Lögreglan á Suðurnesjum hefur með aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra ráðist í húsleitir vegna rannsóknar á umfangsmiklum tölvubúnaðarstuldi úr gagnaverum.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að í gær hafi verið ráðist í húsleit á iðnaðarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu þar sem tugir tölva voru innandyra. Þær reyndust þó ekki vera hluti af þeim búnaði sem stolið var úr gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í desember og janúar.
Tíu manns voru færðir til skýrslutöku vegna gruns um aðild að málinu. Í tilkynningunni segir að tveir þeirra hafi reynst án atvinnuleyfis hér á landi auk þess sem fleiri atriðum hafi verið ábótavant, þar á meðal húsaleigumál.
Sem fyrr segir er tölvubúnaðurinn ófundinn og heldur rannsókn málsins áfram.
Húsleitir vegna tölvustuldar úr gagnaverum

Tengdar fréttir

Lögreglan óskar eftir aðstoð almennings vegna innbrota í gagnaver
Lögreglan hvetur alla sem hafa orðið varir við eitthvað grunsamlegt að gera lögreglu viðvart

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrota í gagnaver
Tveir karlmenn sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á innbroti í gagnaver voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhaldi.

Öryggisvörður talinn hafa aðstoðað við innbrot í gagnaver
Starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar er grunaður um að hafa aðstoðað innbrotsþjófa við að athafna sig þegar þeir brutust inn í gagnaver.