Kynslóðaskipti í þungavigt UFC Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. mars 2018 01:28 Volkov kláraði Werdum með tæknilegu rothöggi í 4. lotu. Vísir/Getty Þeir Alexander Volkov og Fabricio Werdum mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í London fyrr í kvöld. Óhætt er að segja að úrslit kvöldsins hafi markað ákveðin kynslóðaskipti í þungavigt UFC. Bardagakvöldið fór fram í O2 Arena í London og var ansi skemmtilegt. Það var ljóst frá byrjun bardagans að Fabricio Werdum ætlaði að nýta sér færni sína í gólfglímunni gegn Volkov en hann sótti mikið í fellurnar í kvöld. Werdum náði Volkov þrisvar sinnum niður í bardaganum en sá rússneski varðist vel í gólfinu og náði Werdum ekki að ógna mikið með uppgjafartökum í gólfinu. Þegar leið á bardagann fór hinn fertugi Werdum að þreytast. Werdum var hættur að ná fellunum sínum og reyndi þess í stað að draga Volkov með sér niður í gólfið. Það gekk ágætlega til að byrja með en Volkov var farinn að lesa Werdum þegar leið á bardagann og hélt áfram að forðast gólfglímuna. Það var svo í 4. lotu sem Volkov tókst að slá Werdum niður og fylgdi því eftir með einu hnitmiðuðu höggi í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Stærsti sigur ferilsins í höfn hjá Alexander Volkov. Volkov hefur nú unnið alla fjóra bardaga sína í UFC en þessi 29 ára bardagamaður á eflaust eftir að sitja meðal þeirra fimm efstu á styrkleikalistanum þegar nýr listi kemur út. Ákveðin kynslóðaskipti eru því að eiga sér stað í þungavigtinni en dagar Werdum meðal þeirra bestu í þungavigtinni eru sennilega taldir. Í síðasta mánuði tókst hinum 27 ára Curtis Blaydes að sigra Mark Hunt og er hann annað dæmi um bardagamann í yngri kantinum í þungavigt sem er kominn nálægt toppnum. Með sigrum Volkov og Blaydes má því segja að ákveðin kynslóðaskipti séu að eiga sér stað í þungavigt UFC þessa dagana. Bardagakvöldið í London var afar skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Tekur Werdum skref í átt að þungavigtartitlinum í kvöld? UFC er með bardagakvöld í London í kvöld. Þetta er kvöldið sem Gunnar Nelson vonaðist til að berjast á gegn Darren Till í aðalbardaga kvöldsins en þess í stað fáum við þá Fabricio Werdum og Alexander Volkov. 17. mars 2018 17:30 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Þeir Alexander Volkov og Fabricio Werdum mættust í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í London fyrr í kvöld. Óhætt er að segja að úrslit kvöldsins hafi markað ákveðin kynslóðaskipti í þungavigt UFC. Bardagakvöldið fór fram í O2 Arena í London og var ansi skemmtilegt. Það var ljóst frá byrjun bardagans að Fabricio Werdum ætlaði að nýta sér færni sína í gólfglímunni gegn Volkov en hann sótti mikið í fellurnar í kvöld. Werdum náði Volkov þrisvar sinnum niður í bardaganum en sá rússneski varðist vel í gólfinu og náði Werdum ekki að ógna mikið með uppgjafartökum í gólfinu. Þegar leið á bardagann fór hinn fertugi Werdum að þreytast. Werdum var hættur að ná fellunum sínum og reyndi þess í stað að draga Volkov með sér niður í gólfið. Það gekk ágætlega til að byrja með en Volkov var farinn að lesa Werdum þegar leið á bardagann og hélt áfram að forðast gólfglímuna. Það var svo í 4. lotu sem Volkov tókst að slá Werdum niður og fylgdi því eftir með einu hnitmiðuðu höggi í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Stærsti sigur ferilsins í höfn hjá Alexander Volkov. Volkov hefur nú unnið alla fjóra bardaga sína í UFC en þessi 29 ára bardagamaður á eflaust eftir að sitja meðal þeirra fimm efstu á styrkleikalistanum þegar nýr listi kemur út. Ákveðin kynslóðaskipti eru því að eiga sér stað í þungavigtinni en dagar Werdum meðal þeirra bestu í þungavigtinni eru sennilega taldir. Í síðasta mánuði tókst hinum 27 ára Curtis Blaydes að sigra Mark Hunt og er hann annað dæmi um bardagamann í yngri kantinum í þungavigt sem er kominn nálægt toppnum. Með sigrum Volkov og Blaydes má því segja að ákveðin kynslóðaskipti séu að eiga sér stað í þungavigt UFC þessa dagana. Bardagakvöldið í London var afar skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Tekur Werdum skref í átt að þungavigtartitlinum í kvöld? UFC er með bardagakvöld í London í kvöld. Þetta er kvöldið sem Gunnar Nelson vonaðist til að berjast á gegn Darren Till í aðalbardaga kvöldsins en þess í stað fáum við þá Fabricio Werdum og Alexander Volkov. 17. mars 2018 17:30 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Tekur Werdum skref í átt að þungavigtartitlinum í kvöld? UFC er með bardagakvöld í London í kvöld. Þetta er kvöldið sem Gunnar Nelson vonaðist til að berjast á gegn Darren Till í aðalbardaga kvöldsins en þess í stað fáum við þá Fabricio Werdum og Alexander Volkov. 17. mars 2018 17:30
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn