Sýrlendingar læra íslensku á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. mars 2018 19:00 Anna Linda með þeim Hiba Alhamwd og Yousra Alhalws sem eru að læra íslensku hjá henni. Þær komu, ásamt sex öðrum í fjölskyldunni frá Sýrlandi á Selfoss í október í haust. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Um þrjú hundruð útlendingar sækja á hverju ári námskeið hjá Fræðsluneti Suðurlands til að læra íslensku. Sérstaka athygli vekur góður árangur íbúa frá Sýrlandi sem flutti á Selfoss í haust. Kennarinn á námskeiðunum segir nemendurna ótrúlega duglega og áhugasama að læra málið. Það er líf og fjör í íslensku kennslu í einni kennslustofunni hjá Fræðsluneti Suðurlands á Selfossi þar sem Anna Linda Sigurðardóttir bregður á leik með nemendum. Þessi hópur er að klára íslensku eitt sem er sjö vikna námskeið tvisvar í viku og mun væntanlega halda áfram á námskeiði tvö hjá Önnu. Hópurinn kemur meðal annars frá Albaníu, Spáni, Danmörku, Nepal, Póllandi og Sýrlandi. Melina Sophie er frá Þýskalandi en hún vinnur á hestabúinu Grænhóli í Ölfusi. „Þetta er mjög skemmtilegt, það er mjög skemmtilegt að læra íslensku“, segir Melina og bætir því við að strákarnir á Íslandi séu mjög sætir. Anna Linda hefur kennt útlendingum íslensku í 16 ár hjá Fræðslunetinu, auk þess sem hún kennir íslensku í Vallaskóla á Selfossi. „Á hverju einasta námskeiði koma nemendur mér á óvart hvað þeir eru flinkir, flottir og ná hröðum framförum og eru ótrúlega áhugasöm og dugleg. Ekki spillir fyrir að þau eru alltaf í góðu skapi“. Átta manna fjölskylda frá Sýrlandi flutti á Selfoss í haust, mæðgur úr fjölskyldunni eru hjá Önnu að læra íslensku. „Þeim gengur ótrúlega vel og krakkarnir eru sérlega duglegir og fullorðna fólkið, það eru allir svo áhugasamir og alltaf í góðu skapi“, segir Anna Linda.En hvað finnst þeim erfiðast við íslenskunámið?„Framburðurinn og málfræðin sem þeim finnst flókin, þetta að þurfa alltaf að vera að breyta orðunum eins og lýsingarorðum og sögnum, þeim finnst þetta ótrúleg skrýtið.“ Mæðgurnar Hiba Alhamwd sem er 14 ára og Yousra Alhalws sem er 32 ára gengur vel á námskeiðinu. „Ég vil læra mikla íslensku,“ segir Hiba og mamma hennar tekur undir það, hún vill líka vera dugleg að læra íslensku. Báðum segjast þeim líka mjög vel á búa á Íslandi og ekki síst á Selfossi. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Um þrjú hundruð útlendingar sækja á hverju ári námskeið hjá Fræðsluneti Suðurlands til að læra íslensku. Sérstaka athygli vekur góður árangur íbúa frá Sýrlandi sem flutti á Selfoss í haust. Kennarinn á námskeiðunum segir nemendurna ótrúlega duglega og áhugasama að læra málið. Það er líf og fjör í íslensku kennslu í einni kennslustofunni hjá Fræðsluneti Suðurlands á Selfossi þar sem Anna Linda Sigurðardóttir bregður á leik með nemendum. Þessi hópur er að klára íslensku eitt sem er sjö vikna námskeið tvisvar í viku og mun væntanlega halda áfram á námskeiði tvö hjá Önnu. Hópurinn kemur meðal annars frá Albaníu, Spáni, Danmörku, Nepal, Póllandi og Sýrlandi. Melina Sophie er frá Þýskalandi en hún vinnur á hestabúinu Grænhóli í Ölfusi. „Þetta er mjög skemmtilegt, það er mjög skemmtilegt að læra íslensku“, segir Melina og bætir því við að strákarnir á Íslandi séu mjög sætir. Anna Linda hefur kennt útlendingum íslensku í 16 ár hjá Fræðslunetinu, auk þess sem hún kennir íslensku í Vallaskóla á Selfossi. „Á hverju einasta námskeiði koma nemendur mér á óvart hvað þeir eru flinkir, flottir og ná hröðum framförum og eru ótrúlega áhugasöm og dugleg. Ekki spillir fyrir að þau eru alltaf í góðu skapi“. Átta manna fjölskylda frá Sýrlandi flutti á Selfoss í haust, mæðgur úr fjölskyldunni eru hjá Önnu að læra íslensku. „Þeim gengur ótrúlega vel og krakkarnir eru sérlega duglegir og fullorðna fólkið, það eru allir svo áhugasamir og alltaf í góðu skapi“, segir Anna Linda.En hvað finnst þeim erfiðast við íslenskunámið?„Framburðurinn og málfræðin sem þeim finnst flókin, þetta að þurfa alltaf að vera að breyta orðunum eins og lýsingarorðum og sögnum, þeim finnst þetta ótrúleg skrýtið.“ Mæðgurnar Hiba Alhamwd sem er 14 ára og Yousra Alhalws sem er 32 ára gengur vel á námskeiðinu. „Ég vil læra mikla íslensku,“ segir Hiba og mamma hennar tekur undir það, hún vill líka vera dugleg að læra íslensku. Báðum segjast þeim líka mjög vel á búa á Íslandi og ekki síst á Selfossi.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira