Í fyrsta skipti, frá því að núverandi keppnisfyrirkomulag var tekið upp árið 1995, verður ekkert Suðurnesjalið í undanúrslitum efstu deildar karla í körfubolta.
Þetta varð ljóst eftir að Keflavík tapaði fyrir Haukum í háspennuleik að Ásvöllum í kvöld. Eftir leikinn tilkynnti svo Friðrik Ingi Rúnarsson að hann væri hættur körfuboltaþjálfun en hann hefur þjálfað Njarðvík, Grindavík og Keflavík á þessum tíma.
Eftir þessi úrslit er ljóst að í fyrsta skipti verður ekkert Suðurnesjalið í úrslitum en Njarðvík, Keflavík og Grindavík duttu öll út úr 8-liða úrslitunum þetta tímabilið. Tveimur þeirra, Njarðvík og Grindavík, var sópað út, 3-0.
Árið 2011 var vígið nærri því fallið þegar ÍR var einu víti frá því að slá Keflavík út en Keflvíkingar kláruðu einvígið að lokum og voru eina Suðurnesjafélagið sem fór í undanúrslitin það árið.
Liðin sem taka þátt í undanúrslitunum þetta árið verða KR, Haukar, Tindastóll og ÍR en úrslitakeppnin fer af stað í næstu viku.
Valdatíð Suðurnesjanna lauk í kvöld
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn






Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn