„Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. mars 2018 16:00 Ella Björg Rögnvaldsdóttir segir erfitt að ábyrgð ljósmæðra sé ekki metin til launa. Aðsent „Í gær tók ég eina erfiðustu ákvörðun sem ég hef á ævinni tekið. Ég sagði upp,“ skrifar ljósmóðirin og hjúkrunarfræðingurinn Ella Björg Rögnvaldsdóttir í pistli á Facebook í dag. „Ég er búin að strita fyrir þessum háskólagráðum mínum og skulda meira en ég kæri mig um að rifja upp í námslán. Ég stend ekki undir fjárhagslegum skuldbindingum mínum við að mennta mig með því að starfa við það sem ég er menntuð til. Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir.“ Eitt helsta baráttuefni Ljósmæðrafélagsins í kjaraviðræðunum er að búa svo um hnútana að ljósmæður lækki ekki í launum þegar þær bæta við sig tveggja ára menntun við hjúkrunarfræðina, líkt og raunin er hjá mjög mörgum þeirra í dag. „Ég er vel lesin, ég er með sex ára háskólanám og tvær fullgildar háskólagráður. Menntun mín og sú gríðarlega ábyrgð sem ég stendu undir í starfi mínu á hverri einustu vakt er ekki metin til launa.“ Ella Björg segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki gert sér grein fyrir því að með því að bæta við sig þessari menntun myndi hún lækka sig í launum, hún íhugar nú að fara að starfa aftur sem hjúkrunarfræðingur. „Ég gerði þetta í gær svo ég er ennþá að skoða hvað er í boði. En ég yrði á betri launum sem hjúkrunarfræðingur heldur en ég er með núna svo það er auðvitað það fyrsta sem maður skoðar.“Viðhorf samninganefndar komið á óvart Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins síðast hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara fyrir viku vegna kjaradeilu ljósmæðra. Áslaug Valsdóttir, formaður ljósmæðrafélagsins sagði í samtali við fréttastofu eftir fundinn að einungis munaði 3,7 milljónum á milli deiluaðila til þess að ljósmæður myndu undirrita nýjan kjarasamning. Næsti fundur verður eftir páska, þann 3. apríl. „Það hefur komið mér gríðarlega á óvart það viðhorf sem við höfum fengið frá þeim sem við erum að semja við. Við finnum fyrir ótrúlega miklum meðbyr hjá þjóðinni og okkur þykir ótrúlega vænt um það. Við höfum alla með okkur nema fólkið sem við erum að semja við. Það hefur komið mér á óvart hvað fólk á erfitt með að sjá hversu mikill fjársjóður felst í þessari stétt, sem er ekki stór þannig að við erum ekki að biðja um mikið,“ segir Ella Björg. „Manni langar ekki að vinna fyrir vinnuveitenda sem kann ekki að meta hvað maður hefur upp á að bjóða.“Vildi helst starfa áfram sem ljósmóðir Um 270 ljósmæður starfa hér á landi í dag. Í pistli sínum segir Ella Björg að hún elski vinnuna sína og vildi helst ekki starfa við neitt annað en að sinna fjölskyldum í barneignarferlinu. Hún nái því miður ekki að framfleyta sér á núverandi launum. „Það eru auðvitað gríðarlega mikil vonbrigði að finna að maður er ekki metin að verðleikum.“ Ella Björg sagði að hún hafi valið að verða ljósmóðir eftir að kynnast mikilvægi þeirra í eigin fæðingarferli, en hún er sjálf tveggja barna móðir. „Ég fann bara hvað það skiptir miklu máli að þetta fólk sem er að sinna þessum störfum geri það af heilum hug. Ég fór í þetta nám af því að ég fann að þetta var það eina rétta fyrir mig.“ Pistil Ellu Bjargar má svo lesa í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins til sáttasemjara: „Ekkert eðlilegt við það að lækka í launum eftir útskrift sem ljósmóðir“ Kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins var í byrjun febrúar vísað til ríkissáttasemjara. Deiluaðilar hafa átt einn fund síðan þá og hefur næsti fundur verið boðaður þann 28. febrúar. 16. febrúar 2018 11:45 Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. 21. mars 2018 20:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
„Í gær tók ég eina erfiðustu ákvörðun sem ég hef á ævinni tekið. Ég sagði upp,“ skrifar ljósmóðirin og hjúkrunarfræðingurinn Ella Björg Rögnvaldsdóttir í pistli á Facebook í dag. „Ég er búin að strita fyrir þessum háskólagráðum mínum og skulda meira en ég kæri mig um að rifja upp í námslán. Ég stend ekki undir fjárhagslegum skuldbindingum mínum við að mennta mig með því að starfa við það sem ég er menntuð til. Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir.“ Eitt helsta baráttuefni Ljósmæðrafélagsins í kjaraviðræðunum er að búa svo um hnútana að ljósmæður lækki ekki í launum þegar þær bæta við sig tveggja ára menntun við hjúkrunarfræðina, líkt og raunin er hjá mjög mörgum þeirra í dag. „Ég er vel lesin, ég er með sex ára háskólanám og tvær fullgildar háskólagráður. Menntun mín og sú gríðarlega ábyrgð sem ég stendu undir í starfi mínu á hverri einustu vakt er ekki metin til launa.“ Ella Björg segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki gert sér grein fyrir því að með því að bæta við sig þessari menntun myndi hún lækka sig í launum, hún íhugar nú að fara að starfa aftur sem hjúkrunarfræðingur. „Ég gerði þetta í gær svo ég er ennþá að skoða hvað er í boði. En ég yrði á betri launum sem hjúkrunarfræðingur heldur en ég er með núna svo það er auðvitað það fyrsta sem maður skoðar.“Viðhorf samninganefndar komið á óvart Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins síðast hittust á fundi hjá Ríkissáttasemjara fyrir viku vegna kjaradeilu ljósmæðra. Áslaug Valsdóttir, formaður ljósmæðrafélagsins sagði í samtali við fréttastofu eftir fundinn að einungis munaði 3,7 milljónum á milli deiluaðila til þess að ljósmæður myndu undirrita nýjan kjarasamning. Næsti fundur verður eftir páska, þann 3. apríl. „Það hefur komið mér gríðarlega á óvart það viðhorf sem við höfum fengið frá þeim sem við erum að semja við. Við finnum fyrir ótrúlega miklum meðbyr hjá þjóðinni og okkur þykir ótrúlega vænt um það. Við höfum alla með okkur nema fólkið sem við erum að semja við. Það hefur komið mér á óvart hvað fólk á erfitt með að sjá hversu mikill fjársjóður felst í þessari stétt, sem er ekki stór þannig að við erum ekki að biðja um mikið,“ segir Ella Björg. „Manni langar ekki að vinna fyrir vinnuveitenda sem kann ekki að meta hvað maður hefur upp á að bjóða.“Vildi helst starfa áfram sem ljósmóðir Um 270 ljósmæður starfa hér á landi í dag. Í pistli sínum segir Ella Björg að hún elski vinnuna sína og vildi helst ekki starfa við neitt annað en að sinna fjölskyldum í barneignarferlinu. Hún nái því miður ekki að framfleyta sér á núverandi launum. „Það eru auðvitað gríðarlega mikil vonbrigði að finna að maður er ekki metin að verðleikum.“ Ella Björg sagði að hún hafi valið að verða ljósmóðir eftir að kynnast mikilvægi þeirra í eigin fæðingarferli, en hún er sjálf tveggja barna móðir. „Ég fann bara hvað það skiptir miklu máli að þetta fólk sem er að sinna þessum störfum geri það af heilum hug. Ég fór í þetta nám af því að ég fann að þetta var það eina rétta fyrir mig.“ Pistil Ellu Bjargar má svo lesa í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins til sáttasemjara: „Ekkert eðlilegt við það að lækka í launum eftir útskrift sem ljósmóðir“ Kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins var í byrjun febrúar vísað til ríkissáttasemjara. Deiluaðilar hafa átt einn fund síðan þá og hefur næsti fundur verið boðaður þann 28. febrúar. 16. febrúar 2018 11:45 Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. 21. mars 2018 20:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins til sáttasemjara: „Ekkert eðlilegt við það að lækka í launum eftir útskrift sem ljósmóðir“ Kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins var í byrjun febrúar vísað til ríkissáttasemjara. Deiluaðilar hafa átt einn fund síðan þá og hefur næsti fundur verið boðaður þann 28. febrúar. 16. febrúar 2018 11:45
Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. 21. mars 2018 20:00