Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2018 10:30 Corbyn hefur ekki viljað ganga eins langt og bresk stjórnvöld í að kenna Rússum um taugaeitursárásina í Salisbury. Vísir/AFP Bretar ættu að vara sig á því að hefja nýtt kalt stríð við Rússa áður en öll gögn liggja fyrir um taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara á Englandi, að sögn Jeremys Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins. Ríkisstjórnin hefur sagt „mjög líklegt“ að Rússar beri ábyrgð á árásinni. Rússneska taugaeitrið Novichok var notað til að eitra fyrir Sergei Skripal, fyrrverandi leyniþjónustumanni frá Rússlandi, og rúmlega þrítugri dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi fyrir tæpum tveimur vikum. Feðginin liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi og lögreglumaður veiktist sömuleiðis. Skripal var handtekinn á sínum tíma eftir að hann gaf Bretum upplýsingar um fjölda rússneskra njósnara. Honum var sleppt til Bretlands í fangaskiptum Bandaríkjanna og Rússlands árið 2010. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skellti skuldinni á rússnesk stjórnvöld í vikunni og tilkynnti um að 23 rússneskir leyniþjónustmenn sem hefðu unnið í landinu á laun yrðu reknir úr landi. Rússar hafa neitað ábyrgð á tilræðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði einnig í gær að útlit væri fyrir að Rússar bæru ábyrgð á árásinni.Þjóni ekki þjóðaröryggi að hrapa að ályktunumCorbyn hefur hins vegar tekið mun grynnra í árinni. Hann fordæmdi árásina á breska þinginu í vikunni en lét vera að kenna rússneskum stjórnvöldum beint um. Íhaldsmenn gerðu hróp að Corbyn og voru nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins gagnrýnir á afstöðu leiðtogans.May heimsótti Salisbury í gær. Umfangsmikil lögregluaðgerð hefur staðið yfir þar í tvær vikur.Vísir/AFPHann hélt engu að síður uppteknum hætti í grein sem birtist í The Guardian í dag. Sagði hann það ekki þjóna þjóðaröryggi Bretlands að ana áfram í æstu andrúmslofti áður en vísbendingar lægju fyrir. Árásin kallaði fyrst og fremst á ítarlega sakamálarannsókn, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Neitaði hann því að Verkamannaflokkurinn styddi Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og fullyrti að Rússar yrðu að vera látnir sæta afleiðingum ef þeir hefðu staðið að baki tilræðinu. „Það þýðir ekki að við ættum að sætta okkur við „nýtt kalt stríð“ með stigvaxandi útgjöldum í vopn, staðgöngustríðum um allan heim og McCarthy-ískt óþol á andófi,“ skrifaði Corbyn sem gaf í skyn að rússneska mafían gæti hafa staðið að árásinni. Lagði Corbyn til að bresk stjórnvöld létu til skarar skríða gegn rússneskum auðjöfrum sem eiga miklar eignir á Bretlandi. Sagðist hann þó styðja brottvísun ríkisstjórnarinnar á rússneskum útsendurum. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Bretar ættu að vara sig á því að hefja nýtt kalt stríð við Rússa áður en öll gögn liggja fyrir um taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara á Englandi, að sögn Jeremys Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins. Ríkisstjórnin hefur sagt „mjög líklegt“ að Rússar beri ábyrgð á árásinni. Rússneska taugaeitrið Novichok var notað til að eitra fyrir Sergei Skripal, fyrrverandi leyniþjónustumanni frá Rússlandi, og rúmlega þrítugri dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi fyrir tæpum tveimur vikum. Feðginin liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi og lögreglumaður veiktist sömuleiðis. Skripal var handtekinn á sínum tíma eftir að hann gaf Bretum upplýsingar um fjölda rússneskra njósnara. Honum var sleppt til Bretlands í fangaskiptum Bandaríkjanna og Rússlands árið 2010. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skellti skuldinni á rússnesk stjórnvöld í vikunni og tilkynnti um að 23 rússneskir leyniþjónustmenn sem hefðu unnið í landinu á laun yrðu reknir úr landi. Rússar hafa neitað ábyrgð á tilræðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði einnig í gær að útlit væri fyrir að Rússar bæru ábyrgð á árásinni.Þjóni ekki þjóðaröryggi að hrapa að ályktunumCorbyn hefur hins vegar tekið mun grynnra í árinni. Hann fordæmdi árásina á breska þinginu í vikunni en lét vera að kenna rússneskum stjórnvöldum beint um. Íhaldsmenn gerðu hróp að Corbyn og voru nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins gagnrýnir á afstöðu leiðtogans.May heimsótti Salisbury í gær. Umfangsmikil lögregluaðgerð hefur staðið yfir þar í tvær vikur.Vísir/AFPHann hélt engu að síður uppteknum hætti í grein sem birtist í The Guardian í dag. Sagði hann það ekki þjóna þjóðaröryggi Bretlands að ana áfram í æstu andrúmslofti áður en vísbendingar lægju fyrir. Árásin kallaði fyrst og fremst á ítarlega sakamálarannsókn, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Neitaði hann því að Verkamannaflokkurinn styddi Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og fullyrti að Rússar yrðu að vera látnir sæta afleiðingum ef þeir hefðu staðið að baki tilræðinu. „Það þýðir ekki að við ættum að sætta okkur við „nýtt kalt stríð“ með stigvaxandi útgjöldum í vopn, staðgöngustríðum um allan heim og McCarthy-ískt óþol á andófi,“ skrifaði Corbyn sem gaf í skyn að rússneska mafían gæti hafa staðið að árásinni. Lagði Corbyn til að bresk stjórnvöld létu til skarar skríða gegn rússneskum auðjöfrum sem eiga miklar eignir á Bretlandi. Sagðist hann þó styðja brottvísun ríkisstjórnarinnar á rússneskum útsendurum.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00
Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28
Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27