Trúarjátningin Óttar Guðmundsson skrifar 17. mars 2018 11:00 Öldum saman voru styrjaldir, hungur, farsóttir og óblíð náttúra helstu óvinir mannkyns. Erfiðleikar daglegs lífs voru miklir. Ungbarnadauðinn hár, slysatíðni á sjó og landi mikil, matarskortur þegar leið á veturinn. Á þessum óvissutímum setti fólk traust sitt á Guð. Sjómenn báðu sjóferðabæn í fjörunni, húslestrar voru lesnir á síðkvöldum, menn signdu sig áður en þeir héldu út í daginn. Nú er öldin önnur. Menn hafa klætt af sér veðráttuna. Farsóttir láta ekki á sér kræla og fleiri Íslendingar deyja úr offitu en hungri. Í fyrirsjáanlegum heimi er lítil þörf fyrir Guð. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, sagði í sjónvarpsviðtali að hann væri trúaður og leitaði stundum svara og styrks í bæninni. Drottinn hefði hjálpað honum að taka ákvörðun um pólitíska framtíð sína. Hann áttaði sig þó fljótlega á því að yfirlýsingar sem þessar voru ekki líklegar til vinsælda. Netheimar gengu af göflunum af hneykslan og bræði. Hugurinn leitaði til píslarvotta trúarinnar eins Guðmundar Arasonar biskups góða sem ofsóttur var fyrir trú sína en hvikaði aldrei. Slík þvermóðska og trúfesta samrýmist engan veginn pólitískri rétthugsun samtímans. Eyþór kom strax fram í öðru viðtali, dró fyrri trúarjátningu til baka en játaði á sig barnatrú (sem er viðurkennd). Hann sagðist aldrei hafa leitað svara hjá æðri máttarvöldum. Hver vill láta rífa sig á hol fyrir jafn gamaldags og hallærislegt fyrirbæri og trú sína? Nú getur Eyþór raulað með gömlu konunni í Brekkukotsannál: Bibblían er sem bögglað roð fyrir brjósti mínu, gleypti ég hana alla í einu, ekki kom að gagni neinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Öldum saman voru styrjaldir, hungur, farsóttir og óblíð náttúra helstu óvinir mannkyns. Erfiðleikar daglegs lífs voru miklir. Ungbarnadauðinn hár, slysatíðni á sjó og landi mikil, matarskortur þegar leið á veturinn. Á þessum óvissutímum setti fólk traust sitt á Guð. Sjómenn báðu sjóferðabæn í fjörunni, húslestrar voru lesnir á síðkvöldum, menn signdu sig áður en þeir héldu út í daginn. Nú er öldin önnur. Menn hafa klætt af sér veðráttuna. Farsóttir láta ekki á sér kræla og fleiri Íslendingar deyja úr offitu en hungri. Í fyrirsjáanlegum heimi er lítil þörf fyrir Guð. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, sagði í sjónvarpsviðtali að hann væri trúaður og leitaði stundum svara og styrks í bæninni. Drottinn hefði hjálpað honum að taka ákvörðun um pólitíska framtíð sína. Hann áttaði sig þó fljótlega á því að yfirlýsingar sem þessar voru ekki líklegar til vinsælda. Netheimar gengu af göflunum af hneykslan og bræði. Hugurinn leitaði til píslarvotta trúarinnar eins Guðmundar Arasonar biskups góða sem ofsóttur var fyrir trú sína en hvikaði aldrei. Slík þvermóðska og trúfesta samrýmist engan veginn pólitískri rétthugsun samtímans. Eyþór kom strax fram í öðru viðtali, dró fyrri trúarjátningu til baka en játaði á sig barnatrú (sem er viðurkennd). Hann sagðist aldrei hafa leitað svara hjá æðri máttarvöldum. Hver vill láta rífa sig á hol fyrir jafn gamaldags og hallærislegt fyrirbæri og trú sína? Nú getur Eyþór raulað með gömlu konunni í Brekkukotsannál: Bibblían er sem bögglað roð fyrir brjósti mínu, gleypti ég hana alla í einu, ekki kom að gagni neinu.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar