft að umbylta lífi sínu. „Allt of margir hlaupa út úr parsambandinu og halda að þar liggi hundurinn grafinn. Það er miklu mikilvægara en fólk gerir sér grein fyrir að staldra aðeins við og athuga bara af hverju líður mér ekki nógu vel. Af hverju er ég ekki lengur sáttur eða sátt í parsambandinu og getur verið að það sé hreinlega bara eitthvað sem ég er ekki að gera sem ég var einu sinni að gera og ég þyrfti aftur að fara til fyrri vegar.“ Fólk gleymir að sinna sambandinu Þróunin frá árinu 2011 hefur verið að sífellt yngra fólk ákveður að skilja en á síðasta ári var ríflega fjórðungur fólks sem ákvað að skilja á aldrinum 30 til 39 samanborið við tæplega átta prósent árið 2007. Theodór segir þetta líka sína reynslu og bendir á áhrif samfélagsmiðla en önnur atriði komi líka til. „Það kemur svolítið að þessu að ungt fólk vill fá allt strax, ungt fólk vill eiga eins hús og foreldrarnir, eins bíl, fara jafn oft til útlanda og það er þessi ótrúlega félagslega krafa að allt gerist strax og allt sé fullkomið og svo kemst fólk bara að því að það er enginn fullkominn.“ Theodór segir að um 15 prósent sambandsslita séu vegna framhjáhalds en restin sé vegna þess að fólk gleymi að sinna sambandinu. „Þá verður þolið fyrir smáatriðunum svo lítið að jafnvel það að bílum er ekki rétt lagt eða það er búið að týna lyklunum getur sett allt saman á hliðina sem undir venjulegum kringumstæðum myndi engu máli skipta.“
Tengdar fréttir Aldrei fleiri skilið en í fyrra Á árinu 2016 voru 1.462 lögskilnaðir skráðir samkvæmt tölum Þjóðskrár. 26. mars 2018 20:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Aldrei fleiri skilið en í fyrra Á árinu 2016 voru 1.462 lögskilnaðir skráðir samkvæmt tölum Þjóðskrár. 26. mars 2018 20:00