Á myndinni, sem Ronaldo birti á Instagram-reikningi sínum, sjást skötuhjúin í faðmlögum í heitum potti með snævi þakin fjöll í bakgrunni. „Magnaður dagur,“ skrifar Ronaldo við myndina en greinilegt er að parið nýtur lífsins á ferðalaginu.
Þá birti Rodriguez enn eina mynd frá Íslandsdvölinni á Instagram-reikningi sínum en þar má sjá parið í þyrlu. Þeim virðist hafa líkað flugferðin vel en Ronaldo er með báða þumla á lofti á myndinni. Rodriguez hefur verið iðin við myndbirtingar á Instagram í dag en parið hefur m.a. skellt sér á vélsleða og fengið sér kaffi í kuldanum.
Óvíst er hvenær skötuhjúin komu hingað til lands eða hversu lengu þau muni dvelja, en næsti leikur Real Madrid, félagsliðs Ronaldo er gegn Girona á sunnudaginn.