Fimm konur fá að bera vitni gegn Cosby Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2018 23:44 Bill Cosby er gefið að sök að hafa byrlað konu ólyfjan á heimili hans árið 2004. Vísir/Getty Dómari tilkynnti í dag að fimm konur muni bera vitni í réttarhöldum yfir Bill Cosby sem hefjast 2. apríl næstkomandi. Þar á leikarinn yfir höfði sér ásakanir um að hafa brotið kynferðislega á fyrrverandi starfsmanni Temple-háskólans í Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna. Sakar konan Cosby um að hafa byrlað henni ólyfjan og nauðgað henni á heimili Cosby í Philadelphiu árið 2004. Dómarinn sagði að saksóknarar fengju leyfi til að kalla til fimm konur sem vitni við réttarhöldin. Saksóknararnir höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem vitni. Á vef Vulture kemur fram að ekki liggi fyrir hvaða konur muni bera vitni.Verjendur Cosby höfðu farið fram á við dómarann að hann myndi vísa málinu frá. Þegar það gekk ekki brugðu verjendurnir á það ráð að mótmæla þeirri beiðni saksóknara að kalla til vitnis aðrar konur sem höfðu sakað Cosby um kynferðisbrot. Báru verjendurnir því við að mál þeirra kvenna væru fyrnd og hefðu því ekkert erindi í þessu máli. Þetta eru önnur réttarhöldin yfir Cosby vegna ásakana um kynferðisbrot gegn konum. Í fyrra var réttað í máli gegn honum sem lauk eftir að kviðdómurinn komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu og var sendur á brott. Fyrirsætan fyrrverandi Janice Dickinson er á meðal þeirra fjölda kvenna sem hafa sakað Cosby um kynferðisbrot. Hún hefur höfðað meiðyrðamál á hendur Cosby eftir að leikarinn hafði kallað hana lygara.Dickinson sakaði Cosby um að hafa byrlað henni ólyfjan og nauðgað henni árið 1982. Cosby og lögmenn hans sökuðu hana um lygar eftir að hún hafði stigið fram með þessar ásakanir. Dickinson höfðaði meiðyrðamál gegn Cosby og fór fram á við dómstól í Kaliforníu-ríki að hún mætti leggja fram tilkynningu frá Cosby og lögmönnum hans, þar sem hún var kölluð lygari, máli sínu til sönnunar. Dómurinn féllst á þá beiðni en Cosby áfrýjaði þeirri ákvörðun til hæstaréttar í Kaliforníu-ríki. Hæstirétturinn vísaði áfrýjun Cosby frá í dag og fær því Dickinson að leggja þessi gögn fram. Bill Cosby Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Dómari tilkynnti í dag að fimm konur muni bera vitni í réttarhöldum yfir Bill Cosby sem hefjast 2. apríl næstkomandi. Þar á leikarinn yfir höfði sér ásakanir um að hafa brotið kynferðislega á fyrrverandi starfsmanni Temple-háskólans í Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna. Sakar konan Cosby um að hafa byrlað henni ólyfjan og nauðgað henni á heimili Cosby í Philadelphiu árið 2004. Dómarinn sagði að saksóknarar fengju leyfi til að kalla til fimm konur sem vitni við réttarhöldin. Saksóknararnir höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem vitni. Á vef Vulture kemur fram að ekki liggi fyrir hvaða konur muni bera vitni.Verjendur Cosby höfðu farið fram á við dómarann að hann myndi vísa málinu frá. Þegar það gekk ekki brugðu verjendurnir á það ráð að mótmæla þeirri beiðni saksóknara að kalla til vitnis aðrar konur sem höfðu sakað Cosby um kynferðisbrot. Báru verjendurnir því við að mál þeirra kvenna væru fyrnd og hefðu því ekkert erindi í þessu máli. Þetta eru önnur réttarhöldin yfir Cosby vegna ásakana um kynferðisbrot gegn konum. Í fyrra var réttað í máli gegn honum sem lauk eftir að kviðdómurinn komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu og var sendur á brott. Fyrirsætan fyrrverandi Janice Dickinson er á meðal þeirra fjölda kvenna sem hafa sakað Cosby um kynferðisbrot. Hún hefur höfðað meiðyrðamál á hendur Cosby eftir að leikarinn hafði kallað hana lygara.Dickinson sakaði Cosby um að hafa byrlað henni ólyfjan og nauðgað henni árið 1982. Cosby og lögmenn hans sökuðu hana um lygar eftir að hún hafði stigið fram með þessar ásakanir. Dickinson höfðaði meiðyrðamál gegn Cosby og fór fram á við dómstól í Kaliforníu-ríki að hún mætti leggja fram tilkynningu frá Cosby og lögmönnum hans, þar sem hún var kölluð lygari, máli sínu til sönnunar. Dómurinn féllst á þá beiðni en Cosby áfrýjaði þeirri ákvörðun til hæstaréttar í Kaliforníu-ríki. Hæstirétturinn vísaði áfrýjun Cosby frá í dag og fær því Dickinson að leggja þessi gögn fram.
Bill Cosby Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira