Læti í Tiger á lokahringnum en Rory McIlroy fagnaði sigri eftir mikinn fugladans í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2018 08:00 Rory McIlroy fagnar sigri. Vísir/Getty Norður-Írinn Rory McIlroy vann sitt fyrsta mót síðan í september 2016 þegar hann tryggði sér sigur á Arnold Palmer boðsmótinu í nótt. Rory McIlroy endaði hringina fjóra á átján höggum undir pari en það var þó Tiger Woods sem fékk mestu athyglina á lokahringnum þegar hann gerði sig líklegan til að ná efstu mönnum..@McIlroyRory's last TOUR win: September 25, 2016 – the same day Arnold Palmer passed away. #ArniesArmypic.twitter.com/6e4OB9q7Ru — PGA TOUR (@PGATOUR) March 19, 2018 McIlroy hafði ekki unnið mót í 539 daga eða síðan að hann vann Tour Championship 25. september 2016 en það var einmitt dagurinn sem Arnold Palmer dó. Rory McIlroy spilaði vel allt mótið en aldrei betur en á sex síðustu holunum þegar hann fékk fimm fugla. Hann endaði mótið þremur höggum á undan Bandaríkjamanninum Bryson DeChambeau sem kom næstur.A perfect fit. pic.twitter.com/3USLdNg0vu — PGA TOUR (@PGATOUR) March 18, 2018 Englendingurinn Justin Rose (-14) og Svíinn Henrik Stenson (-13) komu í næstu sætum en Tiger Woods endaði í fimmta sæti með landa sínum Ryan Moore á tíu höggum undir pari. Tiger Woods var um tíma aðeins einu sæti frá toppsætinu en hann líkt og aðrir áttu engin svör við fugladansi Rory McIlroy í lokin. Tiger Woods lék síðustu tvo hringina á 69 höggum en hann gerði út um alla vonir sínar um sigur þegar hann fékk skolla á bæði sextándu og sautjándu holunni.It was a great two weeks of being in contention again. I feel like I'm getting a little better. Great playing by Rory today to win at the King's place. Arnie would have been proud of golf today and the charges!!! — Tiger Woods (@TigerWoods) March 19, 2018 Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy vann sitt fyrsta mót síðan í september 2016 þegar hann tryggði sér sigur á Arnold Palmer boðsmótinu í nótt. Rory McIlroy endaði hringina fjóra á átján höggum undir pari en það var þó Tiger Woods sem fékk mestu athyglina á lokahringnum þegar hann gerði sig líklegan til að ná efstu mönnum..@McIlroyRory's last TOUR win: September 25, 2016 – the same day Arnold Palmer passed away. #ArniesArmypic.twitter.com/6e4OB9q7Ru — PGA TOUR (@PGATOUR) March 19, 2018 McIlroy hafði ekki unnið mót í 539 daga eða síðan að hann vann Tour Championship 25. september 2016 en það var einmitt dagurinn sem Arnold Palmer dó. Rory McIlroy spilaði vel allt mótið en aldrei betur en á sex síðustu holunum þegar hann fékk fimm fugla. Hann endaði mótið þremur höggum á undan Bandaríkjamanninum Bryson DeChambeau sem kom næstur.A perfect fit. pic.twitter.com/3USLdNg0vu — PGA TOUR (@PGATOUR) March 18, 2018 Englendingurinn Justin Rose (-14) og Svíinn Henrik Stenson (-13) komu í næstu sætum en Tiger Woods endaði í fimmta sæti með landa sínum Ryan Moore á tíu höggum undir pari. Tiger Woods var um tíma aðeins einu sæti frá toppsætinu en hann líkt og aðrir áttu engin svör við fugladansi Rory McIlroy í lokin. Tiger Woods lék síðustu tvo hringina á 69 höggum en hann gerði út um alla vonir sínar um sigur þegar hann fékk skolla á bæði sextándu og sautjándu holunni.It was a great two weeks of being in contention again. I feel like I'm getting a little better. Great playing by Rory today to win at the King's place. Arnie would have been proud of golf today and the charges!!! — Tiger Woods (@TigerWoods) March 19, 2018
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira