Ferðamenn í hættu við Reynisfjöru vegna grjótfoks Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2018 19:15 Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. Þjóðvegur eitt hefur verið lokaður í Öræfasveit og vegurinn yfir Mýrdalssand frá því morgun vegna veðurofsa á þessum stöðum.Töluverð umferð var þrátt fyrir veðrið, aðallega ferðamenn á bílaleigubílum. Vegagerðin greip til þess ráðs í morgun að loka þjóðvegi eitt í Öræfasveit þar sem vindhviður fóru vel yfir 40 metra á sekúndu og veginum yfir Mýrdalssand var líka lokað vegna mikils sandroks þar. Við Seljalandsfoss var hópur ferðamanna í allan dag enda var lítið að veðri þar.„Við ætluðum að fara alla leið að Reynisfjöru en okkur var sagt í morgun að fara ekki lengra en að Seljalandsfossi. Við þurftum að breyta áætluninni,“ segir Örn Guðmundsson, leiðsögumaður.Varað er við hættunni við Reynisfjöru.Vísir/VilhelmVar fólk sátt með það?„Jájá, ég var með skólahóp og kennararnir sættu sig við þetta. Það er ekkert við veðrinu að gera. Maður breytir því ekkert.“Skriðu til baka úr fjörunni Ragnar Heiðarsson, rútubílstjóri fór með sinn hóp í Reynisfjöru í morgun, Kínverja sem eru í heimsreisu og ætla að stoppa í þrjá daga á Íslandi. Í fjörunni var brjálað veður og ferðamennirnir í hættu. „Það er ekki beint sandfok úr fjörunni, það er grjótfok og ég var í vandræðum með fólkið. Það fór í fjöruna. Ég þurfti að fara að sækja það og teyma það til baka. Sumir skriðu til baka en það sem maður var hræddastur við, það voru bílarnir. Grjótfokið var það mikið að það munaði litlu að rúðurnar færu hjá mér,“ segir Ragnar. Ragnar segir að hættuástand hafi verið í fjörunni og að honum hafi gengið illa að smala fólkinu saman því allir vildu taka myndir af öldunum og veðurofsanum.En hefði átt að loka fjörunni í morgun ?„Ég var að hugsa um það að hringja í lögregluna og láta stoppa þetta af. Þetta er ekki ástand sem Íslendingar myndu sætta sig við þannig að við ættum ekki að vera að dæla ferðamönnum þangað,“ segir Ragnar.Ferðamennirnir við Seljalandsfoss voru líka sáttir við Ísland og veðrið þar.„Það er hvasst. Bíllinn hristist allur en þeta er gaman,“ sögðu ferðamenn frá Bandaríkjunum. Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Sjá meira
Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. Þjóðvegur eitt hefur verið lokaður í Öræfasveit og vegurinn yfir Mýrdalssand frá því morgun vegna veðurofsa á þessum stöðum.Töluverð umferð var þrátt fyrir veðrið, aðallega ferðamenn á bílaleigubílum. Vegagerðin greip til þess ráðs í morgun að loka þjóðvegi eitt í Öræfasveit þar sem vindhviður fóru vel yfir 40 metra á sekúndu og veginum yfir Mýrdalssand var líka lokað vegna mikils sandroks þar. Við Seljalandsfoss var hópur ferðamanna í allan dag enda var lítið að veðri þar.„Við ætluðum að fara alla leið að Reynisfjöru en okkur var sagt í morgun að fara ekki lengra en að Seljalandsfossi. Við þurftum að breyta áætluninni,“ segir Örn Guðmundsson, leiðsögumaður.Varað er við hættunni við Reynisfjöru.Vísir/VilhelmVar fólk sátt með það?„Jájá, ég var með skólahóp og kennararnir sættu sig við þetta. Það er ekkert við veðrinu að gera. Maður breytir því ekkert.“Skriðu til baka úr fjörunni Ragnar Heiðarsson, rútubílstjóri fór með sinn hóp í Reynisfjöru í morgun, Kínverja sem eru í heimsreisu og ætla að stoppa í þrjá daga á Íslandi. Í fjörunni var brjálað veður og ferðamennirnir í hættu. „Það er ekki beint sandfok úr fjörunni, það er grjótfok og ég var í vandræðum með fólkið. Það fór í fjöruna. Ég þurfti að fara að sækja það og teyma það til baka. Sumir skriðu til baka en það sem maður var hræddastur við, það voru bílarnir. Grjótfokið var það mikið að það munaði litlu að rúðurnar færu hjá mér,“ segir Ragnar. Ragnar segir að hættuástand hafi verið í fjörunni og að honum hafi gengið illa að smala fólkinu saman því allir vildu taka myndir af öldunum og veðurofsanum.En hefði átt að loka fjörunni í morgun ?„Ég var að hugsa um það að hringja í lögregluna og láta stoppa þetta af. Þetta er ekki ástand sem Íslendingar myndu sætta sig við þannig að við ættum ekki að vera að dæla ferðamönnum þangað,“ segir Ragnar.Ferðamennirnir við Seljalandsfoss voru líka sáttir við Ísland og veðrið þar.„Það er hvasst. Bíllinn hristist allur en þeta er gaman,“ sögðu ferðamenn frá Bandaríkjunum.
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Sjá meira