„Ég fékk alveg heljarinnar kennslu,“ sagði Sólveig María Sölvadóttir sem var stödd í Safnahúsinu ásamt ömmu sinni. Sólveig sagði að amma sín hefði meðal annars kennt sér að ganga upp stiga í búningnum, standa upprétt og setjast inn í bíl.
Amma Sólveigar Maríu, Sólveig Guðmundsdóttir sagðist hæstánægð með ömmustelpuna sína. „Ég er virkilega ánægð með hana í þessum búning. Aldrei ánægðari með hana en þegar hún er í búningnum.“
Það var Heimilisiðnaðarfélag Íslands í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands og Þjóðdansafélag Reykjavíkur sem boðaði til samkomunnar en haldið hefur verið upp á Þjóðbúningadaginn í mars undanfarin ár.
