Sýrlendingar læra íslensku á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. mars 2018 19:00 Anna Linda með þeim Hiba Alhamwd og Yousra Alhalws sem eru að læra íslensku hjá henni. Þær komu, ásamt sex öðrum í fjölskyldunni frá Sýrlandi á Selfoss í október í haust. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Um þrjú hundruð útlendingar sækja á hverju ári námskeið hjá Fræðsluneti Suðurlands til að læra íslensku. Sérstaka athygli vekur góður árangur íbúa frá Sýrlandi sem flutti á Selfoss í haust. Kennarinn á námskeiðunum segir nemendurna ótrúlega duglega og áhugasama að læra málið. Það er líf og fjör í íslensku kennslu í einni kennslustofunni hjá Fræðsluneti Suðurlands á Selfossi þar sem Anna Linda Sigurðardóttir bregður á leik með nemendum. Þessi hópur er að klára íslensku eitt sem er sjö vikna námskeið tvisvar í viku og mun væntanlega halda áfram á námskeiði tvö hjá Önnu. Hópurinn kemur meðal annars frá Albaníu, Spáni, Danmörku, Nepal, Póllandi og Sýrlandi. Melina Sophie er frá Þýskalandi en hún vinnur á hestabúinu Grænhóli í Ölfusi. „Þetta er mjög skemmtilegt, það er mjög skemmtilegt að læra íslensku“, segir Melina og bætir því við að strákarnir á Íslandi séu mjög sætir. Anna Linda hefur kennt útlendingum íslensku í 16 ár hjá Fræðslunetinu, auk þess sem hún kennir íslensku í Vallaskóla á Selfossi. „Á hverju einasta námskeiði koma nemendur mér á óvart hvað þeir eru flinkir, flottir og ná hröðum framförum og eru ótrúlega áhugasöm og dugleg. Ekki spillir fyrir að þau eru alltaf í góðu skapi“. Átta manna fjölskylda frá Sýrlandi flutti á Selfoss í haust, mæðgur úr fjölskyldunni eru hjá Önnu að læra íslensku. „Þeim gengur ótrúlega vel og krakkarnir eru sérlega duglegir og fullorðna fólkið, það eru allir svo áhugasamir og alltaf í góðu skapi“, segir Anna Linda.En hvað finnst þeim erfiðast við íslenskunámið?„Framburðurinn og málfræðin sem þeim finnst flókin, þetta að þurfa alltaf að vera að breyta orðunum eins og lýsingarorðum og sögnum, þeim finnst þetta ótrúleg skrýtið.“ Mæðgurnar Hiba Alhamwd sem er 14 ára og Yousra Alhalws sem er 32 ára gengur vel á námskeiðinu. „Ég vil læra mikla íslensku,“ segir Hiba og mamma hennar tekur undir það, hún vill líka vera dugleg að læra íslensku. Báðum segjast þeim líka mjög vel á búa á Íslandi og ekki síst á Selfossi. Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Um þrjú hundruð útlendingar sækja á hverju ári námskeið hjá Fræðsluneti Suðurlands til að læra íslensku. Sérstaka athygli vekur góður árangur íbúa frá Sýrlandi sem flutti á Selfoss í haust. Kennarinn á námskeiðunum segir nemendurna ótrúlega duglega og áhugasama að læra málið. Það er líf og fjör í íslensku kennslu í einni kennslustofunni hjá Fræðsluneti Suðurlands á Selfossi þar sem Anna Linda Sigurðardóttir bregður á leik með nemendum. Þessi hópur er að klára íslensku eitt sem er sjö vikna námskeið tvisvar í viku og mun væntanlega halda áfram á námskeiði tvö hjá Önnu. Hópurinn kemur meðal annars frá Albaníu, Spáni, Danmörku, Nepal, Póllandi og Sýrlandi. Melina Sophie er frá Þýskalandi en hún vinnur á hestabúinu Grænhóli í Ölfusi. „Þetta er mjög skemmtilegt, það er mjög skemmtilegt að læra íslensku“, segir Melina og bætir því við að strákarnir á Íslandi séu mjög sætir. Anna Linda hefur kennt útlendingum íslensku í 16 ár hjá Fræðslunetinu, auk þess sem hún kennir íslensku í Vallaskóla á Selfossi. „Á hverju einasta námskeiði koma nemendur mér á óvart hvað þeir eru flinkir, flottir og ná hröðum framförum og eru ótrúlega áhugasöm og dugleg. Ekki spillir fyrir að þau eru alltaf í góðu skapi“. Átta manna fjölskylda frá Sýrlandi flutti á Selfoss í haust, mæðgur úr fjölskyldunni eru hjá Önnu að læra íslensku. „Þeim gengur ótrúlega vel og krakkarnir eru sérlega duglegir og fullorðna fólkið, það eru allir svo áhugasamir og alltaf í góðu skapi“, segir Anna Linda.En hvað finnst þeim erfiðast við íslenskunámið?„Framburðurinn og málfræðin sem þeim finnst flókin, þetta að þurfa alltaf að vera að breyta orðunum eins og lýsingarorðum og sögnum, þeim finnst þetta ótrúleg skrýtið.“ Mæðgurnar Hiba Alhamwd sem er 14 ára og Yousra Alhalws sem er 32 ára gengur vel á námskeiðinu. „Ég vil læra mikla íslensku,“ segir Hiba og mamma hennar tekur undir það, hún vill líka vera dugleg að læra íslensku. Báðum segjast þeim líka mjög vel á búa á Íslandi og ekki síst á Selfossi.
Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent