Ætlar að verða hinn íslenski Michael Bublé: Jafnvígur á söng og fiðluleik og á leið í Carnegie Hall Stefán Árni Pálsson skrifar 14. mars 2018 11:45 Pétur Úlfarsson mun í kvöld troða upp í einum af sölum Carnegie Hall. Hinn átján ára gamli Pétur Úlfarsson mun í kvöld troða upp í einum af sölum Carnegie Hall, tónlistarhússins í New York. Pétur bar sigur út býtum í alþjóðlegri tónlistarkeppni á dögunum en í verðlaun var að spila í einu frægasta tónlistarhúsi heimsins. Það sem er sérstakt við Pétur, fyrir utan að vera afar fær tónlistarmaður, er að hann er jafnvígur á fiðluleik og söng „Ég hef verið í tónlistarnámi frá því að ég var þriggja ára og byrjaði á fiðlu. Ég fór síðan í drengjakór þegar ég var átta ára og þá hófst söngnám mitt,“ segir Pétur í Bítinu á Bylgjunni en viðtalið var tekið á mánudagsmorgun. Hann þakkar móður sinni fyrir að hafa sett sig í kennslu og í raun búið til þennan áhuga. Hann lærði í Suzuki-tónlistarskólanum en að neðan má sjá frammistöðu frá honum frá árinu 2010.Söngurinn hafi bæst við þegar hann byrjaði í drengjakór en hann hefur nú verið í klassísku söngnámi í níu ár. Kappinn tók þátt í sinni fyrstu alþjóðlegu keppni fyrir tæpum þremur árum og hefur tekið þátt í þeim nokkrum síðan og unnið til verðlauna. Í framhaldi af góðum árangri hefur honum verið boðið að keppa í fleiri alþjóðlegum keppnum, meðal annars þeirri sem hann vann nú og fær fyrir vikið performansinn í kvöld í Carnegie Hall í kvöld. Að neðan má sjá Pétur flytja Du bist die Ruh við undirleik Kristins Arnar Kristinssonar.Pétur hyggur á framhaldsnám í Bandaríkjunum í haust og hefur verið í prufum í skólum vestanhafs eftir áramótin. Hann er að velta möguleikunum fyrir sér en honum standa nú þegar tveir skólar til boða. „Ég er búinn að vera í prufuferlinu í Bandaríkjunum og stefni á að fara út söngnám í haust.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Pétur. Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hinn átján ára gamli Pétur Úlfarsson mun í kvöld troða upp í einum af sölum Carnegie Hall, tónlistarhússins í New York. Pétur bar sigur út býtum í alþjóðlegri tónlistarkeppni á dögunum en í verðlaun var að spila í einu frægasta tónlistarhúsi heimsins. Það sem er sérstakt við Pétur, fyrir utan að vera afar fær tónlistarmaður, er að hann er jafnvígur á fiðluleik og söng „Ég hef verið í tónlistarnámi frá því að ég var þriggja ára og byrjaði á fiðlu. Ég fór síðan í drengjakór þegar ég var átta ára og þá hófst söngnám mitt,“ segir Pétur í Bítinu á Bylgjunni en viðtalið var tekið á mánudagsmorgun. Hann þakkar móður sinni fyrir að hafa sett sig í kennslu og í raun búið til þennan áhuga. Hann lærði í Suzuki-tónlistarskólanum en að neðan má sjá frammistöðu frá honum frá árinu 2010.Söngurinn hafi bæst við þegar hann byrjaði í drengjakór en hann hefur nú verið í klassísku söngnámi í níu ár. Kappinn tók þátt í sinni fyrstu alþjóðlegu keppni fyrir tæpum þremur árum og hefur tekið þátt í þeim nokkrum síðan og unnið til verðlauna. Í framhaldi af góðum árangri hefur honum verið boðið að keppa í fleiri alþjóðlegum keppnum, meðal annars þeirri sem hann vann nú og fær fyrir vikið performansinn í kvöld í Carnegie Hall í kvöld. Að neðan má sjá Pétur flytja Du bist die Ruh við undirleik Kristins Arnar Kristinssonar.Pétur hyggur á framhaldsnám í Bandaríkjunum í haust og hefur verið í prufum í skólum vestanhafs eftir áramótin. Hann er að velta möguleikunum fyrir sér en honum standa nú þegar tveir skólar til boða. „Ég er búinn að vera í prufuferlinu í Bandaríkjunum og stefni á að fara út söngnám í haust.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Pétur.
Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira