Þorleifur og Mikael ausnir lofi í Þýskalandi: „Þetta er verulega dýr sýning“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. mars 2018 15:45 Mikael Torfason og Þorleifur á sviðinu í Hannover í gærkvöldi. mynd/elma „Ég hef eiginlega aldrei lesið svona gagnrýni. Og ekki bara um mig, heldur Mikka, leikhópinn, leikhúsið sjálft. Guðdómlega leikhús kallar hann það. Og hvetur stærsta festival Þýskalands til þess að setja okkur í flokk merkilegustu uppsetninga Þýskalands,“ segir Þorleifur Örn Arnarson leiksstjóri kátur. Í gærkvöldi frumsýndi leikhúsið í Hannover í Þýskalandi leikgerð hans og Mikaels Torfasonar sem þeir unnu uppúr Eddu. Leikdómar eru þegar farnir að birtast, ákaflega lofsamlegir og, til að mynda í HAS, sem er stóra íhaldsblaðið í Hannover sem hleður lofi á Die Edda. Þar segir til dæmis að þó sýningin séu fjórir tímar þá sé ekki dauð stund.„Die Investition hat sich gelohnt. Trotz vier Stunden Spieldauer ist diese „Edda“ nie langweilig, sondern immer spannend und berührend,“ segir í hinum þýska dómi.Fleiri blöð hafa ausið sýninguna lofi svo sem Institution-blaðið, NYTimes og Systurblað Frankfurter Allgemeine Zeitung. Die Edda. Engin smáræðis leiksýningu. Fjölmargir komu að uppsetningunni, bara leikmyndin ein kostaði um 20 milljónir króna. „Þetta er verulega dýr sýning. Bara leikmyndin var vel á 20.000.000, það væru keyptar nýjar reykvélar og ljósasett. 12 leikarar og flygill. Þetta er líka stærsta sýning sem þau hafa framleitt í sögu leikhússins.“Mikael Torfason og Þorleifur Örn Arnarsson á Stóra sviði Borgarleikhússins en þeir hafa unnið töluvert saman. Visir/ErnirLíklega hefur öll uppfærslan kostað 200 milljónir. Þorleifur Örn segist ekki þekkja svo stórar upphæðir. „Ég geri bara list.“ Þegar Vísir náði í Þorleif Örn var hann á leið heim til Berlínar með lest. „Gríðarleg tradition og kunnátta. Og það er auðvitað ótrúlega gaman að leikhús eins og þetta gefi manni svona frjálsar hendur, þriggja mánaða æfingartíma, fljúga inn höfundi, þýðanda sem situr með á æfingum og þýðir verkið jafn óðum, lokuðu sviðinu í næstum mánuð svo við gætum æft á því. Og resultatið eftir því!“ Þorleifur Örn flýgur heim til strákanna og litla hvolpsins sem er blanda af Vizla, Great Dane, Labrador og Border Colly. Undanfarin árin hefur Þorleifur Örn gert út frá Berlín en í raun farið um heim allan og sett upp leiksýningar. Hvernig er að vera svona farandleikstjóri?„Það er auðvitað gríðarlega mikið álag. Ekki síst fyrir fjölskylduna. Og væri ekki hægt nema að vera með raunverulegan partner. Anna er myndlistarkona og við reynum að stilla upp plani sem dreifir álaginu,“ segir Þorleifur og er þar að tala um eiginkonuna Önnu Rún Tryggvadóttur. Nú tekur við fimm vikna hvíld og þá tekur næsta verkefni við. Ferðalag i fótsporum Bertold Brecht, en við ætlum að leita að týndir Óperu eftir hann (sem er auðvitað blekking). Þetta verður leikhúslega ópera eða óperulegt leikhus, sem verður frumflutt á leiklistarhátíðinni í Recklinghausen í sumar.“Byggir á sannri sögu Þorleifur Örn segir að það verði gert í samstarfi við Albert Ostermaier sem er eitt af stærri skáldum Þýskalands undanfarinn áratug. „Þetta byggir á sannri sögu af óperu sem Brecht og Weil ætluðu að frumflytja en það var lokað á þá sökum gyðingahaturs 1927. Nú ætlum við að leita að þessari týndu óperu. Og kannski erum við að leita að lausninni að lífsgátunni.“ Þá er á teikniborðinu uppfærsla á Faust I og Faust II, sem Þorleifur Örn mun skrifa í samstarfi við Mikael í haust. En, ekkert á næstunni fyrir íslenskt leiksvið. „Nei, ekki í bili. Ég og Gísli Örn erum með plön í smíðum en það er oft erfitt að stilla af dagskrá. En kannski er gott að Ísland fái smá frí frá mér.“ Þetta er þéttriðin dagskrá og svo hefur verið hjá Þorleifi Erni mörg undanfarin ár. Þorleifur segist halda dampi með kærleika og sköpunargleði (og nægum svefni) að leiðarljósi. Þá er allt hægt. Svo tek ég goð frí inn á milli.“En, aðeins aftur að Die Edda; hversu lengi hefur þú verið að vinna að þeirri sýningu og hversu lengi við uppfærsluna beint? Hvað tók langan tíma eftir að búið var að skipa í hlutverk að svo frumsýna?„Ákvörðunin með að gera þetta var tekin áður en Hamlet sló í gegn hjá okkur í Hannover. Þannig að traust hússins og leikhússtjórans var algert. Raunverulegur skriður komst fyrst á skrifin eftir að við Mikki kláruðum Guð Blessi Ísland. Svo mættum við með 250 síður en ákváðum að sýna þær ekki leikhópnum heldur senda þau fyrst á sína eigin ferð inn í Edduna. Æfingar tíminn var 3 mánuðir. Stórkostlegur tími. Hlutverksskipan breyttist fram í frumsýningarvikuna. Leikarinn sem átti að leika Thor meiddist og datt út og þá tók ein aðalleikkonan rulluna. Og svona spann þetta uppá sig, sköpun, fegurð, samspil og gæði. Hugrekki og ást á listsköpun.“Frá goðafræði að rannsóknarskýrslunni Nokkuð hefur verið fjallað um leikstjórnarstíl Þorleifs Arnar sem snýst til að mynda um að taka bókmenntaverk, byggja á þeim en þá þannig að þau lúti lögmálum eða forsendum leikhússins. En, sé litið til verkefnanna; þarna er norræn goðafræði, rannsóknarskýrslan, Ibsen, Brecht, Einar Már og Njála. Má finna einhvern þráð í þessu verkefnavali?„Já, auðvitað er þráður en hann er ekki endilega línulegur. Heldur er þetta samfelld rannsókn á möguleikum leikhússins, frásagnarinnar og svo leiðir eitt af öðru. Samhengið, eins og lífið, virðist bara rökrétt í baksýnisspeglinum. sem dæmi er Njála tilkomin vegna áhuga á því að rannsaka íslenska þjóðarsál útfrá sögulegum bókmenntum. Það leiddi svo af sér Guð blessi Ísland en samtímis jókst áhugi minn á sögulegum hliðstæðum. Sem tengdist svo aftur uppsetningum mínum á Niflunga-kvæði í Þýskalandi og svo óperunni Siegfried - þannig Edda varð til í þessum potti. En rauði þráðurinn er rannsóknin mín á formi og getu leikhússins.“Og, ertu kominn að einhverri niðurstöðu?„Nei - þetta er eins og að aðhyllast Marxískan sögulestur. Það er engin niðurstaða, aðeins ferli og þekking. Sem safnast og leiðir af sér nýja möguleika, nýjar lendur. Og kannski nýjan skilning. Sem lifir bara svo lengi sem tíminn liður að næstu stoppistöð.“ Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég hef eiginlega aldrei lesið svona gagnrýni. Og ekki bara um mig, heldur Mikka, leikhópinn, leikhúsið sjálft. Guðdómlega leikhús kallar hann það. Og hvetur stærsta festival Þýskalands til þess að setja okkur í flokk merkilegustu uppsetninga Þýskalands,“ segir Þorleifur Örn Arnarson leiksstjóri kátur. Í gærkvöldi frumsýndi leikhúsið í Hannover í Þýskalandi leikgerð hans og Mikaels Torfasonar sem þeir unnu uppúr Eddu. Leikdómar eru þegar farnir að birtast, ákaflega lofsamlegir og, til að mynda í HAS, sem er stóra íhaldsblaðið í Hannover sem hleður lofi á Die Edda. Þar segir til dæmis að þó sýningin séu fjórir tímar þá sé ekki dauð stund.„Die Investition hat sich gelohnt. Trotz vier Stunden Spieldauer ist diese „Edda“ nie langweilig, sondern immer spannend und berührend,“ segir í hinum þýska dómi.Fleiri blöð hafa ausið sýninguna lofi svo sem Institution-blaðið, NYTimes og Systurblað Frankfurter Allgemeine Zeitung. Die Edda. Engin smáræðis leiksýningu. Fjölmargir komu að uppsetningunni, bara leikmyndin ein kostaði um 20 milljónir króna. „Þetta er verulega dýr sýning. Bara leikmyndin var vel á 20.000.000, það væru keyptar nýjar reykvélar og ljósasett. 12 leikarar og flygill. Þetta er líka stærsta sýning sem þau hafa framleitt í sögu leikhússins.“Mikael Torfason og Þorleifur Örn Arnarsson á Stóra sviði Borgarleikhússins en þeir hafa unnið töluvert saman. Visir/ErnirLíklega hefur öll uppfærslan kostað 200 milljónir. Þorleifur Örn segist ekki þekkja svo stórar upphæðir. „Ég geri bara list.“ Þegar Vísir náði í Þorleif Örn var hann á leið heim til Berlínar með lest. „Gríðarleg tradition og kunnátta. Og það er auðvitað ótrúlega gaman að leikhús eins og þetta gefi manni svona frjálsar hendur, þriggja mánaða æfingartíma, fljúga inn höfundi, þýðanda sem situr með á æfingum og þýðir verkið jafn óðum, lokuðu sviðinu í næstum mánuð svo við gætum æft á því. Og resultatið eftir því!“ Þorleifur Örn flýgur heim til strákanna og litla hvolpsins sem er blanda af Vizla, Great Dane, Labrador og Border Colly. Undanfarin árin hefur Þorleifur Örn gert út frá Berlín en í raun farið um heim allan og sett upp leiksýningar. Hvernig er að vera svona farandleikstjóri?„Það er auðvitað gríðarlega mikið álag. Ekki síst fyrir fjölskylduna. Og væri ekki hægt nema að vera með raunverulegan partner. Anna er myndlistarkona og við reynum að stilla upp plani sem dreifir álaginu,“ segir Þorleifur og er þar að tala um eiginkonuna Önnu Rún Tryggvadóttur. Nú tekur við fimm vikna hvíld og þá tekur næsta verkefni við. Ferðalag i fótsporum Bertold Brecht, en við ætlum að leita að týndir Óperu eftir hann (sem er auðvitað blekking). Þetta verður leikhúslega ópera eða óperulegt leikhus, sem verður frumflutt á leiklistarhátíðinni í Recklinghausen í sumar.“Byggir á sannri sögu Þorleifur Örn segir að það verði gert í samstarfi við Albert Ostermaier sem er eitt af stærri skáldum Þýskalands undanfarinn áratug. „Þetta byggir á sannri sögu af óperu sem Brecht og Weil ætluðu að frumflytja en það var lokað á þá sökum gyðingahaturs 1927. Nú ætlum við að leita að þessari týndu óperu. Og kannski erum við að leita að lausninni að lífsgátunni.“ Þá er á teikniborðinu uppfærsla á Faust I og Faust II, sem Þorleifur Örn mun skrifa í samstarfi við Mikael í haust. En, ekkert á næstunni fyrir íslenskt leiksvið. „Nei, ekki í bili. Ég og Gísli Örn erum með plön í smíðum en það er oft erfitt að stilla af dagskrá. En kannski er gott að Ísland fái smá frí frá mér.“ Þetta er þéttriðin dagskrá og svo hefur verið hjá Þorleifi Erni mörg undanfarin ár. Þorleifur segist halda dampi með kærleika og sköpunargleði (og nægum svefni) að leiðarljósi. Þá er allt hægt. Svo tek ég goð frí inn á milli.“En, aðeins aftur að Die Edda; hversu lengi hefur þú verið að vinna að þeirri sýningu og hversu lengi við uppfærsluna beint? Hvað tók langan tíma eftir að búið var að skipa í hlutverk að svo frumsýna?„Ákvörðunin með að gera þetta var tekin áður en Hamlet sló í gegn hjá okkur í Hannover. Þannig að traust hússins og leikhússtjórans var algert. Raunverulegur skriður komst fyrst á skrifin eftir að við Mikki kláruðum Guð Blessi Ísland. Svo mættum við með 250 síður en ákváðum að sýna þær ekki leikhópnum heldur senda þau fyrst á sína eigin ferð inn í Edduna. Æfingar tíminn var 3 mánuðir. Stórkostlegur tími. Hlutverksskipan breyttist fram í frumsýningarvikuna. Leikarinn sem átti að leika Thor meiddist og datt út og þá tók ein aðalleikkonan rulluna. Og svona spann þetta uppá sig, sköpun, fegurð, samspil og gæði. Hugrekki og ást á listsköpun.“Frá goðafræði að rannsóknarskýrslunni Nokkuð hefur verið fjallað um leikstjórnarstíl Þorleifs Arnar sem snýst til að mynda um að taka bókmenntaverk, byggja á þeim en þá þannig að þau lúti lögmálum eða forsendum leikhússins. En, sé litið til verkefnanna; þarna er norræn goðafræði, rannsóknarskýrslan, Ibsen, Brecht, Einar Már og Njála. Má finna einhvern þráð í þessu verkefnavali?„Já, auðvitað er þráður en hann er ekki endilega línulegur. Heldur er þetta samfelld rannsókn á möguleikum leikhússins, frásagnarinnar og svo leiðir eitt af öðru. Samhengið, eins og lífið, virðist bara rökrétt í baksýnisspeglinum. sem dæmi er Njála tilkomin vegna áhuga á því að rannsaka íslenska þjóðarsál útfrá sögulegum bókmenntum. Það leiddi svo af sér Guð blessi Ísland en samtímis jókst áhugi minn á sögulegum hliðstæðum. Sem tengdist svo aftur uppsetningum mínum á Niflunga-kvæði í Þýskalandi og svo óperunni Siegfried - þannig Edda varð til í þessum potti. En rauði þráðurinn er rannsóknin mín á formi og getu leikhússins.“Og, ertu kominn að einhverri niðurstöðu?„Nei - þetta er eins og að aðhyllast Marxískan sögulestur. Það er engin niðurstaða, aðeins ferli og þekking. Sem safnast og leiðir af sér nýja möguleika, nýjar lendur. Og kannski nýjan skilning. Sem lifir bara svo lengi sem tíminn liður að næstu stoppistöð.“
Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira