Albert og félagar mættu þá liði SC Cambuur og gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli. Albert skoraði reyndar mark í leiknum en það var dæmt af vegna rangstöðu.
Albert tókst því ekki að bæta við þau sjö mörk sem hann hefur skorað í hollensku b-deildinni í vetur en hann er einnig með fimm stoðsendingar í sínum 11 leikjum.
Fyrir leikinn fékk Albert sérstaka viðurkenningu frá PSV fyrir að hafa spilað sinn fyrsta leik með aðalliðinu á þessu tímabili.
Viðurkenningin var táknræn eða stór mynd af stundinni þegar hann kom fyrst inná sem varamaður. Leikurinn var á móti NAC Breda 20. ágúst síðastliðinn.
Nogmaals gefeliciteerd mannen! pic.twitter.com/Axgc0w2n1z
— PSV (@PSV) March 12, 2018
Það er ekki slæm tölfræði en meðal annars lagði hann upp sigurmark Luuk de Jong í uppbótartíma í 2-1 sigri á Heracles Almelo.
Albert hefur aftur á móti ekki fengið að koma inná í síðustu fjórum leikjum PSV í hollensku úrvalsdeildinni en er þess í stað að spila alla leiki 23 ára liðsins í b-deildinni.
1 - PSV U23 - @SCCambuurLwd is about to begin!
Follow @PSV for updates. pic.twitter.com/mhLlgo7avW
— PSV International (@psveindhoven) March 12, 2018