Kári bestur eftir áramót: „Staðan er geðveik akkúrat núna“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. mars 2018 10:00 Kári Jónsson, leikmaður Hauka, hefur átt stórbrotið tímabil vísir/anton Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu besta leikmann seinni hlutans. Það kom ekki mikið á óvart að Haukamaðurinn Kári Jónsson var útnefndur bestur. Hann fór á kostum með Haukum í vetur, og varð deildarmeistari með liðinu á fimmtudaginn. Kári var mættur í settið hjá strákunum í gær og ræddi við þá um veturinn. „Við vorum heppnir í því hvernig liðið púslaðist saman hjá okkur, en þetta var góður vetur hjá okkur,“ sagði Kári. Kári var lykilmaður í liði Hauka fyrir þremur og tveimur árum síðan, fer síðan út í háskólaboltann en kemur heim snemma á þessu tímabili. Hver er munurinn á liðinu þá og núna? „Núna vitum við aðeins betur hvað við erum að fara út í. Við vitum hvað þarf að gera til þess að vinna leiki í úrslitakeppninni og við erum betur tilbúnir í það núna.“Kári Jónsson er fæddur árið 1997. Hann er með 19,8 stig, 4,5 fráköst og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hann á besta árangur vetrarins í meðaltali +/-: 12,3 stig sem Haukaliðið vinnur með þegar hann er inná.skjáskotKári er aðeins tvítugur en ber lið Hauka á herðum sér. Hann kippir sér ekki mikið upp við það og finnst lítið mál að leiða liðið þrátt fyrir ungan aldur. Jón Halldór Eðvaldsson spurði Kára út í ábyrgðina og aldurinn en Teitur Örlygsson kom Kára til varnar, „þú þart ekki að sýna nafnskírteini til að spila körfubolta.“ „Fyndið að Teitur sé að tala um nafnskírteini. Hann er það gamall. Nafnskírteini eru ekki til lengur, Kári veit allavega ekki hvað nafnskírteini er,“ greip Kjartan Atli Kjartansson þá inn í. Haukar unnu sinn fyrsta deildarmeistaratitil á fimmtudaginn, hvenær rann það upp fyrir þeim að þeir gætu náð þeim áfanga? „Eftir KR-leikinn var þetta orðið eitthvað sem við vorum að pæla í. Framan af þá var þetta ekki eitthvað sem við vorum að hugsa um, við vorum bara að vinna leiki. En eftir KR leikinn heima var þetta möguleiki,“ sagði Kári. „Við viljum halda heimavellinum sterkum og hafa það þannig að lið komi til okkar með lítið sjálfstraust og líði ekki vel á okkar heimavelli. Við höfum gert mjög vel á heimavelli og það skiptir okkur miklu máli.“Haukar unnu deildarmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn síðasta fimmtudagVísir/Andri MarinóHaukar mæta Keflavík í 8-liða úrslitum Domino's deildarinnar og hefst sería þeirra á föstudaginn í næstu viku, 16. mars. Keflavík er eina liðið sem hefur unnið Hauka á heimavelli til þessa, mun það hafa áhrif í úrslitakeppninni? „Nei, ekki fyrir okkur allavega.“ „Verður það semsagt 3-0. Ætlaru að gefa það út hér?“ spurði Fannar Ólafsson. „Við stefnum á það, en við tökum einn leik í einu,“ sagði hógvær Kári Jónsson. „Sá leikur var í október og þeir voru með öðruvísi lið og við líka. Þó við séum ekki búnir að breyta mannskapnum þá höfum við þroskast mikið.“ Hver er helsti styrkleiki þessa unga leikmanns? „Að stjórna liðinu. Fá alla tilbúna og að við séum á sömu blaðsíðu. Það finnst mér skipta miklu máli og það er mitt hlutverk að það sé á hreinu. Ef mönnum líður vel og eru í réttu hlutverki inn á vellinum þá spila þeir vel,“ sagði Kári Jónsson.Kári í félagsskap Teits Örlygssonar, Fannars Ólafssonar og Jóns Halldórs EðvaldssonarskjáskotKári brotnaði á þumalfingri á hægri hendi á æfingu með íslenska landsliðinu nú í febrúar. Hann hefur ekki spilað með Haukum síðan þá og er ennþá með hendina í spelku. Hver er staðan á Kára? „Ef ég svara akkúrat núna þá er hún geðveik. Ég finn ekki fyrir neinu. En ég fer eftir helgi að prófa að byrja að skjóta og dripla og þá lendir maður kannski á vegg, en það verður bara að koma í ljós.“ Spjall strákanna í Domino's Körfuboltakvöldi við Kára Jónsson, besta leikmann seinni hlutans í Domino's deild karla má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu besta leikmann seinni hlutans. Það kom ekki mikið á óvart að Haukamaðurinn Kári Jónsson var útnefndur bestur. Hann fór á kostum með Haukum í vetur, og varð deildarmeistari með liðinu á fimmtudaginn. Kári var mættur í settið hjá strákunum í gær og ræddi við þá um veturinn. „Við vorum heppnir í því hvernig liðið púslaðist saman hjá okkur, en þetta var góður vetur hjá okkur,“ sagði Kári. Kári var lykilmaður í liði Hauka fyrir þremur og tveimur árum síðan, fer síðan út í háskólaboltann en kemur heim snemma á þessu tímabili. Hver er munurinn á liðinu þá og núna? „Núna vitum við aðeins betur hvað við erum að fara út í. Við vitum hvað þarf að gera til þess að vinna leiki í úrslitakeppninni og við erum betur tilbúnir í það núna.“Kári Jónsson er fæddur árið 1997. Hann er með 19,8 stig, 4,5 fráköst og 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hann á besta árangur vetrarins í meðaltali +/-: 12,3 stig sem Haukaliðið vinnur með þegar hann er inná.skjáskotKári er aðeins tvítugur en ber lið Hauka á herðum sér. Hann kippir sér ekki mikið upp við það og finnst lítið mál að leiða liðið þrátt fyrir ungan aldur. Jón Halldór Eðvaldsson spurði Kára út í ábyrgðina og aldurinn en Teitur Örlygsson kom Kára til varnar, „þú þart ekki að sýna nafnskírteini til að spila körfubolta.“ „Fyndið að Teitur sé að tala um nafnskírteini. Hann er það gamall. Nafnskírteini eru ekki til lengur, Kári veit allavega ekki hvað nafnskírteini er,“ greip Kjartan Atli Kjartansson þá inn í. Haukar unnu sinn fyrsta deildarmeistaratitil á fimmtudaginn, hvenær rann það upp fyrir þeim að þeir gætu náð þeim áfanga? „Eftir KR-leikinn var þetta orðið eitthvað sem við vorum að pæla í. Framan af þá var þetta ekki eitthvað sem við vorum að hugsa um, við vorum bara að vinna leiki. En eftir KR leikinn heima var þetta möguleiki,“ sagði Kári. „Við viljum halda heimavellinum sterkum og hafa það þannig að lið komi til okkar með lítið sjálfstraust og líði ekki vel á okkar heimavelli. Við höfum gert mjög vel á heimavelli og það skiptir okkur miklu máli.“Haukar unnu deildarmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn síðasta fimmtudagVísir/Andri MarinóHaukar mæta Keflavík í 8-liða úrslitum Domino's deildarinnar og hefst sería þeirra á föstudaginn í næstu viku, 16. mars. Keflavík er eina liðið sem hefur unnið Hauka á heimavelli til þessa, mun það hafa áhrif í úrslitakeppninni? „Nei, ekki fyrir okkur allavega.“ „Verður það semsagt 3-0. Ætlaru að gefa það út hér?“ spurði Fannar Ólafsson. „Við stefnum á það, en við tökum einn leik í einu,“ sagði hógvær Kári Jónsson. „Sá leikur var í október og þeir voru með öðruvísi lið og við líka. Þó við séum ekki búnir að breyta mannskapnum þá höfum við þroskast mikið.“ Hver er helsti styrkleiki þessa unga leikmanns? „Að stjórna liðinu. Fá alla tilbúna og að við séum á sömu blaðsíðu. Það finnst mér skipta miklu máli og það er mitt hlutverk að það sé á hreinu. Ef mönnum líður vel og eru í réttu hlutverki inn á vellinum þá spila þeir vel,“ sagði Kári Jónsson.Kári í félagsskap Teits Örlygssonar, Fannars Ólafssonar og Jóns Halldórs EðvaldssonarskjáskotKári brotnaði á þumalfingri á hægri hendi á æfingu með íslenska landsliðinu nú í febrúar. Hann hefur ekki spilað með Haukum síðan þá og er ennþá með hendina í spelku. Hver er staðan á Kára? „Ef ég svara akkúrat núna þá er hún geðveik. Ég finn ekki fyrir neinu. En ég fer eftir helgi að prófa að byrja að skjóta og dripla og þá lendir maður kannski á vegg, en það verður bara að koma í ljós.“ Spjall strákanna í Domino's Körfuboltakvöldi við Kára Jónsson, besta leikmann seinni hlutans í Domino's deild karla má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira