Ein og hálf milljón króna í ruslið á einu skólaári Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. mars 2018 21:00 Nemendur í sjötta bekk Háteigsskóla hafa á síðustu vikum vigtað matinn sem samnemendur þeirra henda eftir hádegismat og reiknað út kostnað matarsóunar. Þau telja að fara mætti betur með peninga, mat og umhverfið. Kennari segir hugmyndina hafa kviknað hjá krökkunum sjálfum við lestur námsefnis um jökla. „Þá fórum við aðeins yfir í það hvað það kostaði mikið vatn að framleiða matvörurnar okkar og fórum svo að velta fyrir okkur hvað við værum að henda miklum mat," segir Heiðrún Helga Ólafsdóttir, kennari. Yfir tveggja vikna tímabil vigtuðu því krakkarnir allt það sem samnemendur þeirra í öðrum til sjöunda bekk hentu. „Svo gerðum við veggspjöld og erum að fara að segja frá þessu í öðrum bekkjum," segir Úlfrún Kristínardóttir, nemandi í sjötta bekk.Nemendurnir unnu veggspjöld um matarsóun.Niðurstaðan var að yfir eina viku hentu nemendurnir 28,7 kílógrömmum af mat og miðað við matarkostnaðinn sem kokkurinn gaf upp eru það 42 þúsund krónur í ruslið eða um ein og hálf milljón króna á einu skólaári. „Ef við hendum svona miklum mat þá erum við bara að henda peninugm. Það eru mamma okkar og pabbi sem eru að borga þennan mat. Ef við ætlum bara að henda og henda er það ekkert gott fyrir jörðina," segir Daníela Hjördís Magnúsdóttir. Victor Anh Duc Le, bekkjarbróðir hennar, tekur undir. „Ef við hendum þessu erum við að eyða mjög miklu af öllu; pening, tíma og dýrum." Krakkarnir hafa nú rætt við samnemendur og hvatt þá til að huga að matarsóun. Til stendur að draga vigtina aftur fram í lok mánaðarins og mæla mögulegan árangur. „Þriðjungur af mat sem við fáum er eiginlega bara hent. Svo við verðum að minnka þessa tölu. Vonandi verður það svona helmingur eða einn þriðji," segir Ari Páll Egilsson, vongóður að lokum. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Nemendur í sjötta bekk Háteigsskóla hafa á síðustu vikum vigtað matinn sem samnemendur þeirra henda eftir hádegismat og reiknað út kostnað matarsóunar. Þau telja að fara mætti betur með peninga, mat og umhverfið. Kennari segir hugmyndina hafa kviknað hjá krökkunum sjálfum við lestur námsefnis um jökla. „Þá fórum við aðeins yfir í það hvað það kostaði mikið vatn að framleiða matvörurnar okkar og fórum svo að velta fyrir okkur hvað við værum að henda miklum mat," segir Heiðrún Helga Ólafsdóttir, kennari. Yfir tveggja vikna tímabil vigtuðu því krakkarnir allt það sem samnemendur þeirra í öðrum til sjöunda bekk hentu. „Svo gerðum við veggspjöld og erum að fara að segja frá þessu í öðrum bekkjum," segir Úlfrún Kristínardóttir, nemandi í sjötta bekk.Nemendurnir unnu veggspjöld um matarsóun.Niðurstaðan var að yfir eina viku hentu nemendurnir 28,7 kílógrömmum af mat og miðað við matarkostnaðinn sem kokkurinn gaf upp eru það 42 þúsund krónur í ruslið eða um ein og hálf milljón króna á einu skólaári. „Ef við hendum svona miklum mat þá erum við bara að henda peninugm. Það eru mamma okkar og pabbi sem eru að borga þennan mat. Ef við ætlum bara að henda og henda er það ekkert gott fyrir jörðina," segir Daníela Hjördís Magnúsdóttir. Victor Anh Duc Le, bekkjarbróðir hennar, tekur undir. „Ef við hendum þessu erum við að eyða mjög miklu af öllu; pening, tíma og dýrum." Krakkarnir hafa nú rætt við samnemendur og hvatt þá til að huga að matarsóun. Til stendur að draga vigtina aftur fram í lok mánaðarins og mæla mögulegan árangur. „Þriðjungur af mat sem við fáum er eiginlega bara hent. Svo við verðum að minnka þessa tölu. Vonandi verður það svona helmingur eða einn þriðji," segir Ari Páll Egilsson, vongóður að lokum.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira