Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2018 10:30 Corbyn hefur ekki viljað ganga eins langt og bresk stjórnvöld í að kenna Rússum um taugaeitursárásina í Salisbury. Vísir/AFP Bretar ættu að vara sig á því að hefja nýtt kalt stríð við Rússa áður en öll gögn liggja fyrir um taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara á Englandi, að sögn Jeremys Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins. Ríkisstjórnin hefur sagt „mjög líklegt“ að Rússar beri ábyrgð á árásinni. Rússneska taugaeitrið Novichok var notað til að eitra fyrir Sergei Skripal, fyrrverandi leyniþjónustumanni frá Rússlandi, og rúmlega þrítugri dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi fyrir tæpum tveimur vikum. Feðginin liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi og lögreglumaður veiktist sömuleiðis. Skripal var handtekinn á sínum tíma eftir að hann gaf Bretum upplýsingar um fjölda rússneskra njósnara. Honum var sleppt til Bretlands í fangaskiptum Bandaríkjanna og Rússlands árið 2010. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skellti skuldinni á rússnesk stjórnvöld í vikunni og tilkynnti um að 23 rússneskir leyniþjónustmenn sem hefðu unnið í landinu á laun yrðu reknir úr landi. Rússar hafa neitað ábyrgð á tilræðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði einnig í gær að útlit væri fyrir að Rússar bæru ábyrgð á árásinni.Þjóni ekki þjóðaröryggi að hrapa að ályktunumCorbyn hefur hins vegar tekið mun grynnra í árinni. Hann fordæmdi árásina á breska þinginu í vikunni en lét vera að kenna rússneskum stjórnvöldum beint um. Íhaldsmenn gerðu hróp að Corbyn og voru nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins gagnrýnir á afstöðu leiðtogans.May heimsótti Salisbury í gær. Umfangsmikil lögregluaðgerð hefur staðið yfir þar í tvær vikur.Vísir/AFPHann hélt engu að síður uppteknum hætti í grein sem birtist í The Guardian í dag. Sagði hann það ekki þjóna þjóðaröryggi Bretlands að ana áfram í æstu andrúmslofti áður en vísbendingar lægju fyrir. Árásin kallaði fyrst og fremst á ítarlega sakamálarannsókn, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Neitaði hann því að Verkamannaflokkurinn styddi Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og fullyrti að Rússar yrðu að vera látnir sæta afleiðingum ef þeir hefðu staðið að baki tilræðinu. „Það þýðir ekki að við ættum að sætta okkur við „nýtt kalt stríð“ með stigvaxandi útgjöldum í vopn, staðgöngustríðum um allan heim og McCarthy-ískt óþol á andófi,“ skrifaði Corbyn sem gaf í skyn að rússneska mafían gæti hafa staðið að árásinni. Lagði Corbyn til að bresk stjórnvöld létu til skarar skríða gegn rússneskum auðjöfrum sem eiga miklar eignir á Bretlandi. Sagðist hann þó styðja brottvísun ríkisstjórnarinnar á rússneskum útsendurum. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Bretar ættu að vara sig á því að hefja nýtt kalt stríð við Rússa áður en öll gögn liggja fyrir um taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara á Englandi, að sögn Jeremys Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins. Ríkisstjórnin hefur sagt „mjög líklegt“ að Rússar beri ábyrgð á árásinni. Rússneska taugaeitrið Novichok var notað til að eitra fyrir Sergei Skripal, fyrrverandi leyniþjónustumanni frá Rússlandi, og rúmlega þrítugri dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi fyrir tæpum tveimur vikum. Feðginin liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi og lögreglumaður veiktist sömuleiðis. Skripal var handtekinn á sínum tíma eftir að hann gaf Bretum upplýsingar um fjölda rússneskra njósnara. Honum var sleppt til Bretlands í fangaskiptum Bandaríkjanna og Rússlands árið 2010. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skellti skuldinni á rússnesk stjórnvöld í vikunni og tilkynnti um að 23 rússneskir leyniþjónustmenn sem hefðu unnið í landinu á laun yrðu reknir úr landi. Rússar hafa neitað ábyrgð á tilræðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði einnig í gær að útlit væri fyrir að Rússar bæru ábyrgð á árásinni.Þjóni ekki þjóðaröryggi að hrapa að ályktunumCorbyn hefur hins vegar tekið mun grynnra í árinni. Hann fordæmdi árásina á breska þinginu í vikunni en lét vera að kenna rússneskum stjórnvöldum beint um. Íhaldsmenn gerðu hróp að Corbyn og voru nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins gagnrýnir á afstöðu leiðtogans.May heimsótti Salisbury í gær. Umfangsmikil lögregluaðgerð hefur staðið yfir þar í tvær vikur.Vísir/AFPHann hélt engu að síður uppteknum hætti í grein sem birtist í The Guardian í dag. Sagði hann það ekki þjóna þjóðaröryggi Bretlands að ana áfram í æstu andrúmslofti áður en vísbendingar lægju fyrir. Árásin kallaði fyrst og fremst á ítarlega sakamálarannsókn, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Neitaði hann því að Verkamannaflokkurinn styddi Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og fullyrti að Rússar yrðu að vera látnir sæta afleiðingum ef þeir hefðu staðið að baki tilræðinu. „Það þýðir ekki að við ættum að sætta okkur við „nýtt kalt stríð“ með stigvaxandi útgjöldum í vopn, staðgöngustríðum um allan heim og McCarthy-ískt óþol á andófi,“ skrifaði Corbyn sem gaf í skyn að rússneska mafían gæti hafa staðið að árásinni. Lagði Corbyn til að bresk stjórnvöld létu til skarar skríða gegn rússneskum auðjöfrum sem eiga miklar eignir á Bretlandi. Sagðist hann þó styðja brottvísun ríkisstjórnarinnar á rússneskum útsendurum.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00
Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28
Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent