Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. mars 2018 07:00 Ungur hælisleitandi frá Marokkó varð fyrir alvarlegri líkamsárás í íþróttasal fangelsisins að Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Honum var vísað úr landi mánuði síðar þrátt fyrir yfirstandandi lögreglurannsókn. Fréttablaðið/Vilhelm Lögreglunni á Suðurlandi sem fer með rannsókn á alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni fyrr á árinu, var ekki gert viðvart áður en brotaþolanum, Houssin Bsraoi hælisleitanda frá Marokkó, var vísað úr landi 20. febrúar síðastliðinn. „Ég sé ekki að við höfum fengið upplýsingar um það og man að þetta barst okkur bara í fréttum,“ segir Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi. „Ef fólk er á förum af landinu eða ætla má að það sé að týnast, þá má fara með það fyrir dóm þar sem það staðfestir þann framburð sem það hefur gefið og þá er það afgreitt og þeim þætti dómsmeðferðarinnar bara lokið. Ef við hefðum vitað að maðurinn væri á förum úr landi þá hefðum við væntanlega sett þetta í þann farveg en það kom hreinlega ekki til þess að taka þá ákvörðun því hann var farinn úr landi áður en við vissum af því,“ segir Elís og bætir við: „Það var óheppilegt að tapa honum út úr málinu án þess að láta hann staðfesta framburð sinn, ekki síst þar sem ekki er víst að hann verði auðfundinn og það gæti verið erfiðleikum háð að hafa uppi á honum og fá hann til að staðfesta framburð sinn.“ Aðspurður segir Elís málið ekki komið á þann stað að tekin hafi verið afstaða til þess hvort reynt verði að hafa uppi á Houssin til að fá hann aftur til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi. „Rannsóknin þarf að klárast hér hjá okkur og fer svo til saksóknara sem fer yfir hvað gert verður, hvern skuli ákæra og svo framvegis. Þessi ákvörðun yrði þá tekin á þeim vettvangi,“ segir Elís. Hann segir verkefni lögreglunnar vera að vinna frumrannsókn, tryggja framburði, læknisvottorð og slíkt. Elís segir rannsóknina langt komna og skýrslutökum af vitnum og grunuðum lokið. Hann segir að um töluverðan hóp hafi verið að ræða sem taka þurfti skýrslur af bæði úr hópi fanga og fangavarða. Beðið er eftir lokagögnum, læknisfræðilegs eðlis; tannlæknaskýrslum og þvíumlíku og búast má við að rannsókn ljúki fljótlega eftir páska. Málið fer til saksóknara þegar rannsókn er lokið; fyrst til ákærusviðs á Suðurlandi en ef málið varðar 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, sem tekur til sérstaklega hættulegra líkamsárása, þá verður málinu vísað þaðan til héraðssaksóknara. Lilja Margrét Olsen, lögmaður Houssins, hefur lagt áherslu á að hann fái tækifæri til að gefa skýrslu fyrir dómi enda hafi lögregluskýrsla aldrei sama sönnunargildi í sakamáli og skýrsla fyrir dómi. Ekki náðist í Lilju við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Bjó fjögur ár á götunni í Marokkó Yassine flúði heimaland sitt í leit að betra lífi. Hann er nú í fóstri hjá fjölskyldu í Bolungarvík og óskar þess heitast að fá að vera venjulegur samfélagsþegn á Íslandi. 14. mars 2018 19:30 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Útlendingastofnun segir rangfærslur í umræðunni um mál hælisleitandans Houssin Bsraoi sem fluttur var úr landi í gær. 22. febrúar 2018 13:30 Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Lögreglunni á Suðurlandi sem fer með rannsókn á alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni fyrr á árinu, var ekki gert viðvart áður en brotaþolanum, Houssin Bsraoi hælisleitanda frá Marokkó, var vísað úr landi 20. febrúar síðastliðinn. „Ég sé ekki að við höfum fengið upplýsingar um það og man að þetta barst okkur bara í fréttum,“ segir Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurlandi. „Ef fólk er á förum af landinu eða ætla má að það sé að týnast, þá má fara með það fyrir dóm þar sem það staðfestir þann framburð sem það hefur gefið og þá er það afgreitt og þeim þætti dómsmeðferðarinnar bara lokið. Ef við hefðum vitað að maðurinn væri á förum úr landi þá hefðum við væntanlega sett þetta í þann farveg en það kom hreinlega ekki til þess að taka þá ákvörðun því hann var farinn úr landi áður en við vissum af því,“ segir Elís og bætir við: „Það var óheppilegt að tapa honum út úr málinu án þess að láta hann staðfesta framburð sinn, ekki síst þar sem ekki er víst að hann verði auðfundinn og það gæti verið erfiðleikum háð að hafa uppi á honum og fá hann til að staðfesta framburð sinn.“ Aðspurður segir Elís málið ekki komið á þann stað að tekin hafi verið afstaða til þess hvort reynt verði að hafa uppi á Houssin til að fá hann aftur til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi. „Rannsóknin þarf að klárast hér hjá okkur og fer svo til saksóknara sem fer yfir hvað gert verður, hvern skuli ákæra og svo framvegis. Þessi ákvörðun yrði þá tekin á þeim vettvangi,“ segir Elís. Hann segir verkefni lögreglunnar vera að vinna frumrannsókn, tryggja framburði, læknisvottorð og slíkt. Elís segir rannsóknina langt komna og skýrslutökum af vitnum og grunuðum lokið. Hann segir að um töluverðan hóp hafi verið að ræða sem taka þurfti skýrslur af bæði úr hópi fanga og fangavarða. Beðið er eftir lokagögnum, læknisfræðilegs eðlis; tannlæknaskýrslum og þvíumlíku og búast má við að rannsókn ljúki fljótlega eftir páska. Málið fer til saksóknara þegar rannsókn er lokið; fyrst til ákærusviðs á Suðurlandi en ef málið varðar 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga, sem tekur til sérstaklega hættulegra líkamsárása, þá verður málinu vísað þaðan til héraðssaksóknara. Lilja Margrét Olsen, lögmaður Houssins, hefur lagt áherslu á að hann fái tækifæri til að gefa skýrslu fyrir dómi enda hafi lögregluskýrsla aldrei sama sönnunargildi í sakamáli og skýrsla fyrir dómi. Ekki náðist í Lilju við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Bjó fjögur ár á götunni í Marokkó Yassine flúði heimaland sitt í leit að betra lífi. Hann er nú í fóstri hjá fjölskyldu í Bolungarvík og óskar þess heitast að fá að vera venjulegur samfélagsþegn á Íslandi. 14. mars 2018 19:30 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Útlendingastofnun segir rangfærslur í umræðunni um mál hælisleitandans Houssin Bsraoi sem fluttur var úr landi í gær. 22. febrúar 2018 13:30 Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Bjó fjögur ár á götunni í Marokkó Yassine flúði heimaland sitt í leit að betra lífi. Hann er nú í fóstri hjá fjölskyldu í Bolungarvík og óskar þess heitast að fá að vera venjulegur samfélagsþegn á Íslandi. 14. mars 2018 19:30
Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00
Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Útlendingastofnun segir rangfærslur í umræðunni um mál hælisleitandans Houssin Bsraoi sem fluttur var úr landi í gær. 22. febrúar 2018 13:30
Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50