Tekur Werdum skref í átt að þungavigtartitlinum í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 17. mars 2018 17:30 Werdum stóð á stól til að vera hærri en Volkov í vigtuninni í gær. Vísir/Getty UFC er með bardagakvöld í London í kvöld. Þetta er kvöldið sem Gunnar Nelson vonaðist til að berjast á gegn Darren Till í aðalbardaga kvöldsins en þess í stað fáum við þá Fabricio Werdum og Alexander Volkov. Það hefði verið talsverð meiri spenna fyrir Íslendinga fyrir bardagakvöldið ef Gunnar hefði verið að berjast en því miður tókst ekki að finna andstæðing fyrir hann að þessu sinni. Aðalbardagi kvöldsins er þó spennandi þar sem fyrrum þungavigtarmeistari UFC mætir fyrrum þungavigtarmeistara Bellator. Fabricio Werdum hefur ekki farið leynt með það að hann vill ólmur fá annan séns á þungavigtarbeltinu. Werdum var meistari árið 2015 en tapaði beltinu til ríkjandi meistara, Stipe Miocic. Síðan þá hefur hann unnið þrjá bardaga og tapað einum og telur sig eiga skilið að fá annan séns á beltinu. Til þess þarf hann að sigra Alexander Volkov sannfærandi í kvöld. Volkov er ekki stórt nafn en hann var þungavigtarmeistari Bellator bardagasamtakanna árið 2012. Hinn 29 ára Volkov hefur unnið alla þrjá bardaga sína í UFC en kannski ekki fengið mikla athygli. Með sigri hjá Volkov gætu átt sér stað ákveðin kynslóðaskipti í þungavigtinni. Hinn 29 ára Volkov er 11 árum yngri en Werdum og spurning hvort Werdum geti enn haldið í við þá ungu. Werdum hefur verið einn af fimm bestu þungavigtarmönnum heims undanfarin ár en Volkov getur komist í þann hóp með sigri á Werdum. Werdum er þó ekkert á því að hætta og er sannfærður um að hann geti sigrað Stipe Miocic fái hann tækifæri til. Með sigri í kvöld getur Werdum tekið skref í átt að öðrum titilbardaga. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en bein útsending hefst kl. 21:00. MMA Tengdar fréttir Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45 Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
UFC er með bardagakvöld í London í kvöld. Þetta er kvöldið sem Gunnar Nelson vonaðist til að berjast á gegn Darren Till í aðalbardaga kvöldsins en þess í stað fáum við þá Fabricio Werdum og Alexander Volkov. Það hefði verið talsverð meiri spenna fyrir Íslendinga fyrir bardagakvöldið ef Gunnar hefði verið að berjast en því miður tókst ekki að finna andstæðing fyrir hann að þessu sinni. Aðalbardagi kvöldsins er þó spennandi þar sem fyrrum þungavigtarmeistari UFC mætir fyrrum þungavigtarmeistara Bellator. Fabricio Werdum hefur ekki farið leynt með það að hann vill ólmur fá annan séns á þungavigtarbeltinu. Werdum var meistari árið 2015 en tapaði beltinu til ríkjandi meistara, Stipe Miocic. Síðan þá hefur hann unnið þrjá bardaga og tapað einum og telur sig eiga skilið að fá annan séns á beltinu. Til þess þarf hann að sigra Alexander Volkov sannfærandi í kvöld. Volkov er ekki stórt nafn en hann var þungavigtarmeistari Bellator bardagasamtakanna árið 2012. Hinn 29 ára Volkov hefur unnið alla þrjá bardaga sína í UFC en kannski ekki fengið mikla athygli. Með sigri hjá Volkov gætu átt sér stað ákveðin kynslóðaskipti í þungavigtinni. Hinn 29 ára Volkov er 11 árum yngri en Werdum og spurning hvort Werdum geti enn haldið í við þá ungu. Werdum hefur verið einn af fimm bestu þungavigtarmönnum heims undanfarin ár en Volkov getur komist í þann hóp með sigri á Werdum. Werdum er þó ekkert á því að hætta og er sannfærður um að hann geti sigrað Stipe Miocic fái hann tækifæri til. Með sigri í kvöld getur Werdum tekið skref í átt að öðrum titilbardaga. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en bein útsending hefst kl. 21:00.
MMA Tengdar fréttir Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45 Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45
Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46
Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00