Andið eðlilega: Kraftur og einlægni í náttúrulegum umbúðum Tómas Valgeirsson skrifar 15. mars 2018 12:30 Andið eðlilega hefur fengið frábærar viðtökur. Andið eðlilega er fallega sögð saga um fólk sem er á sinn hátt einangrað, með vonina tæpa og þráir betra líf en aðstæður bjóða upp á, þó ekki nema bara skárri morgundag. Myndin varpar ljósi á fáttækt, fíkn, sársauka, málefni flóttamanna, samkynhneigðra og martraðirnar sem fylgja skriffinsku og kerfisreglum, og hvort samkenndina sé að finna á örlagastundu hjá hinum ólíklegasta aðila. Við upphaf kynnumst við Láru, einstæðri móður sem er á mörkum þess að geta séð um son sinn eða átt fyrir mat og öðrum nauðsynjavörum. Heppni hefur verið býsna takmörkuð hjá mæðginunum undanfarið en dag einn býðst Láru starf við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Að henni kemur hælisleitandi frá Gíneu-Bissá á leið til Kanada, Adja að nafni, sem Lára sér sig tilneydda til þess að meina aðgang út af gölluðum pappírum. Tilkynningin fer beint eftir starfsreglum en leggur á sama tíma líf ókunnugu konunnar í rúst. En hvorug þeirra sér fyrir því á þessum tímapunkti að leiðir þeirra munu liggja saman aftur. Og kannski aftur eftir það. Nálgun Ísoldar Uggadóttur á býsna erfiðu umfjöllunarefni er markviss og ljómar af miklu öryggi, og af því að dæma hefði maður seint haldið að þetta væri hennar fyrsta kvikmynd í fullri lengd. Með bæði leikstjórn og handriti heldur Ísold afbragðsvel utan um taumana og togar áhorfandann í pollrólega en áhrifaríka „óvissuferð” þar sem hann gerist fluga á vegg, eða bílrúðu. Galdur úrvinnslunnar er að finna í trúverðugum samtölum, náttúrulegu leikarasamspili og Ísold gerir sér alveg grein fyrir því hvenær ákveðnir hlutir í handritinu virka betur og þýðingarmeiri þegar ósagðir eru. Kvikmyndataka Itu Zbroniec-Zajt sér svo um réttan tón og að sama skapi er nýting á umhverfi og sviðsmyndum hreint stórfín, sérstaklega hvernig Keflavík, flugvöllurinn og nágrenni rammar betur einangrun og tómarúm persónanna. Það er sitt og hvað af súrum tilviljunum í handritinu en þeim er sjaldan þrætt inn í handritið með of tilgerðarlegum hætti. Andið eðlilega er, að vísu, nokkuð einföld mynd, kannski aðeins of einföld og hefði mátt fara dýpra í sum málefnin sem hún tekur fyrir, en aðall sögunnar er fyrst og fremst þessar tvær ólíku konur, sem eiga þó meira sameiginlegt en þær halda. Kristín Þóra Haraldsdóttir er hreint frábær hér (og miðað við hvað bíður okkar í Lof mér að falla er nokkuð ljóst að þetta ár sé hennar). Hún gæðir þrívíðum persónuleika í hina ófullkomnu en eðlilegu Láru sem reynir að halda höfðinu uppi í sinni eigin baráttu, sem er nógu erfitt þegar hún á varla efni á húsnæði. Babetida Sadjo er ekkert síður eftirminnileg sem hin fámála en skelharða Adja, sem situr hún föst í limbói kerfisins, óviss hvort hún verði send aftur heim þar sem árásir eru yfirvofandi, eða komist á leiðarenda til sinna nánustu. Samleikur Sadjo við hinn unga Patrik Nökkva Pétursson er sérstaklega huggulegur. Reyndar ber því almennt að fagna að myndin skuli vera laus við bölvun barnleikara, enda smellur Patrik nokkuð áreynslulaust í (nokkuð krefjandi) hlutverk Eldars litla, sonar Láru. Í gegnum strákinn ná konurnar að mynda ákveðin bönd og skilja hvora aðra. Ef segja má að Adja hafi lent á botninum út af starfsskyldum Láru, er sakleysi Eldars þetta lím sem tengir þær saman á ólíklegan máta. Eðlilega kann allt þetta að hljóma sárlega ýkt og væmið, en þessi mynd fellur ekki í þannig gildrur. Hér hangir allt saman á ljúfsárri einlægni og snertir við, því sálina vantar svo sannarlega ekki í verkið.Niðurstaða: Lágstemmd og hjartnæm lítil saga sem forðast helstu klisjur og óþarft melódrama. Gott handrit og frábær leikur siglir þessu í höfn. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ísold datt ekki í hug að hún hlyti verðlaunin Það er margt spennandi framundan hjá leikstjóranum. 28. janúar 2018 11:11 Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. 23. janúar 2018 12:30 Stikla úr verðlaunamynd Ísoldar Uggadóttur frumsýnd Andið eðlilega verður frumsýnd föstudaginn 9. mars. 4. mars 2018 19:15 Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50 Hafnað í fyrstu tilraun Kvikmynd Ísoldar Uggadóttur Andið eðlilega hefur fengið lofsamlega dóma. Ísold hlaut leikstjórnarverðlaun Sundance-kvikmyndahátíðarinnar fyrir verk sitt. Það er því aldeilis ótrúlegt að í fyrstu tilraun hafi handritið ekki fengið styrk frá Kvikmyndastöð. 17. febrúar 2018 08:15 Erum djúpt snortin yfir einstökum viðtökum Kvikmyndin Andið eðlilega var sýnd á sérstakri hátíðarsýningu á fimmtudaginn í Háskólabíói. Ísold Uggadóttir, leikstjóri myndarinnar, segir góða stemningu hafa ríkt á sýningunni og himinlifandi með viðbrögðin. 10. mars 2018 11:00 Andið eðlilega hlýtur alþjóðleg gagnrýnendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg Í umsögn dómnefndar um Andið eðlilega segir að alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin hljóti að þessu sinni kvikmynd sem fáist við þann risastóra vanda sem fólksflutningar yfir landamæri í Evrópulöndum og víðar séu. 3. febrúar 2018 22:58 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Andið eðlilega er fallega sögð saga um fólk sem er á sinn hátt einangrað, með vonina tæpa og þráir betra líf en aðstæður bjóða upp á, þó ekki nema bara skárri morgundag. Myndin varpar ljósi á fáttækt, fíkn, sársauka, málefni flóttamanna, samkynhneigðra og martraðirnar sem fylgja skriffinsku og kerfisreglum, og hvort samkenndina sé að finna á örlagastundu hjá hinum ólíklegasta aðila. Við upphaf kynnumst við Láru, einstæðri móður sem er á mörkum þess að geta séð um son sinn eða átt fyrir mat og öðrum nauðsynjavörum. Heppni hefur verið býsna takmörkuð hjá mæðginunum undanfarið en dag einn býðst Láru starf við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Að henni kemur hælisleitandi frá Gíneu-Bissá á leið til Kanada, Adja að nafni, sem Lára sér sig tilneydda til þess að meina aðgang út af gölluðum pappírum. Tilkynningin fer beint eftir starfsreglum en leggur á sama tíma líf ókunnugu konunnar í rúst. En hvorug þeirra sér fyrir því á þessum tímapunkti að leiðir þeirra munu liggja saman aftur. Og kannski aftur eftir það. Nálgun Ísoldar Uggadóttur á býsna erfiðu umfjöllunarefni er markviss og ljómar af miklu öryggi, og af því að dæma hefði maður seint haldið að þetta væri hennar fyrsta kvikmynd í fullri lengd. Með bæði leikstjórn og handriti heldur Ísold afbragðsvel utan um taumana og togar áhorfandann í pollrólega en áhrifaríka „óvissuferð” þar sem hann gerist fluga á vegg, eða bílrúðu. Galdur úrvinnslunnar er að finna í trúverðugum samtölum, náttúrulegu leikarasamspili og Ísold gerir sér alveg grein fyrir því hvenær ákveðnir hlutir í handritinu virka betur og þýðingarmeiri þegar ósagðir eru. Kvikmyndataka Itu Zbroniec-Zajt sér svo um réttan tón og að sama skapi er nýting á umhverfi og sviðsmyndum hreint stórfín, sérstaklega hvernig Keflavík, flugvöllurinn og nágrenni rammar betur einangrun og tómarúm persónanna. Það er sitt og hvað af súrum tilviljunum í handritinu en þeim er sjaldan þrætt inn í handritið með of tilgerðarlegum hætti. Andið eðlilega er, að vísu, nokkuð einföld mynd, kannski aðeins of einföld og hefði mátt fara dýpra í sum málefnin sem hún tekur fyrir, en aðall sögunnar er fyrst og fremst þessar tvær ólíku konur, sem eiga þó meira sameiginlegt en þær halda. Kristín Þóra Haraldsdóttir er hreint frábær hér (og miðað við hvað bíður okkar í Lof mér að falla er nokkuð ljóst að þetta ár sé hennar). Hún gæðir þrívíðum persónuleika í hina ófullkomnu en eðlilegu Láru sem reynir að halda höfðinu uppi í sinni eigin baráttu, sem er nógu erfitt þegar hún á varla efni á húsnæði. Babetida Sadjo er ekkert síður eftirminnileg sem hin fámála en skelharða Adja, sem situr hún föst í limbói kerfisins, óviss hvort hún verði send aftur heim þar sem árásir eru yfirvofandi, eða komist á leiðarenda til sinna nánustu. Samleikur Sadjo við hinn unga Patrik Nökkva Pétursson er sérstaklega huggulegur. Reyndar ber því almennt að fagna að myndin skuli vera laus við bölvun barnleikara, enda smellur Patrik nokkuð áreynslulaust í (nokkuð krefjandi) hlutverk Eldars litla, sonar Láru. Í gegnum strákinn ná konurnar að mynda ákveðin bönd og skilja hvora aðra. Ef segja má að Adja hafi lent á botninum út af starfsskyldum Láru, er sakleysi Eldars þetta lím sem tengir þær saman á ólíklegan máta. Eðlilega kann allt þetta að hljóma sárlega ýkt og væmið, en þessi mynd fellur ekki í þannig gildrur. Hér hangir allt saman á ljúfsárri einlægni og snertir við, því sálina vantar svo sannarlega ekki í verkið.Niðurstaða: Lágstemmd og hjartnæm lítil saga sem forðast helstu klisjur og óþarft melódrama. Gott handrit og frábær leikur siglir þessu í höfn.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ísold datt ekki í hug að hún hlyti verðlaunin Það er margt spennandi framundan hjá leikstjóranum. 28. janúar 2018 11:11 Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. 23. janúar 2018 12:30 Stikla úr verðlaunamynd Ísoldar Uggadóttur frumsýnd Andið eðlilega verður frumsýnd föstudaginn 9. mars. 4. mars 2018 19:15 Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50 Hafnað í fyrstu tilraun Kvikmynd Ísoldar Uggadóttur Andið eðlilega hefur fengið lofsamlega dóma. Ísold hlaut leikstjórnarverðlaun Sundance-kvikmyndahátíðarinnar fyrir verk sitt. Það er því aldeilis ótrúlegt að í fyrstu tilraun hafi handritið ekki fengið styrk frá Kvikmyndastöð. 17. febrúar 2018 08:15 Erum djúpt snortin yfir einstökum viðtökum Kvikmyndin Andið eðlilega var sýnd á sérstakri hátíðarsýningu á fimmtudaginn í Háskólabíói. Ísold Uggadóttir, leikstjóri myndarinnar, segir góða stemningu hafa ríkt á sýningunni og himinlifandi með viðbrögðin. 10. mars 2018 11:00 Andið eðlilega hlýtur alþjóðleg gagnrýnendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg Í umsögn dómnefndar um Andið eðlilega segir að alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin hljóti að þessu sinni kvikmynd sem fáist við þann risastóra vanda sem fólksflutningar yfir landamæri í Evrópulöndum og víðar séu. 3. febrúar 2018 22:58 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Ísold datt ekki í hug að hún hlyti verðlaunin Það er margt spennandi framundan hjá leikstjóranum. 28. janúar 2018 11:11
Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. 23. janúar 2018 12:30
Stikla úr verðlaunamynd Ísoldar Uggadóttur frumsýnd Andið eðlilega verður frumsýnd föstudaginn 9. mars. 4. mars 2018 19:15
Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50
Hafnað í fyrstu tilraun Kvikmynd Ísoldar Uggadóttur Andið eðlilega hefur fengið lofsamlega dóma. Ísold hlaut leikstjórnarverðlaun Sundance-kvikmyndahátíðarinnar fyrir verk sitt. Það er því aldeilis ótrúlegt að í fyrstu tilraun hafi handritið ekki fengið styrk frá Kvikmyndastöð. 17. febrúar 2018 08:15
Erum djúpt snortin yfir einstökum viðtökum Kvikmyndin Andið eðlilega var sýnd á sérstakri hátíðarsýningu á fimmtudaginn í Háskólabíói. Ísold Uggadóttir, leikstjóri myndarinnar, segir góða stemningu hafa ríkt á sýningunni og himinlifandi með viðbrögðin. 10. mars 2018 11:00
Andið eðlilega hlýtur alþjóðleg gagnrýnendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg Í umsögn dómnefndar um Andið eðlilega segir að alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin hljóti að þessu sinni kvikmynd sem fáist við þann risastóra vanda sem fólksflutningar yfir landamæri í Evrópulöndum og víðar séu. 3. febrúar 2018 22:58