Michael Cohen, lögmaður Trumps, greiddi Daniels 130 þúsund dali, sem samsvarar rúmum þrettán milljónum króna, einum mánuði fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslan var vegna samkomulags um að hún myndi ekki segja frá því að hafa stundað kynlíf með forsetanum árið 2006. Lögmenn Trumps halda því nú fram að Daniels hafi gerst sek um yfir 20 brot á samningnum.
Fjárkrafan markar fyrsta skiptið sem Trump hefur bein afskipti af málinu, að því er fram kemur í frétt BBC. Hann þvertekur fyrir að hafa átt í sambandi við Daniels.
Lögmaður Daniels, Michael Avenatti, sagði kröfu lögmanna forsetans „fordæmislausa“ og „enn eitt bragðið til að koma höggi“ á leikkonuna. Hann velti því einnig fyrir sér hvernig það geti staðist að Trump krefjist skaðabóta fyrir samkomulag sem hann segist aldrei hafa vitað af. Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm.
How can President Donald Trump seek $20 million in damages against my client based on an agreement that he and Mr. Cohen claim Mr. Trump never was a party to and knew nothing about? #notwellthoughtout #sloppy #checkmate
— Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) March 17, 2018